Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 2
HÉÐAN OG ÞAÐAN Mosfellingur - Leiðari og skemmtiefni2 Fyrirhuguð tengibraut í Helgafells- hverfi er mikið í umræðunni þessa dagana. Á miðopnu blaðsins að þessu sinni er ítarleg umfjöllun um brautina frá öllum sjónarhorn- um. Stutt og hnitmiðuð sjónarmið frá ýmsum aðilum sem að málinu koma og brautin skoðuð í kjölin jafnt á fagmannlegum sem og pólitísk- um nótum. Ætlunin er fyrst og fremst sú að leyfa bæjarbúum að fylgjast með fram- göngu mála á sem skiljan legastan hátt. Sýndar eru tölvugerðar myndir af brautinni eins og hún kemur til með að verða og eins tillögur Varmársamtakanna sem vilja láta kanna aðra kosti í stöðunni. Ég læt það því algjörlega eftir lesendum blaðsins að mynda sér skoðanir á þessu máli. Það er ekki í hverju bæjarfélagi sem 32 síðna frítt bæjarblað dettur inn um lúguna. Mosfellingur er bæjarblaðið þitt! Frjálst og óháð! Njótið. FERMINGARMYNDIN Nafn: Jón Davíð Ragnarsson „Ég fermdist 16. apríl 1987. Dag setningunni er ekki hægt að gleyma þar sem mamma á af- mæli daginn eftir. Þetta byrjaði allt í Lága fellskirkju hjá séra Birgi Ásgeirssyni. Síðan var farið í myndatöku og þar sem ung- lingabólurnar léku mig illa á þessum árum ákvað stúlkan sem tók myndirnar að farða mig í framan og var ég svo ánægður með útkomuna að ég lét þetta bara vera á allan daginn. Veislan var haldin í Golfskálanum í Grafarholti. Margar voru gjafi rnar og furðaði ég mig mikið á öll um lömpunum sem ég fékk. Ég fékk18 þúsund kall og var keyptur fyrir hann Stöðvar 2 afruglari, sem þurfti að kaupa á þessum árum og armbandsúr. Fermingardagur- inn endaði á afmælisveislu fyrir mömmu með nánustu ætt- ingjum heima á Efri-Reykjum.” Tengibraut fyrir byrjendur Kjarna, Þverholti 2 Mosfellsbæ www.fastmos.is Sími: 586 8080 EINAR PÁLL KJÆRNESTED Löggiltur fasteignasali Miðholt – 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 82,4 m2, 3ja herbergja endaíbúð í 11 íbúða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin er mjög björt og vel um gengin – baðherbergi m/kari, 2 fín svefnherbergi, stór stofa/borðstofa og eldhús inn af stofu. Svalir í suðurátt og stutt í alla þjónustu. Þetta er björt og rúmgóð íbúð á hagstæðu verði. Verð kr. 17,8 m. Leirutangi – jarðhæð *NÝTT Á SKRÁ* 92 m2 neðri hæð með sérinngangi og sérgarði í litlu fjórbýli á barnvænum stað. Gott hjónaherbergi, eldhús með borðkrók, góð stofa, baðherbergi með kari, tvö herbergi og geymsla/þvottahús. Hluti íbúðarinnar er gluggalaus. Þetta er vel staðsett eign á barnvænum stað. Verð kr. 17,8 m. Blikahöfði – 3ja herb + bílsk Falleg og vel skipulögð 84,6 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli ásamt 29,2 m2 bílskúr í góðu fjölbýlishúsi við Blikahöfða í Mosfellsbæ. Björt stofa, eldhús með kirsuberja innréttingu, sér þvottahús, sjónvarpshol, 2 herbergi og baðherbergi m/kari. Bílskúrinn er draumur dótakarlsins. Verð kr. 22,8 m. Leirutangi – 92 m2 jarðhæð 92 m2 neðri hæð í fjórbýlishúsi í grónu og barnvænu hver í Mosfellsbæ. Góð aðkoma er að íbúðinni og stór sérgarður. Stofan er björt og rúmgóð, eldhús með borðkrók, gott svefnherbergi, baðherbergi m/kari, þvottahús/ geymsla og stórt herbergi. Verð kr. 17,8 m. Lindarbyggð – Glæsilegt parhús Til sölu mjög glæsilegt 177,1 m2 parhús á einni hæð á fallegum stað í lokuðum botnlanga í Lindarbyggð í Mosfellsbæ. Húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni, arkitekt og mjög bjart og rúmgott. Stór stofa með góðri lofthæð og borðstofa við hlið eldhúss. 4 góð svefnherbergi, sjónvarpshol og glæsilegt baðherbergi. Bílskýli hefur verið lokað af og gæti vel nýst sem t.d. unglingaherbergi. Fallegur suðurgarður og hellulagt bílaplan. Þessar eignir eru sjaldséðar á fasteignasölum. Verð kr. 41,8 m. Arnartangi – 174,2 m2 einbýlish. Mjög fallegt og aðlaðandi 138,6 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 35,6 m2 bílskúr á mjög fallegri hornlóð með timburveröndum. Þetta er hentugt skipulag, svefnherbergi eru aðskilin frá stofu og borðstofu og eldhús tengt svefnálmu. Stórt hellulagt bílaplan fyrir framan húsið og tvær timburverandir í suðurátt. **Verð kr. 39,9 m.