Morgunblaðið - 07.09.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018
Reykjavík Margir lögðu leið sína á markað sem haldinn var við Laugaveginn í góða veðrinu á dögunum. Það er segin saga að í góðu veðri flykkist fólk út á götur og torg höfuðborgarinnar.
Eggert
Annars vegar lifum
við á tímum þegar
fylgjast má með at-
burðum um leið og
þeir gerast og hins
vegar sjá þessa sömu
atburði draga dilk á
eftir sér mörgum ár-
um síðar.
Allur heimurinn
fylgdist með því árið
2015 þegar hundruð
þúsunda manna streymdu frá
Mið-Austurlöndum og Norður-
Afríku til Evrópu.
Sá kostur var fyrir hendi að
hefta för þessa fólks norður eftir
álfunni og grípa strax til ráðstaf-
ana á borð við þær sem nú er beitt
af stjórn Ítalíu þegar hún neitar
meira að segja fámennum hópum
úr björgunarskipum um landvist-
arleyfi. Þessi kostur var ekki nýtt-
ur heldur var fólkinu heimilað að
fara norðar í álfunni. Stjórnvöld
Þýskalands og Svíþjóðar opnuðu
landamæri sín.
Þýskaland
Kosið var til þýska sambands-
þingsins í fyrra og þar galt Angela
Merkel þess að hafa opnað landa-
mærin árið 2015. Nú fyrir nokkr-
um vikum töldu margir að stjórn
Merkel kynni að falla vegna þess
að kristilegur samstarfsflokkur
hennar í Bæjaralandi (CSU) segði
skilið við stjórn hennar með vísan
til ágreinings um útlendingamál.
CSU-menn vilja sýna íbúum
Bæjaralands, fyrir kosningar hjá
sér í október, að þeir standi í lapp-
irnar í útlendingamálum. Á þann
veg reyna þeir að stöðva framgang
stjórnmálaafla í Þýskalandi sem
hefur vaxið ásmegin
vegna fjölgunar inn-
flytjenda í landinu.
Þar ber hæst flokk-
inn Alternative für
Deutschland (AfD)
(Annar kostur fyrir
Þýskaland) sem upp-
haflega ætlaði að berj-
ast gegn evrunni en
snerist gegn útlend-
ingum. Í vikunni birt-
ist niðurstaða könn-
unar sem sýnir AfD
annan stærsta flokk
Þýskalands með 17% en Jafn-
aðarmenn í þriðja sæti með 16%.
Arftakar gamla kommúnista-
flokksins í Austur-Þýskalandi hafa
nú stofnað flokk, Aufstehen (Rísið
upp), til að ná í fylgi frá AfD. Út-
lendingaóvildin hefur leitt til þess
að kjósendur Die Linke (Vinstri) í
austurhluta Þýskalands færa sig
yfir á AfD.
Mótmælin undanfarnar vikur í
Chemnitz (fyrrum Karl-Marx-
Stadt) í Saxlandi í austurhluta
Þýskalands eru sýnilegt merki um
útlendingaólguna í Þýskalandi. Þar
eru gamlir kommúnistar teknir til
við að heilsa að nasistasið fyrir
framan risavaxna styttu af Karli
Marx til að árétta stefnufestu sína
og andúð á útlendingum.
Svíþjóð
Á sunnudag verður gengið til
þingkosninga í Svíþjóð. Spár benda
til þess að Svíþjóðardemókratarnir
(SD) auki verulega fylgi sitt. Þeir
mældust sl. sunnudag með 20%
fylgi (fengu 13% 2014). Jafn-
aðarmenn mældust með 23,8%
(fengu 31% 2014) og Moderaterna
(mið-hægri) 17% (fengu 23% 2014).
Fylgi uppnámsflokka mælist oft
meira fyrir kosningar en úrslit
þeirra sýna. Hvort svo er í Svíþjóð
kemur í ljós. SD hafa að minnsta
kosti siglt öruggan byr í kosninga-
baráttunni og haldið trúverðug-
leika sínum þótt hart sé að þeim
vegið og með þungum orðum. Bar-
átta þeirra hefur meðal annars leitt
til harðari útlendingastefnu hjá
hinum flokkunum í toppsætunum.
Margir sænskir jafnaðarmenn
líta öfundaraugum til flokkssystk-
ina sinna í Danmörku. Mette
Frederiksen, formaður danskra
jafnaðarmanna, segist ætla að
fylgja harðri útlendingastefnu fram
að kosningum á næsta ári og eftir
þær hvað sem aðrir flokkar vinstra
megin við miðju segja. Hún var um
tíma dómsmálaráðherra og veit
hvað við er að etja vegna innflytj-
endavandans.
