Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 6
6 Litli-Bergþór Ritstjórnargrein Bláskógaskóli er heildstæður grunnskóli, þar sem nemendur eiga þess kost að stunda nám sitt í vistlegu og hlýlegu umhverfi. Skólasamfélagið er traust og mikill vilji til þess að skapa gott samband á milli skóla og heimila. Grunnskóli Bláskógabyggðar tekur til starfa 1. ágúst 2003 en áður voru starfandi tveir aðskildir skólar Reykholtsskóli í Biskupstungum og Grunnskólinn að Laugarvatni. Nafni skólans var síðan breytt árið 2013 í Bláskógaskóli. Árið 2015 voru skólarnir aftur aðskildir þ.e. Bláskógaskóli í Reykholti og Bláskógaskóli að Laugarvatni. Vefur Bláskógabyggðar Við getum flest verið sammála um, að það er mikilvægt hverju sveitarfélagi að reka skóla, sem stuðla að alhliða þroska nemenda fyrstu, um það bil, fimmtán ár ævinnar. Við setjum mikla ábyrgð á þessar stofnanir og væntum þess að þær fylgi þeirri stefnu sem þeim er ætlað að starfa eftir, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi á öllum þeim sviðum sem skólanum ber að sinna. Í sveitarfélaginu eru reknir tveir leikskólar, í Reykholti og að Laugarvatni. Þá rekur sveitarfélagið einn skóla, Bláskógaskóla sem hefur tvær starfsstöðvar að Laugarvatni og Reykholti. Vilji sveitarfélagsins hefur verið og er að reka öfluga skóla þar sem metnaður og gleði er ríkjandi. Árangur í námi næst þar sem samskipti heimila og skóla eru góð og stjórnun og skipulag skýrt. Við skorum á alla að vinna að því markmiði. Vefur Bláskógabyggðar Ekki verður hér fjallað um þær vendingar sem hafa verið í skólamálum í sveitarfélaginu síðan þrjú sveitarfélög sameinuðust og urðu að Bláskógabyggð 2002. Þar hafa komið fram nokkrir hnökrar og nú er skólamálunum háttað eins og að ofan greinir. Það er verkefni og á ábyrgð skólanefndar í umboði sveitarstjórnar að fylgjast með skólastarfinu, kalla eftir upplýsingum úr skólunum, ekki síst með skýrslum um innra mat og skólastarfið að öðru leyti. Foreldrar eiga að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um skólastarfið gegnum opinberar vefsíður skólanna. Hér er tvennt gert að umtalsefni, annarsvegar breytingar á starfi grunnskólans vegna styttingar framhaldsskólans og hinsvegar félagslegar aðstæður, sérstaklega barna á unglingastigi. Í tilviki skóla eins og Bláskógaskóla eru þessir tveir þættir samtvinnaðir. Nú eru alls 28 nemendur í þrem efstu bekkjum Bláskógaskóla, eða að meðaltali 9 nemendur í hverjum árgangi. Í þessum bekkjum er um að ræða, eðli máls samkvæmt, umtalsverða samkennslu bekkja, ekki síst vegna þess að nám og kennsla þessara nemenda fer fram að stórum hluta á tveim stöðum. Með því að stytta framhaldsskólanám úr fjórum árum í þrjú, án þess að það hafi áhrif á hæfni þeirra sem ljúka námi í framhaldsskólum til að takast á við framhaldsnám af einhverju tagi, er gert ráð fyrir að talsverður hluti náms þess eina árs sem skorið er af framhaldsskólanum, flytjist til grunnskólans. Jafnframt breytist mat á náminu þannig, að nú byggir það að stórum hluta á hæfni fremur en þekkingu. Með styttingunni varð það hlutverk grunnskólans að sinna kennslu í þeim áföngum í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði, sem áður voru kenndir á fyrstu önninni í framhaldsskólum. „Ekki fór ég í skóla og efast þó enginn um gáfurnar“

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.