Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 28
28 Litli-Bergþór báða vængi nú þegar áhugi heimamanna er einlægur og eindreginn. Mikilvægt er að grípa tækifærið og láta svæðið njóta þess að allir vilja standa vel að málum. Ég lýsi hér með yfir einlægum vilja mínum til að aðstoða við að koma málum áfram og minni á að eigendur sem hafa búið með Geysissvæðinu allt sitt líf, hafa annast og elskað staðinn og vilja honum allt hið besta. Ég vænti þess líka að það geti orðið mjög ánægjulegt og uppbyggjandi að vinna þessu máli framgang. Minni á mikilvægi þess að vinna í uppbyggjandi verkefnum ekki síður en þeim verkefnum sem verður að takast á við í ljósi erfiðrar stöðu landsmanna. Með hlýjum kveðjum og von um jákvæðar und- irtektir sem allra fyrst, Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Ég fékk ekkert svar frá forsætisráðherra. Jafnframt þessum bréfaskrifum mínum fund- aði ég ítrekað með landeigendum Geysissvæðisins og voru þau fundarhöld mjög ánægjuleg og gáfu okkur öllum vonir um að saman myndum við getað þokað málum áfram á Geysissvæðinu. Ég fékk minnisblað frá landeigendum sem ritað var 6. janúar 2012 í framhaldi af fundi mínum og eigenda ásamt Umhverfisstofnun. Í því kom m.a. fram að „ákveðið hafði verið að stofna rekstrarfélag um hverasvæðið við Geysi“. Beðið var um tilnefningu fulltrúa af hálfu ríkisins til að stofna landeigendafélag. Enn var enginn fulltrúi tilnefndur af hálfu ríkisins. Eftirfarandi bréf sendi ég til fjármálaráðherra en ég hafði áður fundað með fulltrúum Fjármálaráðuneytisins vegna málsins: Reykholti 12. júní 2012. Fjármálaráðherra Oddný G. Harðardóttir Efni: Stofnun landeigendafélags um hverasvæð- ið við Geysi í Haukadal. Í bréfi mínu til ráðherra dags. 16. apríl 2012 óskaði ég eftir að þú, fyrir hönd íslenska ríkisins, tilnefndir fulltrúa einn eða tvo í félagsskap landeigenda Geysissvæðisins. Áður hafði ég fundað með fulltrúum ráðuneytisins o.fl. um sama efni. Nú liggur fyrir að landeigendur, að undanskildu ríkinu, hafa ákveðið og eru einarðir í, að mynda með sér landeigendafélag. Þeir hafa jafnframt óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins við að mynda eigendafélag og var eftirfarandi bókun samþykkt á fundi sveitarstjórnar 7. júní s.l. „Sveitarstjórn tekur vel í framkomna beiðni og samþykkir samhljóða að fela oddvita sveit- arstjórnar að vinna að framgangi málsins með hagsmunaaðilum.“ Hugur landeigenda stendur til þess, að sýna svæðinu alla þá virðingu sem því ber, vernda það um leið og staðið verður myndarlega að uppbyggingu þess. Til stendur að stækka svæðið innan girðingar, stýra umferð fólks og byggja svæðið upp. Aðilar vilja gjarnan standa að samkeppni um skipulag svæðisins og hönnun þess. Þessvegna þarf að vera til félagsskapur um Geysissvæðið, svo að hægt sé að senda inn umsóknir t.d. til Ferðamálastofu um styrki til hönnunar og uppbyggingar svæðisins. Ferðamenn bíða eftir gosi í Strokki. Hótelbygging í baksýn.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.