Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 ELDRI BORGARAR Fatahönnun í Bólinu Föstudagskvöldið 20. október var undankeppni Stíls haldin í Bólinu. Stíll er fatahönnunar-, hár- og förðunarkeppni Sam- taka félagsmiðstöðva (SAMFÉS) sem haldin er árlega. Þemað í keppninni þetta árið er Móðir jörð og tóku þrjú lið þátt með fjórar flíkur. Félagsmiðstöðin var pökkuð af áhorfendum þetta kvöld og stemmingin gríðar- leg. Sigurvegarar keppninnar voru Hanna Lilja, Hildur og Lovísa Kristjánsdóttir og munu þær keppa fyrir hönd Bólsins í aðalkeppninni sem verður haldin þann 18. nóvember í Kópavogi. Bólið stefnir á að mæta með fulla rútu á svæðið og hvetur alla unglinga Bólsins til að mæta. WWW.BJARNIBEN.IS Í prófkjörinu þann 11. nóvember næstkomandi veljum við þá sem munu skipa sveit okkar fyrir kosningarnar í vor. Ég skora á ykkur að taka þátt í þessu prófkjöri og tryggja flokknum trausta forystu í komandi alþingiskosningum. Okkar bíða brýn verkefni á mörgum sviðum samfélagsins. Við úrlausn þeirra skiptir miklu að sjálfstæðisstefnan varði veginn. Á grundvelli hennar hefur tekist að bæta lífskjörin, byggja upp öflugt atvinnulíf og framsækið velferðarkerfi. Ég sækist eftir auknum áhrifum í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 2. sæti listans í prófkjörinu. Ég heiti á sjálfstæðisfólk í kjördæminu að veita mér stuðning. KÆRU SJÁLFSTÆÐISMENN Kosningaskrifstofan er á Garðatorgi 7. Opið frá 16:00-20:00 virka daga og frá 10:00-16:00 um helgar. Sími: 860-0418 Opið hús - menningarkvöld Fyrsta opna húsið/menningarkvöld FaMos, Félags aldraðra í Mosfellsbæ, verður mánudagskvöldið 13. nóvember í Safn- aðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3 og hefst klukkan 20. Aðgangur er ókeypis en baukurinn Kaffisjóður mun skipa öndvegi á kaffiborðinu. Þórunn Erla Valdimarsdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, kynnir nýútkomna bók sína um Matthías Jochumson og les úr henni. Sr. Matthías fór víða á æviskeiði sínu og kom meðal annars við í Mosfellssveit. Opið hús/menningarkvöld FaMos er öllum opið og eru félagsmenn FaMos hvattir til að taka með sér gesti. Allir sem orðnir eru 60 ára eru boðnir velkomnir til þátttöku í FaMos. Basar og kaffisala Félagsstarf eldri borgara verður með basar og kaffisölu í Dvalarh. Hlaðhömrum, laugardaginn 25. nóv. kl. 13.30-16. Félagsstarfið og Félag eldri borgara í Mosfellsbæ verður með jólafagnað í Hlégarði fimmtudaginn 7. des. kl. 19. Jólahlaðborð, söngur, leikþáttur, happdrætti og dans. Miðasala er hjá Svanhildi frá 14. nóv. í Dvalarh. Hlaðhömrum e.h. sími 586-8014 og 692-0814. Gildran spilar í Lágafellskirkju Hljómsveitin Gildran kemur fram í messu í Lágafellskirkju á sunnudaginn kemur. Að sögn þeirra félaga er þetta að frum- kvæði Jónasar Þóris organista og kórstjórnanda. Félagarnir munu leika eigin lög ásamt því að taka þátt í fluttningi annarra laga undir stjórn Jónasar í mes- sunni. Gildran er skipuð: Birgi Haraldssyni, Sigurgeiri Sigmunds- syni og Karli Tómassyni og með þeim leikur að þessu sinni sem oft áður Jóhann Ásmundsson bassaleikari Mezzoforte. Leikbær opnar sína 8. verslun í verslunarkjarnanum í Háholti í dag 10. nóvember. Af því tilefni er gefin 8% afsláttur af öllum vörum í öl- lum verslunum Leikbæjar. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir séða að gera jóla- gjafainnkaupin því jólavaran var að skríða í hús auk þess sem fólki gefst þá tækifæri til þess að líta flottustu leikfangaverslun landsins berum au- gum” sagði Elías Þorvarðarson bæ- jarstjóri Leikbæjar þegar blaðamaður Mosfellings ræddi við hann af þessu tilefni. Leikbær rekur fyrir verslanir í Reykjavík, á Selfossi, í Hafnarfirði og Reykjanesbæ en verslunin í Mos- fellsbæ verður ein af þeim stærri og mun vöruúrvalið verða einstak- lega mikið. Mosfellingar eiga ekki að þurfa að leita í önnur bæjarfélög þegar afmæli eða önnur skemmtileg tækifæri ber að garði. „Mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag og við í Leikbæ höfum lengi horft til Mos- fellsbæjar með samrunahugmyndir í huga og vonandi verður þetta fyrsta skrefið í þá átt.” sagði Elías að lokum. Leikbær opnar í dag Ragnheiður og Bryndís opnuðu kosningaskrifstofur sínar á dögunum Myndir frá kosningaskrifstofum Ljósmyndir : Ólína Kr. Margeirsdóttir og Guðmundur Sigurðsson

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.