Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 16
Mosfellingur - Tengibraut við Helgafellshverfi skoðuð frá öllum hliðum16 Tenging Helgafells- hverfi s frá Vesturlands- vegi meðfram Varmá og Brekkulandi hefur verið á aðalskipulagi bæjarins frá því að það var fyrst gert árið 1983. Skipulagið hefur verið endurskoðað tvisvar síðan árin 1994 og 2002 með tengingu Helgafells- hverfi s á þessum stað. Upphafl ega var einnig gert ráð fyrir tengivegi í hverfi ð austan við Álafosskvos með brú yfi r Varmá fyrir ofan Álafossinn. Gert var sérstakt umhverfi sskipulag fyrir Varmársvæðið á árunum 1997- 8 og var þá lagt til að sá tengivegur félli brott af umhverfi sástæðum. Þegar endurskoðað aðalskipulag var síðan auglýst árið 2002 var þessi vegur austan við kvosina felld- ur út sem tengivegur. Því eru það umhverfi ssjónarmið sem vega mjög þungt við staðsetningu þessa vegar frá Vesturlandsvegi, meðfram Varmá og í hverfi ð. Leitun er að skipulagsverkefni í bæj- arfélaginu sem fengið hefur eins mikla umfjöllun og kyn- ningu meðal íbúa og þetta verkefni. Unnið hefur verið ötullega að út- færslu þessa vegar undanfarin miss- eri og lág fyrir í vor tillaga unnin í samvinnu bæjarins og Helgafells- bygginga h.f.. Að þeirri vinnu komu fjölmargir aðilar, svo sem sérfræðing- ar í hljóðútreikningum, hljóðvörn- um, umhverfi ssérfræðing ar og landslagsarkitektar svo eitt hvað sé nefnt. Efnt var til sérstakrar kynn- ingar á þessari útfærslu meðal íbúa og hagsmunaaðila. Síðan í vor hafa sérfræðingar haldið áfram að vinna að endurbótum á þessari lausn, því miður án fulltrúa aðila í Ála- fosskvos, en þeir aðilar hafa ekki viljað koma beint að þessari vinnu eins og boðið var upp á með bókun skipulags nefndar frá því í vor og bréfi bæjarverkfræðings þar um. Þessi útfærsla er að mati allra þeirra fjölmörgu sem að þessari vinnu hafa komið orðin mjög ásættanlega niðurstaða og ljóst að vegurinn fer eins vel í landinu og kostur er og hef- ur sem minnst áhrif á umhverfi sitt. Haraldur Sverrisson Formaður bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar Mjög vel undirbúin framkvæmd Núverandi aðstæður í Álafosskvos Tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri Helgafellsbraut ásamt hleðsluvegg. Gamli Álafoss til vinstri á myndinni, einbýli við Brekkuland ber við Brekkuásinn. Lega Helgafellsbrautar sett inn á myndina, hljóðmön Kvosarmegin er ekki sýnd á myndinni. Gylfi Guðjónsson arkitekt: Megindrættirnir í gatnakerfi Mosfellsbæjar, þ. á. m. tengibrautin við Álafosskvos voru fyrst settir fram í hugmyndasam- keppni um aðal- skipulag Mos- fellshrepps sem fram fór 1978. Hér er um að ræða heildstætt tengi- brautakerfi , eins konar lífæð þétt- býlisins, sem tengir saman byggðina í Mosfellsbæ. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir að meginaðkoma að Helgafells hverfi verði eftir um- ræddum vegi um Kvosina. Á þeim tæpum þrjátíu árum sem liðin eru, hefur lega vegarins verið staðfest í aðalskipulagi Mos- fellshrepps 1983 svo og í endur- skoðun aðalskipulags 1994 og nú síðast í endurskoðun aðalskipul- ags 2003. Í öllum tilvikum hefur tengibrauta kerfi ð fengið efnislega umfjöllun í bæjarkerfi nu og all ir stjórnmálafl okkar í bæjar stjórn hafa komið að málinu og staðið að samþykkt aðalskipulagsins, þ. á. m. legu vegarins. Tengibrautin hefur ætíð fengið ítarlega kynningu í bæj- arfélaginu og skipulagsferlið og ák- varðanataka verið í fullu samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Í það minnsta tvö virt ráðgjafa- fyrirtæki í umferðarmálum hafa sérstaklega yfi rfarið umferðarkerfi ð í tengslum við aðalskipulagsgerð Tengibraut við Helgafellshverfi skoðuð frá öllum hliðum á umræddu tímabili.Aðstæður til veg arlagningar í Kvosinni eru þröng- ar. Þær hafa hins vegar verið taldar ásættanlegar, enda ætíð verið gert ráð fyrir mótvægisaðgerðum vegna aðlögunar í landi og hljóðvistar eins og algengt er í tilvikum sem þess- um. Nú er það svo að fæstir vilja um- ferðargötur nærri heimilum sínum eða vinnustað. Þó er jafnljóst að umferðarkerfi ð er mikilvægur hluti þéttbýlisskipulags og án þess geta engin hverfi orðið til. Tengibrautin við Álafosskvos er í raun tæplega 600 m. langur veg- arspotti með daglegri umferð sem samsvarar umferð um Hofsvalla- götu eða Álfheima í Reykjavík svo tekin séu dæmi sem fl estir þekkja. Um er að ræða veg, sem felldur verður af varfærni að viðkvæmum aðstæðum í Kvosinni og mun nán- ast einungis þjóna nýju byggðinni í Helgafellshverfi sem í framtíðinni verður eitt glæsileg asta íbúðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu með um 3000 íbúum. Ég er þess fullviss, að umrædd vegatenging verður í framtíðinni eðlilegur hluti af fallegu umhverfi Álafosskvosar. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. vann að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 1992-2012 og 2002-2024 svo og rammaskipulagi Helgafellshver- fi s 2005 í samráði við skipulagsnefnd og tæknideild bæjarins. Nokkrar staðreyndir og hugleiðingar um veginn um Álafosskvos

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.