Mosfellingur - 13.01.2011, Side 28

Mosfellingur - 13.01.2011, Side 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ ingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Ásgeir Anton fæddist þann 22. maí 2010 og vó 1560 gr (6 merkur) og 42 cm og Emma Björk fæddist 22.maí 2010 og vó 1940 gr (8 merkur) og 43 cm. Stóra systir heitir Bríet Björk. Foreldrar þeirra eru Svava Björk og Kristmundur Anton til heimilis í Víðigerði, Mosfellsdal. Erlín Hrefna Arnarsdóttir fæddist 13. mars 2010 kl. 23.01. Hún var 16 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru Áslaug Erlín Þorsteinsdóttir og Arnar Proppé, Arnartanga 50. Sölvi Steinn fæddist þann 1. júní 2010. Hann vó 3150 gr og var 49 cm á hæð. Foreldrar hans eru Kristjana Guðrún Guðmundsdóttir og Ingvar Þór Guðjónsson. Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ ingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ 30. nóvember 2010 fæddist þessi fallega stúlka á Akranesi. Hún vó 4355 grömm og var 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Berglind Bára Hansdóttir og Guðmundur Guð- jónsson og á hún tvo eldri bræður, Guðjón Andra og Hákon Kára. Rækjuréttur Í eldhúsinu Ferskur og góður rækjuréttur fyrir tvo 150 grömm rækjur 1 rauðlaukur skorinn smátt fersk kóríenderblöð skorin niður 3 tómatar skornir niður eitt avokadó afhýtt og skorið í teninga, 2 dl. tómatsósa Öllu hrært saman og safi út í. Lime kreist yfir og malaður pipar, allt hrært saman og látið í kæli í einn klukkutíma. Borðað jafnvel sem forréttur með ristuðu brauði Verði ykkur að góðu. hjá bryndÍsi gull af manni Ég þekki gull af manni. Sá heitir Jóhann Guðjónsson, oftar en ekki kallaður Jói Jako en vinir hans kalla hann formanninn. Jói hefur í hart nær tvo áratugi unnið óeigingjarnt starf fyrir handknattleiksdeild Afturelding- ar eða lagt félaginu lið með einum eða öðrum hætti. Hann, ásamt fleiri góðum mönnum var einn af þeim sem stóð á bakvið og setti saman eitt besta handknattleikslið sem leikið hefur á Íslandi. Liðið sem færði Aftureldingu deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitil árið 1999. Einstakt afrek í íslenskri íþróttasögu. Jói var formaður handknattleiks- deildarinnar á þessum árum og svo eftirminnilegur var hann í því starfi að hann er enn kallaður formaðurinn . Frá því að ég hóf göngu mína í meistaraflokki hefur Jói styrkt deildina með himinháum peningagjöfum. Eitt árið var hún til dæmis um fjórfalt hærri en það sem bærinn lagði til. Í ár gaf Jói meistaraflokknum búningasettin sem hann leikur í og er það ekki í fyrsta skipti. Þess utan gaf hann flokknum upphitunargallana og fjöldann allan af treyjum sem stuðningsmenn hafa fengið í sínar hendur á heimaleikjum. Jói hefur því, fyrst sem formaður handknattleiksdeildarinnar og síðar í gegnum fyrirtækið sitt Namo, sem er með vörumerkið Jako á sínum snærum, reynst Aftureldingu ómetanlegur. Í sumar var ráðinn nýr framkvæmdastjóri til Aftureldingar. Hann hafði áður starfað hjá Fram sem hefur um árabil leikið í búningum frá Errea. Eitt af fyrstu verkum þessa nýja framkvæmdarstjóra var að rifta samning við Namo (Jako) og gera samning við Errea. Er það eðlilegt? Ég spyr. Hvað finnst ykkur kæru Mosfellingar? Er það svona sem Afturelding þakkar fyrir sig? Var ekki hægt að klára núverandi samning í það minnsta? Á mínum bæ kallast þetta skítbuxnaháttur af verstu sort. Ég þekki gull af manni. Sá heitir Jóhann Guðjónsson. ásgeir jónsson Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fellingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is - Heyrst hefur...28 Heyrst Hefur... ...að Inga rún hafi eignast lítinn strák á gamlársdag. ...að Kaffi Kidda rót sé farið á hausinn eftir níu mánaða starfsemi í Mosfellsbæ. ...að forsalan á Þorrablót Aftureldingar hefjist með borðaröðun á föstudag kl. 18 á N1 í Háholti. ...að Geiri Gúllas sé búinn að opna glæsilega kjötbúð á Grensásvegi. ...að feðgarnir siggi Hansa og Arnór hafi haldið glæsilega afmælisveislu um síðustu helgi þar sem þeir fögnuðu samanlagt 60 ára afmæli. ...að Gunni Þórðar verði með tónleika á Kaffihúsinu Álafossi fimmtudags- kvöldið 27. janúar. ...að íþróttamaður Mosfellsbæjar verði kjörinn í kvöld kl. 20 að Varmá. ...að tveir nýir Mosfellingar hafi fæðst á nýársdag. ...að Nonni Bobcat hafi farið með sigur af hólmi á firnasterku borðtennis- móti rafmögnunar á dögunum. ...að Lotta og Bingi séu búinn að skíra nýjasta drenginn sinn Arnór Loga. ...að Ari Arnalds sé orðinn pabbi. ...að svo gæti farið að Ísland eigi leik á HM sama dag og Þorrablót Aftureld- ingar verður haldið. Leikurinn verður þá sýndur á breiðtjaldi ef svo fer. ...að björgunarsveitin hafi bombað nokkrum tívolíbombum beint út á ísilagðan voginn með góðum árangri við þrettándabrennuna. ...að búið sé að ráða dansara í Karlakór Kjalnesinga. ...að Árdís Ármanns hafi eignast litla stúlku fyrir jólin. ...að rúný sé nýr toppman uMfus. ...að Keli Guðbrands sé farinn í Lögregluskólann. ...að Bryndís sé hætt á Hróa Hetti og flutt til Danmerkur. ...að Hreindís ylva sé tilnefnd til leik- konu ársins hjá myndum mánaðarins og kvikmyndir.is. Kvikmyndaverð- launin verða afhent í lok janúar. ...að Gyða og Halli sé flutt austur fyrir fjall með GK gluggana með sér. ...að búið sé að ráða nýjan útibússtjóra í Íslandsbanka. ...að brotist hafi verið inn á bílaþvotta- stöðina fyrir jólin. ...að túri og saga eigi von á barni. ...að verið sé að dusta rykið af karaokegræjunum á Ásláki. ...að Grillnesti sé komið í hollustuna og farið að selja Burrito. ...að Pílus og GK sameini krafta sína með dúndurtilboðum í janúar. ...að Áslákur ætli að bjóða uppá þorramat fyrir hópa. ...að eldur hafi kviknað í sinu við skar- hólabraut á sunnudaginn, nákvæm- lega á þeim stað sem fyrirhugað er að byggja slökkvistöð. ...að Hjördís Kvaran hafi haldið glæsi- legt fertugsafmæli í Kiwanishúsinu. ...að það séu sérstakir tilboðsdagar í nýju fataversluninni Basicplus. ...að Hulda Bergrós eigi afmæli í dag. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.