Þremur árum eftir að flótta- og
farandfólkið streymdi til Svíþjóðar
berast stöðugt fréttir af brenndum
bifreiðum, sprengjukasti og skot-
bardögum (129 í Stokkhólmi í
fyrra, 19 banvænir). Voðaverkin
eru oftast unnin í félagslega óhrjá-
legum úthverfum þar sem margir
innflytjendur búa. Stjórnmálamenn
komast ekki hjá því að ræða þessi
vandamál í aðdraganda kosning-
anna. Um langt skeið ríkti þöggun
um þau. Í þessu andrúmslofti vex
fylgi Svíþjóðardemókratanna.
Um 400.000 manns – 163.000 ár-
ið 2015 – hafa sótt um hæli í Sví-
þjóð undanfarin sex ár. Hvergi í
Evrópu er tala hælisleitenda
jafnhá miðað við höfðatölu og í Sví-
þjóð. Undir lok síðasta árs fór
íbúafjöldinn þar yfir 10 milljón
manna markið.
Efnahagslega standa Svíar vel
að vígi: atvinnuleysi er með því
minnsta í áratug og hagvöxtur ætti
að verða um 3% í ár með lítilli
verðbólgu. Staða ríkissjóðs er góð.
Líklega finnst kjósendum bara
sjálfgefið að hagkerfið virki vel.
Þetta á að minnsta kosti við um þá
sem ræða ekki annað en útlend-
ingamálin og ætla að leggja SD lið
til að herða stefnuna og helst loka
alveg á hælisleitendur.
Gamalgrónu stóru sænsku flokk-
arnir hafa hert útlendingastefnu
sína. Vegna ráðstafana rauðgrænu
ríkisstjórnar Svíþjóðar fækkaði
hælisumsóknum í 26.000 í fyrra.
Stefan Löfven, forsætisráðherra
jafnaðarmanna, vill enn helminga
þessa tölu. Honum er ljóst hve
miklu stefna stjórnvalda einstakra
landa ræður um hvort fólk leitar
þar hælis. Straumnum er að veru-
legu leyti stjórnað af smyglurum
sem taka stórfé fyrir þjónustu sína.
Nú boða stjórnvöld að sænskum
lögreglumönnum verði fjölgað um
10.000 og refsingar hertar fyrir af-
brot vegna meðferðar skotvopna
og fyrir kynferðisafbrot. Hætt
verði fjárhagslegri aðstoð við skil-
ríkjalausa útlendinga og staðið
hraðar að brottvísunum og brott-
flutningi þeirra sem neitað er um
hæli. Moderatarnir hafa svo lofað
að draga úr félagslegri aðstoð við
flóttafólk.
Óvissa
Hér skal engu spáð um úrslit
kosninganna í Svíþjóð eða hvers
konar stjórn verður mynduð þar að
kosningum loknum. Reynslan frá
Noregi, Danmörku og Finnlandi
sýnir að ekki er auðvelt fyrir
flokka með stefnu eins og þá sem
SD boðar í útlendingamálum að
skapa sér valdasess innan stjórn-
mála- og flokkakerfisins.
Þetta getur tekið nokkur kjör-
tímabil. Norski Framfaraflokk-
urinn á nú aðild að ríkisstjórn ann-
að kjörtímabilið í röð eftir að hafa
verið lengi úti í kuldanum.
Danski þjóðarflokkurinn hefur
aldrei átt ráðherra í ríkisstjórn en
forseti þingsins, Pia Kjærsgaard,
er úr röðum flokksins. Hörð stefna
flokksins í útlendingamálum er
ráðandi í dönskum stjórnmálum.
Á þingi Norðurlandaráðs mynda
Svíþjóðardemókratar, Danski
þjóðarflokkurinn og að minnsta
kosti hópur úr Finnaflokknum sér-
stakan þingflokk, Norrænt frelsi.
Framfaraflokkurinn hefur ekki átt
þar aðild en það kann að breytast.
Fylgisaukning SD hefur leitt til
stefnubreytingar hjá hefðbundnu
stóru flokkunum í Svíþjóð. Á
sænska þinginu er hins vegar ekki
léð máls á samvinnu við SD um
stjórn landsins. Að þessu leyti hafa
sænskir stjórnmálamenn ekki enn
fetað í fótspor Dana, Norðmanna
og Finna eða Austurríkismanna og
Ítala. Hitt er ljóst að fái SD um
20% fylgi stenst ekki að nota öfga-
stimpilinn áfram á flokkinn.
Þremur árum eftir að landamæri
opnuðust fyrir farand- og flóttafólk
í Evrópu fjölgar kjörnum fulltrúum
þeirra sem er nóg boðið í útlend-
ingamálum. Næsta ár verður kosið
til ESB-þingsins í öllum ESB-
ríkjunum samtímis þá skýrast
þessar nýju línur evrópskra stjórn-
mála enn frekar.
Eftir Björn
Bjarnason » Fylgisaukning SD
hefur leitt til stefnu-
breytingar í útlendinga-
málum hjá hefðbundnu
stóru flokkunum í Sví-
þjóð.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Þungi útlendingamála í evrópskum stjórnmálum