Mosfellingur - 12.01.2007, Page 11

Mosfellingur - 12.01.2007, Page 11
Svampterta 125 gr. smjörlíki 155 gr. sykur 3 egg 125 gr. hveiti 1 og ½ tsk. ger 1 msk. kakó 3 msk. heitt vatn Smjörlíki og sykri hrært saman í hrærivél. Bætið einu eggi út í í einu. Þar næst er hveiti, geri og kakói bætt við. Að endingu fer vatnið út í deigið. Setjið svo deigið í tvö form. Hitið ofninn í 150 gráður og bakið í um það bil korter. Krem 50 gr. smjörlíki 100 gr. fl órsykur 1 eggjarauða Vanilludropar. „Davíð H. Svansson Ég er nú ekki vanur að streng- ja áramótaheit, gerði það nok- krum sinnum fyrir einhverjum árum en það var alltaf bara eitthvað sem var í tísku það árið eða mér fannst sniðugt að segja þá, þannig að ég féll nú bara á þeim nokkrum dögum eða vikum seinna. Svo ég reyni nú bara að hafa örlítið meira gaman en á árinu áður, Standa mig betur í því sem ég tek mér fyrir hendur og vinna fl eiri leiki en árið áður :) Það getur svo sem vel verið að ég strengi heit einhvern tímann ef þannig liggur við, og fi nnst mér fl ott að fólk geri það hvað þá standi við það, því það er alltaf gott að hafa einhver markmið og/eða hafa eitthvað að stefna að. Friðrik Karl Karlsson Ég hef gert það að vana mínum að strengja áramóta- heit, mér fi nnst mjög gaman að hafa einhver markið fyrir komandi ár og reyni að hafa þau í erfi ðari kantinum. Ég er ákafl ega stoltur yfi r því að áramótaheitin mín undanfarin ár hafa oftast tekist. Í þetta skiptið er áramótahei- tin frekar persónuleg þannig að ég mun ekki deila þeim hér eitthvað frekar. Særún Ingimundardóttir Það eru mörg ár síðan ég hætti að strengja áramóta- heit, ég stóð aldrei við þau hvort sem var. En þegar kalkúnninn er búinn, allir sprungnir úr ofáti, hundurinn kominn á róandi og restin af fjölskyldunni búinn að missa sig í að skjóta upp fl ugeldum, hlakka ég alltaf til nýs árs alveg handviss um að það verði ennþá betra en það sem er að kveðja. Síðan er alveg ómissandi að mæta á þrettándabrennu, kveðja jólin og enda í súkkulaði og kökum hjá vinum. Bestu nýárskveðjur. Sigurður Kjartansson Yfi rleitt strengi ég áramótaheit um hver áramót. Það er alltaf gaman að standa við heitin. Til dæmis ein áramótin hét ég því að fara að stunda líkamsrækt reglulega og hef ég staðið við það síðan. Reglan er reyndar sú að ljóstra ekki upp áramótaheitunum fyrirfram. Lárus Haukur Jónsson Já ég geri það og undanfarin ár hefur það reyndar alltaf verið sama heitið.Það er þan- nig að um hver áramót nota ég tækifærið og þakka fyrir hve lífi ð er dásamlegt. Ég heiti því að leyfa hinum sem því nenna að sjá um að væla. Mér fi nnst lífi ð vera of dýrmætt og tími ekki að eyða því í annað en skemmtilega hluti. Arna Dís Kristjánsdóttir og Gestur Baldursson eignuðust stúlkubarn 2. janúar Fyrsti Mosfellingur ársins 2007 11Mosfellingur Strengdir þú áramótaheit? Ljósm. Ágúst

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.