Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 12
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar12 MOSFELLINGUR Fjölskylduhagir? Ég er giftur Birgittu Magnúsdóttur og við eigum saman dótturina Benediktu 5.ára og hundinn Mýslu. Hvernig kom sú hugmynd upp að stofna hjólbarðaverkstæði? Ég hafði starfað á hjólbarðaverkstæði í 14 ár og það var búið að vera draumur minn lengi að stofna mitt eigið fyrirtæki og árið 1991 kom svo rétti tímapunkturinn og maður lét verða að því ......! Hvernig hefur reksturinn gengið? Mjög vel í alla staði og við höfum verið heppin með starfsfólk sem hefur starfað lengi hjá fyrirtækinu. Hafa Mosfellingar verið duglegir að sækja til ykkar þjónustuna? Já mjög svo og jafnframt kjalnesingar, kjós- verjar, þingvallasveitin og landsbyg- gðin öll, meira að segja brottfl uttir Mosfellingar leggja leið sýna hingað. Er þjónusta hjá ykkur fyrir utan hins hefðbundna vinnutíma? Já við erum með þjónustu allan sólarhring- inn og erum með sérútbúin bíl í það. Hvað starfa hjá ykkur margir starfs- menn? 11 manns Hverjir eru eigendur að fyrirtækinu í dag? BNT sem á m.a. Bílanaust. Hver eru þín helstu áhugamál? Hestamennskan á hug minn allan og hef ég stundað hana ansi lengi. Ég hef verið í mótorhjólaklúbbnum Sniglunum síðan 1985 og er að rifja upp gamla takta á Harley Davidson sem við hjónin eigum,einnig hef ég stundað skotveiði af og til. Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri? Ég vil þakka Mos- fellingum og nærsveitungum fyrir ánægjuleg viðskipti í gegnum árin og ókomin ár. ruth@mosfellingur á tímamótum „Mosfellingurinn“ að þessu sinni er Dagur Benónýsson sem stofnaði Bæjardekk í júní 1991 ásamt eiginkonu sinni Birgittu Magnúsdóttur, nú hafa þau hjónin selt fyrirtækið en eru jafn- framt hluthafar og sjá áfram um daglegan rekstur. DAGUR Dagur Benónýsson hefur rekið Bæjardekk í 15 ár Birgitta og Dagur á góðri stund í San Fransisco Varmársamtökin Íbúaþing og aðalfundur Hvernig vilt þú sjá Mosfellsbæ fyrir þér í framtíðinni? - er yfi rskrift íbúaþings sem Varmársamtökin standa fyrir í Þrúðvangi í Álafosskvos laugardaginn 18. nóvember nk. Hefst dagskráin kl. 13.15 með göngu um Varm- ársvæðið í fylgd Bryndísar Schram og Gunnlaugs B. Ólafssonar. Að lokinni göngu kl. 14 verða framsöguerindi og umræður um Mosfellsbæ, sem heilsulind og sóknarfæri sveitarfélagsins í tengslum við jarðhita, ferðaþjónustu, útivist og menntun. Í lok þingsins verður haldinn fyrsti aðalfundur Varmársamtakanna. Allir velkomnir ! Varmársamtökin Benedikta og Mýsla Dagur ásamt stóru systur sinni og tveimur litlum frænkum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.