Mosfellingur - 09.01.2014, Qupperneq 28

Mosfellingur - 09.01.2014, Qupperneq 28
Enchilada með kjúklingi Í eldhúsinu Ásta Steina Jónsdóttir deildar- stjóri í Lágafellsskóla kemur hér með uppskrift að léttum, góðum og fljótlegum kjúklingarétti sem er mjög vinsæll á hennar heimili. Hann hentar einstaklega vel eftir hátíðirnar þegar reyktur og saltaður matur hefur verið í hávegum hafður. • 3-4 stk. kjúklingabringur • matarolía • 1 dós hrein jógúrt • 1 poki rifinn mozzarella ostur • 1 pk. (30 g) fajita krydd • 8 stk. tortillur • 1 dós salsasósa Ef maður vill frekar búa til sósuna sjálfur, ef maður er ekki að flýta sér :-), þá er hún svona: • 1 msk. matarolía • 1 laukur, fínsaxaður • 1 hvítlauksgeiri, fínsaxaður • 4 stk. ferskur grænn chilipipar, fræhreinsaður og fínsaxaður • 3 stk. tómatar, flysjaðir og saxaðir • 1 msk. ferskur kóríander, fínsaxaður • smá salt Hitið matarolíuna á þykkri pönnu. Steikið laukinn og hvítlaukinn fagurbrúna og hrær- ið reglulega í. Bætið í chilipipar, tómötum, kóríander og salti. Látið krauma í 15 mín eða þar til blandan þykknar og takið þá af hitanum og setjið til hliðar. Bringurnar skornar í bita og steiktar í matarolíu á pönnu og kældar aðeins. Jógúrt, osti (skilja samt nóg eftir til að strá yfir réttinn líka ) og kryddi blandað saman í skál. Köldu kjúklingakjöt- inu blandað saman við blönduna. Svo er kjúklingablöndunni skipt á tortillurnar og þær vafðar upp og settar með samskeytin niður í eldfast mót. Salsasósunni/tómathrærunni hellt yfir og restinni af mozzarella ostinum stráð yfir. Bakað í ofni við 180°C í ca. 20 mín. Borðað með góðu salati. Skora á stöllu mína, Sesselju Gunnarsdóttur, sem gerir bestu marengsköku í heimi að gefa uppskrift í næsta blaði. hjá ástu Ásta Steina skorar á Sesselju Gunnarsdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði. AfþreyingAr Mosó Þegar kemur að afþreyingu fyrir ungt fólk hefur Mosó stundum ver- ið hálf haltur bær. Auðvitað besti halti bær í heimi en nokkuð haltur engu að síður. Fyrir mann sem ólst upp á Kjuðanum, snókerstofu K. Tomm og Valla í Kjarnanum, vorkennir maður unglingum sem hafa ekkert nema anddyrið á Dom- inos og PlayStation til að drepa tímann. Nei að öllu gríni slepptu þá mætti vera meira að gera, ekki bara fyrir ungt fólk heldur yfir höfuð. Vanda- málið hefur auðvitað í gegnum tíðina verið nálægðin við Reykja- vík. Fólk sækir alla sína afþreyingu þangað: bíó, leikhús, keilu, snóker, pool, pílu og fleira í þeim dúr. Mosó stendur sig þó frábærlega í einu og það er íþróttaafþreying. Fyrir utan frábært starf Aftureld- ingar og ótrúlega fjölbreytni er að finna þó nokkra fótboltavelli, sparkvelli, körfuboltavelli, strand- blak og jafnvel hjólabrettasvæði. Ekki má gleyma hinum mjög svo aflíðandi íþróttavöllum við Var- márskóla sem eru hinn fullkomni staður til að spila hinn goðsagna- kennda leik „Ömmuna“. Það er hins vegar eitt sem sár- vantar í þessa flóru og það er folf- völlur eða frisbee-golf! Einföld og frábær afþreying. Það eru þó nokkrir staðir þar sem hægt væri að setja upp þannig völl. Hlégarð- stúnið og í kringum Varmá, Ullar- nesbrekkan og þar í kring, Reykja- lundar- og Álafosssvæðið. Sonur Mosó, Steindi Jr., sem er forfallinn folafari gæti verið verndari vallar- ins og séð um að viðhalda honum alfarið, frítt? Halli Sverris, lets do this! Mosó í landsliðið í folfi! ásgeir jóns Heyrst Hefur... ...að hestamenn hafi verið afar ósáttir við að áramótabrennan hafi verið færð niður í hesthúsahverfi. ...að svanni og Karen hafi trúlofað sig. ...að Geiri í Kjötbúðinni sjái um matinn á Þorrablóti Aftureldingar í ár. ...að svo geti farið að Afturelding leiki í 1. deild í fótboltanum í sumar ef tindastóll dregur lið sitt úr keppni. ...að Þorrablót Dalbúa verði haldið í reykjadal laugardaginn 1. febrúar. ...að blómabúðin Ný-Blóm við hliðina á Krónunni sé búin að skella í lás. ...að samfylkingin fundi um val á framboðslista í næstu viku. ...að Ágúst og María Ómars séu búin að opna skemmtistaðinn Brikk í miðbæ reykjavíkur. ...að það verði pub-quiz á Hvíta riddaranum í kvöld. ...að framsóknarmenn ætli að ákveða aðferð um val á framboðslista í næstu viku. ...að fiskbúðin Mos eigi 5 ára afmæli í dag. ...að nýja bardaga- og fimleikahúsið