Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
Tilbúinn til neyslu, en má hita.
Afbragðs vara, holl og
næringarík.
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Nettó, Samkaup kjörbúðir,
Samkaup krambúðir og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Heitreyktur lax
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við tökum þátt í þessum þvingunar-
aðgerðum gegn Rússlandi í tengslum
við aðild okkar að EES-samningnum
og á það einnig við
um flestallar aðr-
ar þvingunar-
aðgerðir sem Ís-
land tekur þátt í.
Stjórnvöld ákváðu
að farsælla væri
að vera í samfloti
með helstu banda-
lagsríkjum okkar
innan ESB og
Bandaríkjunum
en að rjúfa sam-
stöðuna þó að það kostaði þjóðarbúið
nokkuð,“ segir Baldur Þórhallsson,
prófessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla Íslands, við Morgunblaðið.
Vísar hann í máli sínu til þvingun-
araðgerða flestallra ríkja sem teljast
til Vesturlanda gegn Rússlandi vegna
ólöglegra aðgerða Rússa á Krím-
skaga og í austurhluta Úkraínu. Að
sögn Baldurs var í kjölfar samnings-
ins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) gert samkomulag á milli ríkja
EFTA/EES og Evrópusambandsins
(ESB) þess efnis að EFTA-ríkjunum
býðst að taka þátt í svokölluðum póli-
tískum yfirlýsingum Evrópusam-
bandsins.
„Evrópusambandið ákveður þess-
ar pólitísku yfirlýsingar, s.s. þær sem
taka til þvingunaraðgerða, og er Ís-
landi, Noregi og Liechtenstein boðið
að taka þátt í þeim. Framkvæmdin
hefur hins vegar verið þannig að ríkj-
unum þremur er tilkynnt um þær og
þau spurð hvort þau vilji vera með
eða ekki. Og við erum nánast alltaf
með,“ segir Baldur.
Spurður hvort þetta fyrirkomulag
sé ekki á einhvern hátt gagnrýnivert
kveður Baldur já við. „Ég hef áður
gagnrýnt að ekki sé alvörusamráð á
milli ríkja ESB annars vegar og
EFTA/EES hins vegar, um þetta og
um leið að hér heima eigi sér ekki
stað nein alvöru umræða um þátt-
töku Íslands í þessum pólitísku yf-
irlýsingum,“ segir hann.
Vonast eftir góðvild frá Rússum
Sumarið 2015 setti Rússland við-
skiptabann á vörur frá Íslandi vegna
þátttöku í þvingunaraðgerðum Vestur-
landa og segir Baldur íslensk stjórn-
völd þá hafa ákveðið að hætta að taka
þátt í pólitískum yfirlýsingum ESB um
þvingunaraðgerðirnar þó Ísland taki
virkan þátt í þeim.
„Þetta er dálítið sérkennilegt, en ég
met það svo að menn séu að reyna að
láta lítið fara fyrir sér. Þegar fjölmiðlar
erlendis birta fréttir af því að Evrópu-
sambandið hafi endurnýjað þvinganir
gagnvart Rússlandi eru nöfn Noregs
og Liechtenstein á yfirlýsingunni en
ekki Ísland. Ég tel að íslensk stjórnvöld
hafi með þessu verið að vonast til þess
að rússnesk stjórnvöld myndu draga úr
þvingunum sínum gegn Íslandi. Það
hafa þau hins vegar ekki gert,“ segir
Baldur, en ESB framlengdi seinast
þvinganir til hálfs árs í júlí sl.
Tökum þátt vegna EES-samningsins
Ríki EES/EFTA taka nær alltaf þátt í pólitískum yfirlýsingum Evrópusambandsins Prófessor í
stjórnmálafræði segir gagnrýnivert að ekki sé tekin meiri umræða hér um þátttöku í aðgerðum ESB
Morgunblaðið/Eggert
Þingsalur Þörf er á meiri umræðu um utanríkismál og alþjóðlega þátttöku.
