Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 22
22 Litli-Bergþór Lionsklúbburinn Geysir er byrjaður á sínu 33. starfsári. Í klúbbnum eru núna 30 félagar, en við stofnun hans árið 1984 voru stofnfélagar 25 og eru nokkrir þeirra enn starfandi. Fundir eru tveir í hverjum mánuði frá september fram í maí. Fundaraðstaða klúbbsins er í Bergholti. Gjarnan eru fengnir fyrirlesarar á fundina eða farið í heimsóknir innan- sem utansveitar. Farið er á staði sem áhugavert er að heimsækja, undantekningarlaust er okkur vel tekið. Ýmist er okkur boðið í heimsókn eða við boðum okkur í heimsóknir. Með þessu kynnumst við starfsemi af ýmsum toga sem stunduð er í nágrenninu og aðrir kynnast okkur og okkar verkum. Hvert haust förum við í dagsferð og bjóðum mökum okkar með. Í þetta sinn var farið í Fljótshlíðina. Fararstjóri var Magnús Halldórsson á Hvolsvelli. Á vorin förum við í makalausa ferð. Síðasta vor heimsóttum við fyrirtæki í Mosfellsbæ og nágrenni. Vorið 2015 fórum við upp á Akranes og það haust skoðuðum við Flóann undir leiðsögn Baldurs Sveinssonar frá Drumboddsstöðum. Við höfum nokkrar leiðir til að afla fjár í verkefnasjóð klúbbsins. Þar er fyrst að nefna Villimannakvöld sem við höldum í febrúar ár hvert. Það næsta verður 17. febrúar 2017. Þar er étið saltað hrossakjöt og hrossabjúgu með tilheyrandi meðlæti. Þetta eru allt að 180 manna samkomur, án kvenna fyrir utan Steinu Bjarna sem sér um eldamennskuna. (Áhættuverk). Aðrar fjáraflanir eru hreinsanir með þjóðvegum, útgáfa símaskrár og önnur tilfallandi verk sem við fáum greitt fyrir. Það fé sem við öflum látum við renna til ýmissa góðra mála. Við leggjum áherslu á að láta gott af okkur leiða hér í nærsamfélaginu. Meðal annars höfum við á þessu ári gefið Félagi eldri borgara í Biskupstungum, boccia boltasett. Íþróttamiðstöðin í Reykholti fékk viðbótar eftirlitsmyndavél. Leikskólinn Álfaborg átti að fá leiktæki á lóð sína í tilefni af 30 ára afmælinu en það frestast þar til fundinn verður framtíðarstaður fyrir hann. Einnig höfum við látið pening af hendi rakna í Sjóðinn Góða sem er samstarfsverkefni Lionsklúbba í Árnessýslu, Rauða Krossins og Kvenfélaga í Árnessýslu. Jafnframt höfum við látið dálitla upphæð í Innlendan hjálparsjóð Lions og Alþjóða hjálparsjóð Lions. Fyrir utan að safna og gefa fé til ýmissa góðra mála höldum við í heiðri málsháttinn; Maður er manns gaman. Með Lions kveðjum, Helgi Guðmundsson, formaður. Lionsfréttir Helgi formaður afhendir Magnúsi leiðsögumanni afurðir frá Friðheimum. Stjórnir Lionsklúbbsins Geysis 2015-2017. Talið frá vinstri: Hjalti Ragnarsson, Þorsteinn Þórarinsson, Þórarinn Þorfinnsson, Snorri Guðjónsson, Helgi Guðmundsson og Guðmundur Ingólfsson. Villimannakvöld 2016.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.