Mosfellingur - 09.01.2014, Qupperneq 20
- Íþróttir20
Búið er að opna fyrir skráningar á
námskeið æskulýðsnefndar Harðar.
Skráning skal eiga sér stað í gegnum
vefinn Sportfengur.com en allar upp-
lýsingar um námskeiðin og hvernig
skal skrá eru inni á síðunni www.hord-
ur.is . Hægt er að nýta frístundaávísun
til að greiða fyrir námskeiðin.
Rétt er að benda á að krakkar sem
skrá sig á námskeið æskulýðsnefnd-
ar nú í vetur verða að mæta með eig-
in hest. Þeim sem ekki eiga hest, en
langar til að kynnast hestamennsku
er bent á reiðnámskeið sem haldin
eru á sumrin. Þá hefur gefist vel fyrir
suma að bjóðast til að hjálpa til í hest-
húsum gegn því að fá að fara á hestbak
stöku sinnum. Góður vettvangur til að
láta vita af sér eru Facebook síðurn-
ar: Æskulýðsstarf í Herði eða Hesta-
mannafélagið Hörður.
Sunnudaginn 12. janúar mun æsku-
lýðsnefndin ganga í öll hús í hesthúsa-
hverfinu og kanna fjölda barna sem
stunda hestamennsku, ásamt því að
dreifa kynningu á vetrardagskránni.
Fimmtudaginn 16. janúar kl. 18:00
verður kynningarfundur á vetrardag-
skránni í Harðarbóli (félagsheimilinu)
og er þetta fundur sem enginn yngri
en 21 árs má missa af.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega
hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífu í pakkningu sem
hentar þér í næstu verslun.
WWW.PAPCO.IS
FIÐURMJÚK FÍFA
3
3ja laga
Árið 2013 var það besta í sögu taekwondo-
deildar Aftureldingar. Aldrei höfðu fleiri
iðkendur verið skráðir til leiks og á nýliðnu
ári og félagið náði sínum besta árangri á
mótum frá upphafi, auk þess sem iðkend-
ur deildarinnar gerðu mjög góða hluti á er-
lendri grundu. Í desember lauk haustönn
með frábæru beltaprófi þar sem fjölmarg-
ir iðkendur fengu sína fyrstu beltagráðu,
auk þess sem stór hópur færðist skrefi nær
svarta beltinu.
Afreksfólk á öllum aldri
Arnar Bragason og Erla Björg Björns-
dóttir æfa bæði með landsliði Íslands í
taekwondo undir stjórn landsliðsþjálfar-
ans (og yfirþjálfara Aftureldingar) Meisam
Rafiei. Þau tvö, auk Herdísar Þórðardóttur,
móður Erlu, héldu til Skotlands í nóvember
og tóku þátt í mjög sterku alþjóðlegu móti.
Skemmst er frá því að segja að þau komust
öll í verðlaunasæti á mótinu. Erla keppti í
tveimur flokkum og hlaut gull í öðrum og
silfur í hinum, Herdís sigraði með miklum
yfirburðum í sínum flokki og Arnar hlaut
silfur í sínum flokki. Bæði Erla og Herdís
hafa haft mikla yfirburði í mótum innan-
lands á undanförnum árum og á þessu móti
í Skotlandi sýndu þær mæðgur að þær eru
með allra bestu taekwondokonum í sínum
flokkum í Evrópu.
Ágúst Örn Guðmundsson og María
Bragadóttir voru valin taekwondofólk Mos-
fellsbæjar undir lok ársins og eru þau bæði
vel að þeim titlum komin. Bæði hófu þau
æfingar á fullorðinsaldri fyrir um þremur
árum síðan en hafa náð miklum og góð-
um árangri í íþróttinni. Ágúst hefur keppt
á fjöldamörgum mótum og einungis tapað
einum bardaga. María er jafnvíg á bardaga
og form og er iðulega á verðlaunapalli í
báðum afbrigðum íþróttarinnar, nokkuð
sem er sjaldgæft þegar komið er þetta langt
í íþróttinni.
Afturelding hefur vakið mikla athygli
fyrir þann fjölda keppenda sem kemst
á verðlaunapall í mótum á vegum Tae-
kwondosambands Íslands – og þá sérstak-
lega á meðal keppenda 30 ára og eldri þar
sem þeir eru nánast án undantekninga í
efstu sætum sinna flokka. Allir eiga þessir
iðkendur það sameiginlegt að hafa byrj-
að í íþróttinni „á gamals aldri“ og að eiga
börn sem leggja stund á greinina. Þannig
má segja að taekwondo sé sannkölluð fjöl-
skylduíþrótt í Mosfellsbæ.
