Mosfellingur - 09.01.2014, Page 22

Mosfellingur - 09.01.2014, Page 22
 - Íþróttir22 Í sturtu með NelsoN Fyrstu kynni mín af jiu jitsu voru í gegnum Bob Moran. Bob var söguhetja í bókaflokki, franskur leynilögreglumaður sem notaði jiu jitsu til að yfirbuga harðsvíraða andstæðinga sína. Mér fannst þetta heillandi sem gutta en hélt mig samt við fótboltann og körfuna. Ég prófaði loksins jiu jitsu hjá íslenskum ævin- týramanni þegar ég var 16-17 ára. Í fyrsta tímanum raðaði hann okkur upp og kýldi fast og örugglega í mag- ann, tvisvar. Það var eftirminnilegt. Ævintýramaðurinn entist ekki lengi heldur gerðist dávaldur með margar prófgráður og hjálpaði fólki að hætta að reykja. Fimmtán árum síðar próf- aði ég aftur jiu jitsu. Kennarinn var ekki eins villtur og ævintýramaður- inn, en hafði ekki tíma til að mæta á æfingar. Ég var orðinn 37 ára þegar ég fór af tilviljun í sturtu með Halla Nel- son í Húsi atvinnulífsins þar sem við vorum báðir að vinna á þeim tíma. Hann sagði mér frá Mjölni og hvað þeir væru að gera á Mýrargötunni. Ég mætti á æfingu daginn eftir og brosti hringinn á leiðinni heim. Brasilískt jiu jitsu er ótrúlega náttúruleg og ein- föld íþrótt en um leið erfið á margan hátt. Minnir á skák, leikin með öllum líkamanum. Ég hélt áfram að æfa í Mjölni í vænan tíma og prófaði líka að æfa sömu íþrótt í Brasilíu og Argentínu. Það var ævintýri, öðruvísi áherslur en sama grunnhugsun og yfirleitt alltaf skemmtilegt. Skilaboðin: Í fyrsta lagi, það er aldrei of seint að byrja að æfa íþrótt, sama hver hún er. Það er alltaf pláss fyrir þig, alltaf leið til þess að æfa af þeirri ákefð sem hentar þér. Ef þú átt þér æfingadraum, hafðu samband við þá sem bjóða upp á þess konar æfingar eða íþrótt og fáðu að prófa. Í öðru lagi: Það er ekki sama hver kennir. Prófaðu nokkra staði áður en þú skuldbindur þig til lengri tíma. Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Stundaskrá Þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum jan maí 2014 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur 9:00 Kínversk leikfimi 10:30 Boccia (11) 9:00 Kínversk leikfimi 10:00 Ringó 10:30 Leshringur (15) 11:20 Vatnsleikfimi (2) 11:20 Vatnsleikfimi (2) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu (1) 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu (1) Leikfimi (3)* 10:45 hópur 1 11:15 hópur 2 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu (1) 13:00 Kóræfing hjá Vorboðum 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu (1) 13:00-16:00 Tréútskurðarnámskeið (14)* 13:00-16:00 Opin vinnustofa fyrir almenna handavinnu (1) 13:00 Glervinnustofa opin án leiðsagnar (9) 13:30-16:30 Málun (5)* 13:00 Bókbandsnámskeið (10)* 13:00-16:00 Opin Gler- vinnustofa með leiðsögn (9) 13:30 Kíkt fyrir hornið (6) annan hvern fimmtud 13:00 Félagsvist annan hvern föstudag (12)* 16:00-17:00 Línudans (8) 13:30 Bænastund/hugvekja annan hvern miðvikudag 13:30 Gaman saman (7) annan hvern fimmtud. Laugardagur 11:00 Ganga frá Eirhömrum (4) 11:00 Postulínsnámskeið (13)* (1) Eirhamrar Handavinnustofa (6) 23.jan, 6., 20.feb, 6., 20.mars, 3., 24. apríl, 8. mai. (11) Íþróttahús Varmá byrjar 8.jan (2) Lágafellslaug, byrjar 14.jan. (7) 16,30. Jan, 13,27. Feb, 13.mars, 10.apríl (12) Í borðsal Eirhömrum 24.jan, 8,22.feb, 7,21.mars, 4,25.apríl, 9,23.mai. (3 ) Leikfimisalur Eirhamrar byrjar (8) Línudans Eirhömrum byrjar (13) Eirhamrar byrjar 1. mars (4) Ganga frá aðalinngangi Eirhamra (9) Eirhamrar kjallari (14) ) Eirhamrar kjallari byrjar 15.jan * þýðir að það er skráningarskylda á námskeiðið (5) Eirhamrar kjallari byrjar 20.jan (10) Eirhamrar kjallari byrjar 14.jan (15) Eirhamrar Stundaskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Stundaskrá þjónustumiðstöðvarinnar Eirhömrum janúar-maí 2014 (1) Eirhamrar Handavinnustofa (2) Lágafellslaug, byrjar 14. jan. (3) Leikfimisalur Eirhamrar byrjar (4) Ganga frá aðalinngangi Eirhamra (5) Eirhamrar kjallari byrjar 20. jan (6) 23. jan, 6., 20. feb, 6., 20. mars, 3., 24. apríl, 8. maí. (7) 16:30. jan, 13.,27. feb, 13.mars, 10. apríl (8) Línudans Eirhömrum byrjar (9) Eirhamrar kjallari (10) Eirhamrar kjallari byrjar 14. jan (11) Íþróttahús Varmá, byrjar 8. jan (12) Í borðsal Eirhömrum 24. jan, 8.,22. feb, 7., 21. mars, 4., 25. apríl, 9., 23. maí. (13) Eirhamrar byrjar 1. mars (14) Eirhamrar kjallari byrjar 15. jan (15) Eirhamrar * þýðir að það er skráningarskylda á námskeiðið Stundaskráin er birt með fyrirvara um breytingar. MOSFELLINGUR kemur næst út 30. janúar aðalfundur umFus - ungmennafélagið ungir sveinar ungir sveinar og toppman 2013 Aðalfundur UMFUS fór fram undir lok síðasta árs. Þar gerðu menn sér glaðan dag sem æft hafa í karlaþrekinu hjá Elíasi Níelssyni í World Class. Þá var valinn Toppmaður ársins 2013 og varð fyrir valinu hinn geðþekki Guðmundur Jón Tómasson. mosóskokk-hópurinn að loknu síðasta hlaupi ársins M yn d/ Ra gg iÓ la Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Örugg og góð þjónusta

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.