að Varmá verði ekki tilbúið fyrr en í vor. ...að það sé hugur í Íbúahreyfingunni að halda áfram í næstu kosningum. ...að herrakvöld Lions fari fram föstudaginn 14. febrúar. ...að ‘80 árgangurinn ætli að hittast á laugardaginn. ...að Vinstri græn ætli að stilla upp sínum lista fyrir næstu kosningar. ...að nýi framhaldsskólinn í Háholti verði vígður með pompi og prakt síðar í mánuðinum en kennsla hófst í nýju skólahúsnæði í gær. ...að sunna rún og Bjarni eigi von á barni í sumar. ...að Óli Höskulds eigi afmæli í dag. ....að mikill áhugi hafi verið meðal félaga í Gufufélagi Mosfellsbæjar fyrir auglýstri ferð til Norður-Kóreu sem íslensk ferðaskrifstofa hefur í hyggju. eftir að í ljós komið að aðeins verður dvalið í Norður-Kóreu í þrjá daga í hálfsmánaðarferð dofn- aði áhugi félagsmanna og stærstum hluta ferðarinnar varið í Kína þar sem lýðræði er félagsmönnum ekki eins hugnanlegt og í Norður-Kóreu. ...að Grýlupoppið hans Alla rúts hafi slegið við helstu stjörnum þjóðarinn- ar í topplista Grapevine yfir jólalög sem allir þurfa að hlusta á. ...að búið sé að stofna dansíþrótta- félag Mosfellsbæjar. ...að hinn öflugi fótboltamaður Paul Mcshane sem leikið hefur með Aftureldingu sé genginn til liðs við gamla félag, Keflavík. ...að Vine-félagarnir sem gerðu allt vitlaust í smáralindinni hafi fengið sér subway í Mosó á þriðjudaginn. mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...28 Árið var óvenju líflegt hjá Gufufélagi Mos- felsbæjar sem að vanda hélt aðalfund sinn eftir hádegi á gamlársdag. Fundir voru að vanda vel sóttir og mikil umfjöllun um starfið í fjölmiðlum. Vorfagnaður var hald- inn á heimili aðalritara og tókst hann með miklum ágætum þar sem félagar gæddu sér á bernessósu með grilluðu lambakjöti út í. Þar var stofnaður nýr kór eða 3-faldur kvartett og var Reykjalundakórinn lagður af skömmu síðar. Í hópmyndatöku skyggði skálkaskelfir Haraldur Sigurðson á forseta og kemur það niður á frekari frama hans innan félagsins, en hann var umsvifalaust skipaður lífvörður og skotskjöldur forseta. Skipaður í embætti áfengisfulltrúa Félagi Sigvaldi Sigurðsson stóð sig af- burðavel á liðnu ári. Hann tók gufufund fram yfir boðskap Sigmundar Davíðs og kom sér í mjúkinn við forseta með því að setjast við háborðið. Sigvaldi hefur viða- mikla reynslu í viskíneyslu og glasaglaumi. Stjórn hefur því ákveðið að skipa hann í embætti áfengisfulltrúa Gufufélagsins. Félagi Guðbjörn Sigvaldason stóðst inn- tökupróf í skötuáti með láði og samgleðj- umst við allir með honum. Hann fær hins vegar áminningu fyrir afskipti af störfum stjórnar á gufufundi á milli jóla og nýárs. Íslensk stjórnvöld hafa á liðnu ári leit- að ráða hjá félaginu og hafa nú m.a. lært hvernig kasta skal steini úr steinhúsi og notar Vigdís Hauksdóttir það óspart. Nefnd um leiðréttingu á skuldum heim- ilanna leitaði eftir aðstoð Gufufélagsins og settum við umsvifalaust okkar helsta sér- fræðing í óskiljanlega háum fjárhæðum Erling Friðgeirsson í málið og er árangur eftir því. Einnig er niðurskurðarhópur rík- isstjórnarinnar að skoða hvort hægt sé að hagræða í stjórnsýslu Íslands með því að taka upp lýðræði Gufufélagsins. Tveir félagar áttu merkisafmæli á liðnu ári og tóku þeir við hefðbundinni stóraf- mælisgjöf frá Gufufélagi Mosfellsbæjar. Þetta er þeir Friðmar Friðmarsson sem varð sextugur 7. nóvember og Birgir sem var fagnaði fimmtugsafmæli 13. desember. Nýtt erindi söngmálastjóra Forseti hélt við lýðræði fyrri ára og virti mótframboð að vettugi og situr áfram sem fastast. Þar af leiðandi var ekki kosið til stjórnar nú frekar en fyrr ár. Að vanda stýrði Guðmundur söngmála- stjóri fjöldasögn við lok aðalfundar. Sung- ið var Stóð mér úti í tunglsljósi en einnig sálmur Valdimars Briem „Nú árið er liðið”. Sérstaklega var gerður góður rómur að nýju erindi sem söngmálastjóri orti til viðbótar við sálminn. Nýja erindið er eftirfarandi: Nú göngum við brattir til gleðinnar dyr Sem gufunnar dásemdar njótum. Hún gefur til afreka golu eða byr Og geðstirða limi og liði hún smyr, svo eilífðar upprisu hljótum. Líflegt starf í Gufufélaginu á árinu • Blaðafulltrúi fær orðið Aðalfundur Gufufél­ agsins á gamlársdag

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.