Baldur
Þórhallsson
Tugir flugvéla, þotur, þyrlur, list-
flugvélar, fisflugvélar, svifflugur,
einkavélar, drónar og fleira,
fljúgandi og á jörðu niðri verður
til sýnis á flugsýningunni sem
verður á Reykjavíkurflugvelli á
morgun, laugardag. Viðburðurinn
hefst klukkan kl. 12.
Listflug er áberandi á sýning-
unni að þessu sinni og verða
fremstu listflugmenn landsins í
vélum sínum tilbúnir að sýna list-
ir sínar yfir vellinum. Sumarið
hefur verið fluginu gott og flug-
menn því í góðri æfingu eftir
flughátíðir víða um land. Einnig
verður sýnt fallhlífarstökk.
Páll og Boeing
Meðal flugvéla sem sýndar
verða á morgun eru Páll Sveins-
son, Douglas C-47A; best þekkt úr
áburðarflugi Landgræðslunnar en
áður var hún í eigu Flugfélags Ís-
lands og var fyrst skráð á Íslandi
árið 1946. Einnig verður sýnd Bo-
eing 757 frá Icelandair og ekki er
ólíklegt að fleiri áhugaverðar vél-
ar verði á svæðinu.
„Það er mikil gróska í fluginu á
Íslandi um þessar mundir. Flug-
félögin hafa ráðið fjölda fólks á
síðustu misserum og margir eru í
flugnámi. Þetta smitar fljótt út
frá sér niður í grasrótarstarfið
sem er mjög öflugt um þessar
mundir,“ sagði Matthías Svein-
björnsson, formaður Flugmála-
félags Íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Stór viðburður
Flugsýningin er með stærri við-
burðum í borginni á hverju ári og
hafa gestir verið um 8-10 þúsund
talsins. Eru gestir hvattir til þess
að mæta tímanlega en bílastæði
eru við Háskólann í Reykjavík og
í nágrenni Reykjavik Natura hót-
elsins. Sýningarsvæðið sjálft er á
bak við Hótel Natura.
Tugir véla á
flugsýningu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugdagur Þota úr flota Icelandair.
Listflug, þotur
og fallhlífarstökk
Guðrún Óla Jónsdóttir
gudruno@mbl.is
Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna
að aðeins 27% þeirra sem störfuðu á
leikskóla árið 2017 voru menntaðir
leikskólakenn-
arar. Ófaglærðir
voru 47% og 26%
voru með aðra
uppeldismenntun.
Þá voru leikskóla-
kennarar fjöl-
mennastir á aldr-
inum 40-49 ára,
eða 35%. Fæstir
voru þeir hins
vegar á aldrinum
20-29 ára, eða 2%.
Gerð er krafa um það í lögum að
tveir þriðju hlutar starfsfólks sem
sinnir menntun og uppeldi í leik-
skólum séu leikskólakennarar en sú
virðist ekki vera raunin.
Þarf að breyta viðhorfinu
Kristín Dýrfjörð, dósent við Há-
skólann á Akureyri, segir framtíð-
armarkmiðin alltaf hafa verið þau að
allir leikskólakennarar ættu að vera
menntaðir sem slíkir og telur að það
þurfi átak í launamálum, og ekki síð-
ur viðhorfsmálum, til að snúa þróun-
inni við. Hún segir mikilvægt að
faglærðum fjölgi meðal þeirra sem
starfa á leikskólum. Þó séu margir
sem þar starfa sem hafi lagt allt sitt
í starfið án menntunar og hún vilji
alls ekki missa það fólk úr starfi.
