Mosfellingur - 09.01.2014, Page 23
Íþróttir - 23
KARATEDEILD
Aftureldingar
ÆFINGATAFLA
byrjendur
mánudaga miðvikudaga föstudaga
6-10 ára 16:45-17:30 15:15-16:00
fullorðnir 20:00-21:00 20:00-21:00
Æfingatímabil: 6. janúar – júní 2014
Karatepeysa fylgir æfingagjöldum barna - fríar prufuæfingar í 2 vikur
Karateæfingar:
Yngri flokkar: Íþróttahúsið við Varmá – 18.000.- kr.
Fullorðnir: Karatesalurinn í Egilshöll – 15.000.- kr.
Framhaldshópar: Óbreyttir æfingartímar
Nánari upplýsingar: www.afturelding/karate - karate@afturelding.is
Byrjendanámskeið í
KARATE
„Get bætt við mig
nokkrum kúnnum í
fjölbreytta og skemmti-
lega einkaþjálfun“
Halla Heimis íþrótta-
og lýðheilsufræðingur
Upplýsingar:
897-0108 /halla@fmos.is
Mikið að gera
í blakdeildinni
Á síðustu sunnudagsæfingunni fyrir
jólafrí hélt blakdeild Aftureldingar Jólafjör
hjá deildinni og þar mættu iðkendur
ásamt foreldrum og systkinum og léku
sér saman. Foreldrar fengu að spreyta sig
í blakinu og fengu allir smá jólanammi,
mandarínur og piparkökur á eftir.
Mikið hefur verið um að vera hjá blak-
deildinni í haust. Í fyrsta skipti er börnum
í 1.-4. bekk boðið að iðka krakkablak
og er það í íþróttahúsinu við Lágafells-
skóla á mánudögum kl. 15:45-16:45 og á
miðvikudögum kl. 16:14-17:45 og eru allir
nýjir iðkendur velkomnir að prufa fyrstu 2
vikurnar í janúar.
Yfir 20 krakkar í 4. flokki fóru á Haust-
mót Blaksambands Íslands sem haldið
var á Akureyri í nóvember. 5 lið fóru frá
Aftureldingu og lentu 2 liðanna á palli. Á
mótinu fyrir 3. og 5. flokk átti Afturelding
5 lið og fóru 3 af þeim á pall, öll í 2. sæti í
sínum flokkum svo Afturelding getur verið
stolt af sínum blakkrökkum. Í unglinga-
landsliðunum átti félagið 3 stúlkur í U17
og eina í U19.
Á uppskeruhátíð Aftureldingar fékk
Blakdeildin Starfsbikar UMFÍ sem veittur
er fyrir gott starf deilda og er þetta í fjórða
sinn sem blakdeildin fær þennan bikar en
deildin er svo lánsöm að hafa frábæran
foreldrahóp og iðkendur. Þessi fjöldi við-
urkenninga á starfi deildarinnar hlýtur að
tákna það að blakdeildin sé ein best rekna
deildin innan Aftureldingar því einungis
eru 11 ár síðan blakdeildin byrjaði með
barna- og unglingastarf og 13 ár frá því
að hún var stofnuð og er því árangurinn
frábær á öllum sviðum.
Meistaraflokkslið karla í Mikasa deild-
inni sem er úrvalsdeildin er á sínu öðru
starfsári hefur verið að stríða öllum liðun-
um í efstu deild. Alltaf eru þeir herslumun
frá því að brjóta vítahringinn og vinna
leikina og ennþá er helmingurinn eftir af
Íslandsmótinu svo allt getur gerst.
Stúlkurnar í úrvalsdeildinni fóru hins
vegar ósigraðar inn í jólafríið og sitja einar
í efsta sæti úrvalsdeildarinnar.
Næstu leikir meistaraflokkanna verða
að Varmá 10. janúar þegar bæði liðin okk-
ar fá lið Stjörnunnar í heimsókn.
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
jólafjör
blakdeildarinnar