Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 15

Litli Bergþór - 01.12.2016, Qupperneq 15
Litli-Bergþór 15 fluttu sinn smáa búrekstur að Hrauntúni en héldu heimili sitt áfram í Úthlíð. Þar áttu þau öruggt skjól til æviloka í faðmi stórfjölskyldunnar. Nútíminn Enn tók ný kynslóð við í Úthlíð. Enn stóðu ung hjón hlið við hlið og horfðu yfir lendur sínar. Árið var 1962. Allt var breytt. Húsakostur, ræktun, vélar, bú- stofn, samgöngur, sími, rafmagn. En allt var þó óbreytt; móar, mýrar, lækir, tjarnir, vötn. Fjöllin blá og svört og hvít. Aldrei hefði ungu konuna, sem stóð hér við henni nýr og ferskur blær. Þau unnu vel saman og settu mark á höfuðbólið Úthlíð, á nágrennið við Hlíðina og á sveitarfélagið allt. Ágústa vann ekki bara hug og hjarta Björns heldur og okkar allra. En svo var hún farin og eftir var og er enn, tómarúm með undrun, eftirsjá og söknuði. Við fráfall Ágústu breyttist allt á ný. Björn hafði í frumbernsku lært að elska Guð, virða hann og treysta og það varð honum líkn í þessari sáru raun. Honum varð líka líkn að því að takast á við mikið verkefni og láta undan heitri þrá sem hann hafði lengi borið í brjósti; að endurreisa Úthlíðarkirkju. Kristnihald í Úthlíð Það er talið að kirkja hafi verið í Úthlíð allt frá kristnitöku, enda hafði verið hof þar um langan tíma í heiðnum sið. Kirkjur, eins og aðrar byggingar, stóðust illa sunnlensku slagveðrin og umhleypingana. Þær þurftu endalaust viðhald og endurbyggingu eins og önnur hús. Þess vegna er trúlegt að menn hafi verið harla glaðir þegar ný kirkja var byggð árið 1861, timburkirkja sem maður skyldi ætla að entist að eilífu. En timbur fúnar og laskast og svo fór að þessi kirkja stóðst ekki tímans tönn. Hún féll í miklu illvirði árið 1935, árið sem Björn fæddist. En kristnihald í Úthlíð lagðist samt ekki af. Sigurður og Jónína, foreldrar Björns höfðu tekið við búskap í Úthlíð með miklum dugnaði og rausn. Þau opnuðu Gísli og Sigríður í Úthlíð hlið manns síns getað grunað að hún myndi sogast upp að rótum þessara fjalla sem höfðu seitt hana, heillað og hrellt síðan hún var barn niðri í Flóa og horfði á þau í órafjarska. En hér stóð hún - þau saman, hnarreist og stolt, með brjóstið fullt af gleði, von og trú. Það fylgdi Björn og Ágústa á góðri stund.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.