Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 36

Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 36
36 Litli-Bergþór Raflagnir - Viðgerðir Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að við sækjum um öll leyfi fyrir heim- taug að sumarhúsum og lagningu raflagna Heimasími: 486 8845 Verkstæði: 486 8984 GSM: 893 7101 Það var strax ljóst að það þurfti að útbúa klósett- og eldunaraðstöðu fyrir fólkið sem gisti í kúlunum, og var það hús tekið í notkun nú í byrjun október. Til að byrja með var notast við ferðaklósett. En hvernig líkar ykkur hjónum við þennan kúlu- búskap? Í þessum búskap er það nú aðallega ég sem er verktaki í vinnu hjá „Flotferðum“ Róberts segir Sigga Jóna. Og eins og þetta hefur verið í haust er þetta orðin ansi mikil binding, enda fullbókað og flestir gista aðeins eina nótt. Kúlubúskapur er ekki betri en kúabúskapur að því leyti. En nú stendur til að koma upp sjálfsafgreiðslukerfi með lyklana og senda þvottinn í þvottahús, sem verður til mikilla bóta. Og svo kemur hann Peter, ungverski nuddarinn, núna í miðri viku og býr um rúmin. Það hafa auðvitað verið ýmsir byrjunarörðugleik- ar, eins og t.d. í sambandi við hitann og blásturinn. Sumum finnst of heitt öðrum of kalt. Asíubúar eru ekki vanir því að nota þykkar sængur og það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að við erum vakin um miðja nótt af fólki, sem ekki getur sofið af því að því er kalt. Þegar við svo komum uppeftir með auka sængur og teppi, liggur fólkið ofaná sængunum. Við tökum það samt alltaf sérstaklega fram þegar við sýnum þeim kúluna, að það eigi að skríða undir sængurnar þegar farið er að sofa! Það hafa líka komið upp ýmis önnur tilvik, skondin og skemmtileg. Eins og þegar fólk notar tækifærið og biður sinnar heittelskuðu í kúlunni og við erum beðin um að koma með kampavínsflösku út í skóg, eða skreyta kúluna sérstaklega. En almennt er fólk himinsælt með þetta einnar nætur gaman og sérstaklega þegar norðurljósin skarta sínu fegursta segir Sigga Jóna að lokum. Kampavín - bónorð í uppsiglingu? Eftirtaldir styrkja útgáfu Litla-Bergþórs og óska lesendum hans gleði og friðar á jólum: Friðheimar, Reykholti s: 486 8815 Gljásteinn ehf, Myrkholti s: 486 8757 Gullfosskaffi við Gullfoss s: 486 6500 Helgi Guðmundsson rafvirki s: 864 6960 Hótel Geysir, Haukadal s: 480 6800 Hótel Gullfoss, Brattholti s: 486 8979 Skjól-Camping, Kjóastöðum s: 899 4541 Gleðileg jól

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.