Mosfellingur - 09.01.2014, Qupperneq 25
Villt þú vera með í ævintýrinu?
Drekaskátar eru 8-9 ára ævintýraþyrstir
krakkar sem eru forvitin og hafa gaman af því
að reyna eitthvað nýtt með góðum vinum.
Á vorönn ætlum við í drekaskátunum
m.a. að læra að umgangast náttúruna og
reyna fyrir okkur í útieldun. Við ætlum að
búa til drekaríki þar sem við saman búum
til ævintýraheim með landslag, lög,
þjóðarrétti og fleira. Við ætlum einnig að
skella okkur á Drekaskátamót á
Úlfljótsvatni í júní.
Frekari upplýsingar og skráning:
dagga@mosverjar.is og
aevar@mosverjar.is
s. 696-5531
Skátafélagið Mosverjar
Skátastarf undirbýr einstaklinginn
fyrir lífið sjálft!
Að vera skáti er að upplifa ævintýr með vinum.
Í skátunum er enginn varamannabekkur og allir fá að
vera með. Vináttan er mikilvæg í öllu skátastarfi.
Skátastarf – hollara en hafragrautur.
Komdu með í leit að ævintýrinu.
3. bekkur
Þriðjudaga frá 16-17
4. bekkur
Þriðjudaga frá 17-18
Auglýst eftir
frAmboðum
til prófkjörs
fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í mosfellsbæ auglýsir eftir
framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninganna 2014.
prófkjörið mun fara fram laugardaginn 8. febrúar 2014.
Væntanlegir frambjóðendur skulu skila framboðum sínum til
kjörnefndar í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins að Háholti 23,
milli klukkan 19.00 og 20.00 fimmtudaginn 16. janúar n.k.
Framboð skal vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir
skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóð-
endur skulu vera búsettir í Mosfellsbæ og vera kjörgengir í næstkomandi
bæjarstjórnarkosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í
Mosfellsbæ, skulu standa skriflega að hverju framboði. Enginn flokksmaður
getur skrifað sem meðmælandi hjá fleiri en 7 frambjóðendum. Eyðublað fyrir
framboð verður hægt að nálagst á heimasíðunni mos.xd.is
Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar
öðrum frambjóðendum eftir að framboðsfresti lýkur.
Um framkvæmd prófkjörsins vísast til prófkjörsreglna Sjálfstæðisflokksins.
Með framboði skal skila mynd af frambjóðanda á tölvutæku formi og stuttu
æviágripi, sjá rafrænt eyðublað á heimasíðunni mos.xd.is.
fiJÓ‹VAKI
Kjörnefnd leggur ríka áherslu á að væntanlegir
frambjóðendur gæti hófs í kostnaði við prófkjör
mosfellsbæ, 02.12. 2013.
f.h. kjörnefndar fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ,
Kolbrún Reinholdsdóttir, formaður, gsm. 665-6149
Matráður í
Krikaskóla
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára
og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heild-
stætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið
2013-2014 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Um-
sækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans á
heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Krikaskóli er þró-
unarskóli með heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi ánægju
af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka samskipta-
hæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og eigi auðvelt
með að taka ábyrgð á sjálfum sér.
Eftirfarandi starf er laust til umsóknar:
Matráður í mötuneyti skólans. Um 100% stöðu er að ræða sem
unnin er frá kl. 8:00-16:00. Matráður Krikaskóla er sjálfstæður
í sínu starfi en tekur mið af stefnu skólans og Mosfellsbæjar
um fæði barnanna. Hann sér um gerð matseðla, innkaup til
skólans og stýrir starfi samstarfsfólks í mötuneyti og matsal.
Viðkomandi þarf að hefja störf ekki síðar en 1. mars 2014.
Hæfnikröfur:
• Matreiðslumenntun og/eða reynsla af sambærilegu starfi
• Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá
18 mánaða aldri til 9 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs
• Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands
íslenskra sveitarfélaga og STAMOS. Við hvetjum fólk af
báðum kynjum til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2014.
Áhugasömum er bent á að kynna sér heimasíðu skólans
www.krikaskoli.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á
netfangið krikaskoli[hjá]krikaskoli.is. Allar nánari upplýsingar
veitir skólastjóri Krikaskóla, Þrúður Hjelm
thrudur@krikaskoli.is eða Ágústa Óladóttir
sviðstjóri Krikaskóla agusta@krikaskoli.is
í síma 578-3400.
www.mosfellingur.is - 25