Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 18

Litli Bergþór - 01.12.2014, Page 18
18 Litli-Bergþór Kæru sveitungar. Það hefur farið vel af stað starfið í Álfaborg í ár, þrátt fyrir ýmsar breytingar. Nýr skólastjóri hefur lagt áherslu á að kynnast samfélaginu, börnum og foreldrum, sem tilheyrir Álfaborg. Ég upplifi samhug á meðal allra um að halda áfram með það góða starf sem er unnið í leikskólanum, sem bæði innra og ytra mat leikskólans staðfestir. Það frelsi sem náttúran hefur upp á að bjóða í nærumhverfi leikskólans er ævintýranlegt og börnin læra hvað mest á því að uppgötva og sjá hversu margt er hægt að rannsaka hér. Við getum verið stolt af því að eiga slíkt námsumhverfi. Álfaborg tók í fyrsta sinn nú í haust á móti eins árs gömlum börnum. Hefur það gengið vonum framar og er frábært að fylgjast með forvitnum og móttækilegum einstaklingum á sínu fyrsta aldursári fylgja starfi leikskólans. Hópastarfið í leikskólanum er farið af stað og var ákveðið að nefna aldurshópa leikskólans eftir trjágróðri. Okkur fannst tilvalið að nefna hópana eftir trjátegundum þar sem gróðurinn er áberandi í sveitarfélaginu. Það verður gaman að sjá hvernig það kemur út í lok vetrarstarfsins og hversu mikil áhrif gróður og náttúra hafa á þemaverkefni barnanna í vetur. Mig langar að nýta tækifærið og þakka góða kynningu, það verður spennandi og gaman að fá að tilheyra samfélaginu og takast á við skemmtileg verkefni. Með kveðju Elfa Birkisdóttir, leikskólastjóri Álfaborgar. Adda Sóley, Katrín María, Magnús Rúnar, Emelía, Dísa Ósk einbeitt að smíða í útiveru. Dísa Ósk, Samúel, kennarinn Sigga Ósk, Nökkvi , Ignacy Rúnar kríta á stéttina í góða veðrinu. Skemmtilegt að drullumalla. Halldóra Björk, Vigdís Fjóla, Katrín María, og Ella Sóley. Benjamín Óli og Katla í skemmtilegum leik. Álfaborg

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.