Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 10.11.2006, Blaðsíða 20
Fyrir réttum tveimur árum festi sonur minn kaup á torfæru mótorhjóli fyrir pening sem hann fékk í ferming- argjöf. Ekki leist fjölskyldunni of vel á tiltækið þar sem okkur hafði verið sagt að í þessu sporti væru eingöngu sérlunduð rustamenni sem hefðu það eitt að markmiði að valda sem mestum leiðindum fyrir okkur hin ásamt og því að vaða með hávaða og látum yfi r ósnortið land á hjólunum. Mér er það minnisstætt þegar við fórum með þennan rétt nýfermda dreng upp í námur þær í Mosfellsbæ sem enn eru kenndar við Björn nokkurn í Fitjakoti. Er við komum þar og bösluðum nýfengnu hjóli af bílnum, komu nokkrir hjólamenn þar að. Er þeir sáu að þarna var á ferð fólk sem hafði minni en enga reynslu af þessum tvíhjóla torfærutækjum komu þeir að máli við okkur og leiðbeindu á alla lund. Þegar kom að akstri sonarins þá sögðu þessir sömu menn að best væri að fara og leyfa honum að keyra fyrstu metrana í friði því að ekkert væri verra en áhorfendur að horfa á fyrstu kynni hans af hörðum lending- um og föllum. Allan tímann síðan hefur það verið reynsla mín og okkar allra að allir í þessu mótorhjólasporti eru alltaf tilbúnir að hjálpa hver öðrum og aldrei hef ég kynnst því að menn hæðist að getu eða færni annarra, ólíkt ýmsum öðrum íþróttagreinum sem ég hef einhverja reynslu af sjálf- ur eða í gegn um aðra. Þess má geta að á þessum tveim árum hefur fjölskyldan kynnst hreint frábæru fólki bæði á keppnum og við leik, og er það reynsla okkar að hér sé um sannkallað fjölskyldusport að ræða. Kemur þá að efni því sem grein þessi fjallar raunverulega um Þann 03.11 var boðað til fundar með mótorhjólamönnum í Mos- fellsbæ. Var mér sagt frá því að þrátt fyrir sex ára fundarhöld og ótalmörg loforð í aðdraganda prófkjöra hefði öllum óskum félaga minna í MOTO- MOS (Mótorhjólaklúbb Mosfellsbæj- ar) um land undir lokaða braut fyrir motocross verið hafnað. Það sem kom mér mest á óvart var svar Mosfellsbæjar. Það var fólgið í fjögurra línu tölvupósti frá einhverri frú Hansen hjá Mosfellsbæ þess efnis að ekki væri hægt að leyfa okkur að búa til braut í landi Mosfellsbæjar, í áður umræddum Fitjakotsgryfjum, vegna þess að Ístak sem er verk- takafyrirtæki í Reykjavík vildi ekki hafa okkur í nágrenni við nýfengið land sem þeir keyptu og hugsa fyrir iðnaðarbyggð. En eins og Mosfelling- ar kannski vita hefur umrætt verk- takafyrirtæki ákveðið að byggja upp iðnaðarhverfi á melunum fyrir ofan Leirvogstungu. Allt þetta var gert án þess að gera hina minnstu tilraun til þess að fi nna annað landsvæði fyrir MOTOMOS sem er fullgilt íþrótta- félag innan UMSK og ÍSÍ rétt eins og Afturelding o.fl . Það sem ég skil ekki, eftir það sem ég hef fræðst um, sem hefur komið fram í öllum þeim viðræðum sem hafa farið á milli mótorhjólamanna og ráðamanna í Mosfellsbæ er eftir- farandi. ● Af hverju vill Mosfellsbær ekkert gera fyrir eitt af íþróttafélögum Mosfellsbæjar? ● Hvers vegna er eftir sex ára viðræður svarað með fjögurra línu tölvupósti þar sem eina skýringin eru mótbárur verktakafyrirtækis í Reykja vík ? ● Hver er ástæða þess að for- ráðamönnum Mosfellsbæjar fi nnst iðkun þeirrar íþróttar sem hér um ræðir vera minna virði en aðrar íþrótt ir ? Þess skal getið að við laus lega talningu á iðkendum þeirrar íþrótt- ar sem hér um ræðir telst mér til að fjöldi þeirra sem eru verulega virkir í Mosfellsbæ séu a.m.k. 70 og tengdir séu nálægt 300 talsins. Eftir sömu lauslegu talningu telst mér til að ekkert íþróttafélag í einstaklingsíþrótt í Mosfellsbæ eigi jafn marga félaga sem hafa unnið til verðlauna í sinni íþróttagrein eins og MOTOMOS. Þetta hafa allir þess ir menn gert án nokkurs stuðnings frá bæjarfélaginu ólíkt öðrum íþrótta- greinum. Að öllu þessu skrifuðu vil ég óska eftir stuðningi Mosfellinga við það baráttumál íþróttafélagsins Moto- Mos að fá landsvæði undir starfsemi sína og að iðkendum íþróttarinnar verði gert kleift að stunda æfi ngar og undir búning undir áframhaldandi sigra í þessari erfi ðu íþróttagrein, bæjarfélaginu og sjálfum sér til frægðar og sóma. Elías Pétursson Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar20 Mismunun íþróttagreina Valgerður og Helga Erna og Jón fengu heiðursverðlaun frá Mosfellsbæ fyrir vel unnin störf. Með þeim á myndinni er Ragnheiður bæjarstjóri Kalli, Jónas, Siggi og Jón voru alsælir á árshátíðinni, enda heppnaðist hún í alla staði mjög vel Gunnhildur og Elín taka lagið Hlégarður var þéttsetinn Sólveg og Magnús að ræða málin Sigga, Óskar og Valgerður voru að sjálfsögðu mætt í sínu fínasta pússi ÁRSHÁTÍÐ MOSFELLSBÆJAR Atlarnir þrír í Bólinu Forsetafrúin og Bæjarstýran Bergdís, Elín Lóa og Berglind

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.