Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 37

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 37
Litli-Bergþór 37 Sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni. Áfangastaðurinn er Gullfoss og tíminn einhverntíma á bilinu 1960-65. Leiðin liggur upp sveitina, yfir brúna á Tungufljóti ofan Vatnsleysu og áfram upp Einiholtsmela þar til komið er upp undir Gýgjarhólskot. Þar er beygt til hægri í átt að Brúarhlöðum, en áður en komið er að þeim er tekin beygja til vinstri inn á veginn að Gullfossi. Hann liggur síðan, óendanlega langur, krókóttur með hæðum og lægðum og á einni hæðinni lætur pabbinn bílinn næstum fljúga og maginn lyftist upp í háls áður en hann sunkar aftur niður þegar Land-Roverinn lendir hinumegin. Mamman setur ofan í við pabbann fyrir ógætilegan akstur, en hann glottir, veit að akstursmátinn fellur í góðan jarðveg aftur í. Eftirvæntingarfull augu fylgjast með veginum framundan. Eftir því sem beygjunum og hæðunum fjölgar, því meira styttist í áfangastað. „Þarna er hann“, er hrópað í bílnum þegar loksins má greina úðann frá fossinum í fjarska. Þetta er enginn venjulegur úði því hann gefur fyrirheit um einhverja spennuþrungna náttúrupplifun, eitthvað ógnvænlegt, en samt svo eftirsóknarvert. Síðasta spölinn er ekið niður brekku á bílastæði. Hægra megin við það, nær gljúfrinu, er veitingaskáli, tvær álmur sem mynda vinkil. Í skotinu milli þeirra er afgirt svæði og þar fyrir innan eru borð og ferðafólk gæðir sér á veitingum. Á bílastæðinu eru rútur sem bíða þess að flytja ferðamennina til baka. Það er stokkið út úr bílnum og hlaupið við fót í átt að tignarlegum náttúrukraftinum sem blasir við framundan. Lítilsháttar fiðringur í maganum, máttleysistilfinning í fótunum, þegar maður ímyndar sér hvernig væri nú að falla ofan í gljúfrið, orðleysi frammi fyrir hávaðanum í hvítfyssandi stórfljótinu sem fellur niður tvo stalla áður en það hverfur niður hömrum girtan farveginn í átt til sjávar. Gullfoss. Það er staldrað stutt við áður en haldið er niður stíginn með varnaðarorð foreldranna í eyrunum. Hann er örmjór, brattur og háll. Úðinn frá fossinum leikur um andlitið. Eftir því sem neðar dregur nálgast stígurinn gljúfrið og stöðugt meiri ástæða til að fara varlega. Þegar komið er alveg niður er hægt að beygja strax til hægri og fikra sig inn undir pallinn. Þar er hægt að komast á stað þar sem er hægt að snerta vatnið þegar það fellur fram af efri stallinum. Það gera þeir sem þora. Það þarf líka að fara upp á pallinn sem teygir sig langt út í ána og horfa þaðan upp eftir og síðan ofan í glúfrið og á kröftugan vatnsflauminn veltast um sjálfan sig áður en hann hverfur fyrir næstu beygju. Það kemur að því að haldið er til baka niður af pallinum og upp hálan stíginn. Á bílastæðinu greina foreldrarnir frá því að þar sem nú sé kominn kaffitími sé tilvalið að fá sér sunnudagskaffi í veitingaskálanum. Þetta þykir öllum ferðalöngunum tilvalið, enda hefur upplifunin við fossinn kallað fram hungur, jafnvel þó hópurinn hefði gert lambalærinu góð skil í hádeginu. Það er gengið að dyrum veitingaskálans. Fyrir innan er lítið anddyri þar sem hægt er að hengja af sér útifötin. Þegar komið er inn í skálann er það fyrsta sem fyrir augun ber gengilbeinur í svörtum kjólum, með hvíta svuntu og með kappa í hárinu. Þær eru á þönum við að bera allskyns kaffibrauð í gestina og hreinsa af borðum eftir því sem þörf er á. Borðin sitthvorumegin í salnum eru líklega í einum í fimm röðum og sennilega sæti fyrir svona um 50 manns. Á þeim eru hvítir dúkar og blóm í vasa til skrauts. Sveitapilti finnst mikið til koma, enda hefur hann ekki komið áður á svona stað. Fjölskyldan finnur sér sæti við autt borð þeim megin sem snýr að fossinum og gengilbeina heilsar brosandi um leið og Gullfoss – sú var tíð Fiðringur í maga og rjómapönnukökur Páll M. Skúlason: Gamli vegurinn að Gullfossi: Teikningin er unnin eftir loftmyndum frá Google maps. Höfundur Páll M. Skúlason

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.