Drekakríli Aftureldingar
Nú á haustdögum hófst kennsla fyr-
ir börn á aldrinum 4–6 ára, svokallað-
ir Drekakrílahópar. Það var virkilega
skemmtilegur hópur sem mætti snemma á
laugardagsmorgnum og lagði stund á tae-
kwondoæfingar. Í Drekakrílunum er lögð
áhersla á jafnvægisæfingar og grunnatriði
íþróttarinnar auk þess sem lagt er mikið
upp úr því að taka eftir því sem kennari
segir og fara að fyrirmælum.
Drekakrílin verða áfram með æfingar nú
á vorönn og verða tímarnir á laugardögum
kl. 12:30 í bardagasalnum að Varmá.
Ókeypis byrjendatímar fyrir
13 ára og eldri á vorönn
Nú í vor verður boðið upp á ókeypis
tíma fyrir byrjendur 13 ára og eldri í tae-
kwondo. Kennt verður á mánudags- og
miðvikudagskvöldum kl. 20-21 og verður
námskeiðið án endurgjalds fram í miðjan
maí. Taekwondo iðkun er frábær leið til að
komast í gott form, enda er lögð áhersla á
alhliða þjálfun á æfingum, svo sem þrek,
liðleika, snerpu, jafnvægi og brennslu.
Þessir tímar eru tilvaldir fyrir þá sem vilja
kynnast íþróttinni og koma sér rólega af
stað, til dæmis foreldra iðkenda við deild-
ina sem vilja eiga sameiginlegt áhugamál
með börnum sínum.
Taekwondo er ólympísk íþrótt og í gríð-
arlega örum vexti um allan heim og sem
sjálfsvarnaríþrótt er gildi hennar ótvírætt.
Þeir sem vilja læra grunnatriði í öflugri
sjálfsvörn og komast í gott form í leiðinni
finna vart betri leið til þess en taekwondo.
Bjart framundan í taekwondo
í Mosfellsbæ árið 2014
Keppendur frá Aftureldingu náðu, eins
og áður sagði, frábærum árangri á mótum
árið 2013 og allt bendir til þess að árið 2014
verði enn betra. Á hvert mót mættu um 20
keppendur frá deildinni til leiks og fer þeim
fjölgandi með hverju mótinu. Nú á vordög-
um verður svo tekið í notkun nýtt æfinga-
húsnæði að Varmá þar sem öll aðstaða til
iðkunar íþróttarinnar mun stökkbreytast
til hins betra og verða sambærileg við það
sem best gerist á landinu. Það er afskaplega
ánægjulegt að sjá bæjaryfirvöld styðja svo
vel með þessum hætti við þjálfun íþrótta-
fólks á öllum aldri.
Í byrjun júní verður haldið Norðurlanda-
mótið í Taekwondo á Íslandi og mun Aftur-
elding eiga fjöldan allan af keppendum á
því móti enda hefur árangur íslensku kepp-
endanna verið afar góður undanfarin ár. Í
júlí er svo stefnan tekin á stórar æfingabúð-
ir í Esbjerg í Danmörku þar sem iðkendur
á öllum aldri og öllum beltagráðum finna
æfingar við sitt hæfi.
Við minnum á heimasíðu deildarinnar,
www.facebook.com/AftureldingTKD þar
sem sjá má allar tilkynningar og fréttir frá
deildinni.
Um leið og við í taekwondodeildinni ósk-
um Mosfellingum gleðilegs nýs árs þá vilj-
um við bjóða nýliða sérstaklega velkomna
á æfingar hjá okkur. Við hlökkum til að sjá
ykkur.
TaekwondodeildAftureldingar
Taekwondodeild Aftureldingar tekur vel á móti nýliðum
Besta ár í sögu
taekwondodeildar
K y n n i n g
framtíðin er björtdrekakríli aftureldingar
afreksfólk á öllum aldri:
Hulda, Herdís, erla
Hlégarður, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, sími 566 6195 / 892 9411
Hlégarður
www.veislugardur.is
Veislugarður
Veisluþjónustan Hlégarði
Sendum þorramat
í heimahús fyrir
10 manns eða fleiri
Þorrablótið
heim
Þorrablót Veislugarðs
svíkur engan
Æskulýðsstarfið að fara á fullt
Sendið okkur myndir af nýjum
Mosfellingum ásamt helstu
upplýsingum á netfangið
mosfellingur@mosfellingur.is