Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 29
Litli-Bergþór 29 Einstaka landeigandi getur ekki sótt um styrki til fjármögnunar á deiliskipulagsvinnu eða hönn- un, enda þarf samþykki allra landeigenda fyrir slíku. Landeigendafélag hefur þannig mjög mikil- vægu hlutverki að gegna. Landeigendafélagið mun semja sín eigin lög og reglur og því er mikilvægt fyrir ríkið að koma strax að slíkum félagsskap til þess að hafa áhrif á samþykktir þess. Til margra ára hafa aðilar ekki náð saman um það hvernig staðið skuli að málum við Geysi, en nú liggur fyrir að aðrir landeigendur hafa ákveðið að taka höndum saman. Fram til þessa, hefur ríkisvaldið verið ófært að taka á málum Geysissvæðisins og oft hefur öðrum landeigendum sárnað ávirðingar um ósamstöðu, þegar ríkisvaldið hefur lítið aðhafst og ekki tekið ábyrgð, hvað þá sýnt öðrum landeigendum samstöðu. Nú hafa landeigendur sammælst um að ganga í takt og þá ber stjórnvöldum að sýna ábyrgð og vinna með öðrum landeigendum. Embættismenn ráðuneyta hafa ekki svarað ósk landeigenda um að ríkið komi að stofnun eigendafélags. Þeir hafa sagt frá því, að ríkisvaldið hafi núna hug á að kaupa hverasvæðið og þeir virðast telja það koma í veg fyrir að ríkið verði hlutaðeigandi í landeigendafélagi. Ég er algerlega á öndverðum meiði við þessa túlkun. Ég tel mjög mikilvægt að ríkisvaldið eigi aðild að eigendafélagi um hverasvæðið við Geysi, jafnvel þótt að stefna ríkisins sé að kaupa hverasvæðið. Þátttaka ríkisins í eigendafélagi um hverasvæðið við Geysi, kemur ekki í veg fyrir að ríkið geti gert öðrum landeigendum kauptilboð í Geysissvæðið. Ég minni á að Geysir er frægasta náttúru- fyrirbærið á Íslandi og að meginþorri þeirra sem heimsækja landið koma og skoða Geysi. Ég hvet ráðherra eindregið, til að taka málin í sínar hendur og að tilnefna gott, hæft og áhugasamt fólk í landeigendafélag um hverasvæðið við Geysi í Haukadal. Meðfylgjandi bréfi mínu er minnisblað frá 25. maí sl. frá landeigendum Geysissvæðisins, utan ríkisins. Með vinsemd og virðingu, Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Þann 5. september 2012 staðfestu landeig- endur með sér formlegan félagsskap: „Landeig- endafélag Geysis ehf“. Ríkið kaus að standa utan landeigendafélagsins. Mér var veittur sá heiður að vera kosin ritari stofnfundarins og gladdi það mig mjög, enda merki um það að við værum saman í þessari vegferð allri. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsti eftir styrkumsóknum haustið 2012. Ég sótti um háan styrk til Geysissvæðisins og það gerðu landeigendur líka. Samkomulag varð um að sveitarfélagið myndi sækja formlega um, enda var það krafa úthlutunarnefndarinnar. Í lok janúar 2013 var kynnt úthlutun og við fengum við stærsta styrkinn kr. 20 milljónir. Sótt hafði verið um styrk vegna hugmyndasamkeppni og skipulagsmála og nú hófst mikil og afar ánægjuleg vinna allra aðila. Arkitektafélagið með Hallmar Sigurðsson í fararbroddi leiddi okkur áfram í þeirri vinnu en hann hafði kynnt okkur hvernig faglega væri best að standa að hugmyndasamkeppni. Ég mun segja frekar frá þeirri vinnu í næsta blaði Litla- Bergþórs. D.K. Gleðileg jól og farsælt komandi ár

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.