** Furubyggð – 107 m2 endaraðhús 107,2 m2 endaraðhús með stórum suðurgarði í fallegri og gróinni götu. Í húsinu eru tvö rúmgóð svefnherbergi,  ísalagt baðherbergi m/kari og sturtu, eldhús m/borðkrók og stór stofa og sólstofa (nú notuð sem 3ja svefnherbergið). Hellulagt bílaplan með snjóbræðslu og stór og skjósæll suðurgarður. Verð kr. 28,9 m. Þrastarhöfði – 3ja herb. Hlíðarás – 408 m2 tækifæri Til sölu eitt stærsta einbýlishúsið í Mosfellsbæ. Húsið er samtals 408 m2 á tveimur hæðum, með tvöföldum bílskúr. Húsið býður upp á mikla möguleika, m.a. væri hægt að innrétta 2-3 íbúðarrými (ósamþykkt) á neðri hæð, og halda eftir stórri efri sérhæð með bílskúr. Húsið stendur neðst í Ásahver nu með miklu útsýni til suðvesturs, út á Leirvoginn og að Esjunni. Verð 139.700 kr. pr. m2. Verð kr. 57,0 m. Grenibyggð – 164 m2 raðhús Fallegt raðhús á tveimur hæðum auk risherbergis og bílskúrs í grónu og friðsælu hver í Mosfellsbæ. Stofa, borðstofa, eldhús, þvottahús og gestasalerni á jarðhæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol á 2. hæð og opið risherbergi. Opnar svalir í suðvestur/norðvestur, falleg timburverönd í suðvestur út frá stofu og gott hellulagt bílaplan. Húsið er nýmálað að utan. **Verð kr. 37,2 m.** Tröllateigur 141-150 m2 íbúðir *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá í sölu fjórar 141-150 m2 íbúðir í nýju fjórbýlishúsi í byggingu við Tröllateig 41 í Mosfellsbæ. Húsið er eitt síðustu húsa í nýju hver sem er að rísa við miðbæð Mosfellsbæjar. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttasvæði. Íbúðirnar eru 4ra – 5 herbergja og afhendast fullbúnar með innréttingum, en án gólfefna, þó verður baðherbergi og þvottahús  ísalagt. Íbúðirnar verða afhentar í apríl 2007. Verð frá kr. 28,5 – 32,5 m. Smábýli 5 - Kjalarnesi *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá ca. 5,5 hektara lóð undir einbýlishús á fallegum útsýnisstað í jaðri Esjunnar. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja hafa rúmt í kringum sig, en þó í aðeins 10 mínútna fjarlægð frá allri þjónustu. Verð kr. 27,0 m. Hulduhlíð – 4ra herb. *NÝTT Á SKRÁ* 93 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í 4ra íbúða Permaformhúsi við Hulduhlíð í Mosfellsbæ. Jatoba parket er á stofu, gangi og 3 svefnherbergjum,  ísar á forstofu, en dúkur á eldhúsi og baði. Sa- meiginleg lóð er afgirt og gönguleið að húsi hellulögð. Þetta er falleg íbúð á frábærum stað, sérstaklega fyrir barnafólk. Verð aðeins kr. 21,4 m. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilega, 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð við Þrastarhöfða 4-6 í Mosfellsbæ ásamt bílastæði í bílakjallara. Íbúðin er vönduð í alla staði með eikarparketi og  ísum á gólfum. Fallegar eikainnréttingar í eldhúsi og stór glersturtukle á baði. Mjög stór stofa er í íbúðinni og vel mögulegt er að bæta við 3ja svefnherberginu. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni út á Sundin. Verð kr. 24,9 m. MOSFELLINGUR mosfellingur@mosfellingur.is www.mosfellingur.is Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Útgefandi: Mosfellingur ehf. Álafossvegi 18, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamenn: Ágúst B. Linn og Ruth Örnólfsdóttir Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Ljósmyndari: Magnús Már Haraldsson Prentun: Prentmet, prentað í 3300 eintökum og dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Hilmar Gunnarsson, ritstjóri hans Jónda www.isfugl.is Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU... ...þegar Álafosskvosin var að bygg- jast upp. Eins og sést á myndinni hefur ásýnd Kvosarinnar breyst talsvert frá þessum tíma.Gamla stóra verksmiðjuhúsið er ekki komið til sög unnar og Álafoss föt bezt húsið ekki heldur. En litla húsið fremst til vinstri stendur enn í dag en það var löngum kallað Ástarkot, en þar byggðu og bjuggu um tíma Ásbjörn Sigurjónsson fyrrum forstjóri og kona hans Ingunn Finnbogadótt ir. Eins stendur enn fremsta húsið á myndinni sem var á sínum tíma einskonar verbúð fyrir verkamenn Álafossverksmiðjanna. Eins og sést á myndinni er fjöldi fólks í brekkunni sem enn ber þess merki að hafa verið einskonar áhorfendapallar. Myndin er tekin í Álafosskvos á 17. júní í kringum 1920.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.