„Það hafa verið fordómar gagn-
vart þessu starfi. Mörgum virðist
einfaldlega ekki detta í hug að fara
með hvaða próf sem er til starfa á
leikskóla. En svo kemst fólk jafnvel
að því að eru launin í þessu starfi
ekkert endilega verri en í einhverju
öðru. Það er jafnvel virðing og
spenna við það að fara frekar í önn-
ur störf en því þarf að breyta. Það
þarf að breyta viðhorfum til þess í
hverju starfið er fólgið. Þetta sé
spennandi, gefandi og skemmtilegt
og með alls konar vaxtamögu-
leikum. Það er hægt að gera allt
mögulegt í þessu starfi.“
Kristín segir að leikskólum hafi
fjölgað hratt í kringum árin 1994-95
og menntunin hafi engan veginn
haft við uppbyggingunni. Nýliðun í
stéttinni sé líka lítil til þess að gera,
þar spili lengri menntun inn í en að
auki hafi verið settar strangari
kvaðir á allar undanþágur sem
höfðu verið veittar þeim sem ekki
voru með stúdentspróf á að fara í
háskólanám.
Oft fleiri faglærðir úti á landi
Séu tölur skoðaðar á síðu Hag-
stofunnar sést að fleiri faglærðir
starfa í leikskólum sums staðar á
landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu. Á Norðurlandi eystra
voru til dæmis 45% faglærðir en
34% ófaglærðir árið 2017 en á höf-
uðborgarsvæðinu á sama tíma voru
25% faglærðir en 49% ófaglærðir.
Kristín segir nokkra þætti geta
útskýrt þennan mun. „Ég held að
atvinnutækifæri eigi þar stóran
þátt. Það eru mun fleiri atvinnu-
tækifæri á höfuðborgarsvæðinu og
þar á fólk með ágætis menntun, sem
getur nýst í fleira en starf á leik-
skóla, meiri möguleika á að vinna
önnur störf. Ef þú ert kominn í gott
starf í leikskólanum hjá sveitarfé-
lagi þar sem er lítið um atvinnu-
framboð þá stekkur fólk ekki í eitt-
hvað annað þótt því bjóðist
tímabundið starf annars staðar, eins
og raunin er kannski í Reykjavík.“
Fordómar gagnvart starfinu
Fleiri ófaglærðir en faglærðir starfa á leikskólum landsins og stétt leikskóla-
kennara virðist vera að eldast en nýliðun hefur verið heldur lítil síðustu ár
Morgunblaðið/Hari
Ekki raunin Lögin kveða á um að tveir þriðju hlutar starfsfólks séu fag-
menntaðir en samkvæmt tölum Hagstofun Íslands virðist svo ekki vera.
Kristín Dýrfjörð
Nýútkomin ljóðabók Matthíasar Jo-
hannessen, skálds og fyrrverandi
ritstjóra Morgunblaðsins, Enn logar
jökull, hefur
fengið góðar við-
tökur meðal
ljóðaunnenda.
Bjarni Harðarson
hjá Sæmundi,
sem gefur bókina
út, segir að hún
hafi verið í öðru
sæti yfir mest
seldu ljóðabæk-
urnar samkvæmt
lista Eymunds-
son í síðustu viku. Í fyrsta sæti er
bók Eyþórs Árnasonar, Skepnur eru
vitlausar í þetta.
Þetta er tuttugasta og sjötta
ljóðabók Matthíasar, en hann hefur
einnig skrifað leikrit og gefið út
fjölda skáldverka annarra, skrifað
samtalsbækur og fræðibækur. Í
bókinni eru ljóð frá síðustu árum.
Ort er um landið, tjaldskör tímans
og tekist á við ellina með skírskotun
til Egils.
Bjarni segir að ljóðabækur séu
enn að seljast þrátt fyrir samdrátt í
bóksölu. „Þetta eru ekki háar tölur,
en áhuginn er til staðar,“ segir hann.
„Og Matthías er ekkert gleymdur.“
Varðandi kaupendahópinn bendir
hann á að Matthías hafi gefið út
ljóðabækur í marga áratugi og
margt fólk sem fylgst hefur með
honum lengi láti ekki nýja bók frá
honum fram hjá sér fara.
gudmundur@mbl.is
Ný bók Matthíasar
fær góðar viðtökur
Á lista yfir mest seldu ljóðabækurnar
Skáld Matthías
Johannessen