Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 19.05.2006, Blaðsíða 12
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar12 51,3% 23,8% 22,8% B D G 827 ATKVÆÐI 1787 ATKVÆÐI 792 ATKVÆÐI Leikfélagið í Borgarleikhúsinu Þann 5. maí var haldin stutt- verkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga í Borgarleikhúsinu. Hátíðin hét Margt smátt og fór fram á litla sviði Borgar- leikhússins. Þar sýndu átta aðildarfélög Bandalagsins stutt leikverk. Leikfélag Mosfellssveitar var þar í fararbroddi og voru verkin Það er frítt að tala í GSM hjá Guði eftir Pétur R. Pétursson og Maður er nefndur eftir Birgi Sigurðsson og Pétur R. Pétursson, framlög leik- félagsins til hátíðarinnar. Þessi hátíð var haldin í þriðja skiptið og þótti takast afar vel. Skáld mánaðarins og framhaldssaga Skáld mánaðarins á skolavef- urinn.is er að þessu sinni Bjarni Th orarensen. Á vefnum eru verk hans og ævisaga tekin fyrir og kynnt lesendum. Vefurinn geymir ýmislegt fl eira. Þar má nefna nýja krossgátu á hverjum föstudegi og einnig upplesna framhaldssagan Blóðhefnd. Vefurinn er sneisafullur af gagnlegum og gamansömum fróðleik. Aðgangur að vefnum kostar aðeins 1290 kr. á mánuði fyrir einstaklinga og er vel þess verðugur. Það er um að gera að athuga hvað hann hefur upp á að bjóða á vefslóðinni www. skolavefurinn.is. Sveitarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ Mosfellingur hitti fólk á förnum vegi og spurði hvað skal kjósa? Ólafur S. Rafnsson Ég ætla mér að kjósa Vinstri Græna Valgerður Magnúsdóttir Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn Sædís Gísladóttir Ég er ekki búin að ákveða það Óðinn K. Karlsson Ég ætla að kjósa Framsókn Kristín Snorradóttir Ekki ákveðin en pottþétt ekki Sjálfstæðisflokkinn Rebekka Pétursdóttir og Sara Ósk Þarf að skoða stefnumálin og taka ákvörðun út frá því Guðný Tryggvadóttir Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn Svanhildur Svavardóttir Ég er ekki búin að ákveða þessi mál Sólrún M. Jónsdóttir Ég er til vinstri í pólitíkinni Sigrún B. Jónsdóttir Ég er ekki búin að gera það upp Björgvin Guðmundsson Ég er jafnaðarmaður og kýs Sjálfstæðis- flokkinn Sveinn R. Grímannsson Ég er ekki búinn að ákveða þetta ennþá Ingibjörg Sigmarsdóttir Ég er x-D manneskja Tryggvi Þ. Júlíusson Vinstri Græna, alveg pottþétt KOSNINGAR 2002 Nú styttist í sveitarstjórnarkosningar í bæn- um og hafa frambjóðendur fl okkanna verið áberandi síðustu vikurnar í bæjarfélaginu. Flokkarnir sem bjóða fram eru fjórir að þessu sinni. Á kjörskrá eru 5004 einstaklingar og þar eru karlmenn 2486 samtals og konur eru 2518. Kjörstaðir bæjarins eru tveir, Varmárskóli og Lágafellsskóli. Þangað munu vonandi sem fl estir af þessum rúmlega 5000 manns mæta og kjósa þann fl okk sem þeim þykir ákjósan- legastur. Í síðustu kosningum voru 4321 íbúar á kjörskrá og kusu 3481 manns. Kjörsóknin var því um 81%. Listi Sjálfstæðisfl okksins fékk 1787 atkvæði, Framsókn 827 og sameiginleg ur listi Samfylkingar og Vinstri grænna fékk 792 atkvæði. Fjöldi auðra eða ógildra kjör seðla vour 75. Við þessar niðurstöður fékk Sjálf- stæðisfl okkurinn fjóra fulltrúa í bæjarstjórn, Framsókn tvo og sameiginlegur listi Samfylk- ingar og Vinstri grænna fengu einn fulltrúa. B = Listi Framsóknarfl okks D = Listi Sjálfstæðisfl okks G = Listi Samfylkingar og Vinstri grænna 4.321 Á KJÖRSKRÁ 80,6% KJÖRSÓKN Þverholt 5 - s. 566 8110 Marteinn Magnússon Nýir á lista síðan 2002 = 7 *Prósenturnar sýna hlutfall af greiddum atkvæðum 6 karlar = 42,8% 8 konur = 57,2%

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.