Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 38

Litli Bergþór - 01.12.2016, Blaðsíða 38
38 Litli-Bergþór hún spyr hvað megi bjóða gestunum. Það verður úr að allir vilja fá rjómapönnuköku, kökusneið og súkkulaði með þeyttum rjóma. Meðan beðið er eftir kræsingunum er svipast um í salnum þar sem aðrir gestir spjalla saman á ýmsum tungumálum og njóta veitinganna og út um gluggann, en þar blasir efsti hluti fossins við. Það er létt í fólkinu enda búinn að vera stór dagur í lífi sveitabarna. Hann er ekki búinn og brátt birtist gengilbeinan með rjómapönnuköku og kökusneið á diski handa hverjum og einum. Síðan fer hún fram aftur og nær í könnu með rjúkandi súkkulaði og stóra skál, fulla af þeyttum rjóma. Þvílík dásemd. Rjúkandi súkkulaðinu hellt í bollann og góður kúfur af þeyttum rjóma út á. Allri dýrðinni eru gerð góð skil áður en tími er til kominn að halda aftur heim á leið eftir ævintýri dagsins. Pilturinn ungi gerir sér ekki grein fyrir því þá, að hálfri öld síðar verði þessi sunnudagsbíltúr enn ljóslifandi í huga hans. Huga sem reynist nú hreint ekki sérlega góður í að rifja upp úr fortíðinni. Vissulega litast minning hans um þessa ferð af ímyndun að hluta til og þessvegna er varla hægt að líta á hana sem sögulega heimild. Við Gullfoss um eða upp úr 1960. Þessi mynd er samsett út tveim ljósmyndum sem Herbert Gränz tók og þær eru í eigu Héraðsskjala- safns Árnesinga. Páll M . Skúlason setti þær saman í eina. (ekki er til nákvæm tímasetning á myndinni, en kunnáttumenn um árgerðir fólksflutningabifreiða sem leitað var til, telja ofangreinda tímasetningu líklegasta) Veitingar við Gullfoss Þessi frásögn er upptaktur að lítilsháttar umfjöllun um þennan veitingaskála, sem stóð við Gullfoss frá 1934 og eitthvað fram í ágústbyrjun 1969, en þá var skálanum lokað „fyrirvaralaust“ eins og segir í einu dagblaðinu „og ferðamennirnir sendir út í móa“. Myndin hér að ofan er líklega tekin í byrjun sjöunda áratugarins*. Þarna má sjá veitingaskálann við Gullfoss eins hann leit út fullbyggður. Í álmunni vinstra megin var veitingasalurinn, inn af honum tók eldhúsið við. Í enda álmunnar hægra megin var gistiaðstaða fyrir starfsfólkið. Upphaf veitingarekstrar þarna má rekja til ársins 1930, en ekki er enn fyllilega ljóst hvernig það kom til og af upphafinu fer tvennum sögum. Sveinlaug Halldórsdóttir (1877-1966) ásamt manni sínum Sigurði Kristjánssyni (1878-1956) sem höfðu rekið Hótel Hafnarfjörð frá 1912, stóðu að rekstri við Gullfoss um 20 ára skeið, eða frá því um 1930. Hvort það var Sveinlaug sem hóf þennan rekstur, skal ósagt látið en um þetta segir í minningargrein um hana: Árið 1930 kom frú Sveinlaug fljótt auga á sérstakt tækifæri, en kjark þurfti þó til að hagnýta það. Þá um sumarið var hið mikla hátíðarhald á Þingvelli. Sveinlaug reisti þar gríðarmikið veitingatjald, og alla hátíðina var þar fullt hús út úr dyrum, næst um nótt og dag. ... Þegar upp var staðið átti hún nægilegt, bæði stóra tjaldið, húsgögn og fleira, til þess að hefja starfsemina við Gullfoss, en þá var dauft yfir hótelrekstrinum í Hafnarfirði. Morgunblaðið, 30. júlí, 1966 Í viðtali í Litla Bergþór (2. tbl., 2002), við Njörð Jónsson og Láru Ágústsdóttur í Brattholti er svona fjallað um upphaf veitingarekstursins: Það er gaman að segja frá því, að Tómas í Helludal sagði okkur að Einar [Guðmundsson] hafi byrjað greiðasölu hér við veginn hjá Brattholti strax árið 1930 eða 1931. Hann var með aðstöðuna í tjaldi, sem

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.