Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 blaðamaður náði tali af Mazur sím- leiðis fyrr í vikunni lá beint við að spyrja hvort hún ferðaðist sjálf með öll hljóðfæri sín milli landa, en því svaraði hún neitandi. „Hér áður fyrr meðan flugfélögin studdu betur við okkur var það hægt. Í dag pakka ég aðeins því nauðsynlegasta í eina til tvær töskur og sendi síðan með góð- um fyrirvara lista yfir það sem mig vantar – og vona að ég fái spennandi gripi,“ segir Mazur og bendir á að hún hafi á löngum ferli komið sér upp góðu safni af alls kyns bjöllum og trommum. Á óskalista hennar rata fyrst og fremst stórir og þungir hlut- ir sem erfitt er að ferðast með milli landa, s.s. kongatrommur og ýmiss konar statív. „Ég hlakka alltaf til að sjá úr hverju ég hef að moða á nýjum tónleikastað,“ segir Mazur kímin. Stefna á plötu fljótlega Shamania er tiltölulega ung hljóm- sveit, en hún þreytti frumraun sína á Copenhagen Jazz Festival árið 2015. Spurð um tilurð kvennasveitarinnar rifjar Mazur upp að stjórnendur Copenhagen Jazz Festival hafi átt hugmyndina. „Þeir óskuðu eftir því að ég kallaði saman samstarfskonur mínar úr Primi Band,“ segir Mazur, en umrædd kvennasveit sem starfaði á 9. áratug síðustu aldar var fræg fyr- ir leikræna nálgun, kraft og hryn- þunga. „Það var hins vegar vandkvæðum bundið að kalla sveitina saman aftur, þar sem margar kvennanna voru hættar að koma fram. Ég gat þó ekki hafnað boðinu og bauðst í staðinn til að stofna nýja sveit sem ynni eftir sömu hugmyndafræði,“ segir Mazur, sem kallaði til liðs við sig tíu norræn- ar tónlistarkonur sem allar eru virtar jafnt í heimalöndum sínum sem og á alþjóða djasssenunni. „Nú til dags eru fáar sveitir svona fjölmennar, sem helgast af því að það er bæði dýrt og vandasamt að skipu- leggja tónleikahald 11 einstaklinga sem allir eru mjög virkir í tónlistar- sköpun sinni og tónleikahaldi,“ segir Mazur. Engu að síður hefur Sham- ania komið fram á mörgum af stærstu djasshátíðum í Evrópu á síð- ustu árum. „Í fyrra héldum við níu tónleika en í ár verða þeir aðeins þrennir. Við stefnum þó á fleiri tón- leika á næsta ári, ekki síst til að fylgja eftir plötu sem við hyggjumst senda frá okkur fljótlega.“ Fleiri konur hasli sér völl Þú minntist á hugmyndafræði. Hver er hugmyndafræði Shamania? „Þegar ég byrjaði að koma fram sem tónlistarkona á áttunda áratug síðustu aldar voru konur rétt að byrja að taka meira pláss á djasssen- unni og skoða hvers þær væru megn- ugar í þessum geira. Ég velti því mik- ið fyrir mér hvort konur nálguðust tónlistina öðruvísi en karlar og hefðu annan tón og aðrar áherslur í tón- sköpun sinni. Þegar ég stofnaði Primi Band á sínum tíma var markmiðið að búa til tónlistarlegt samfélag kvenna þar sem færi gæfist á því að rækta kvenlega eiginleika og orku sem ekki tæki útgangspunkt í karllægri djass- hefð. Við sömdum okkar eigið efni, gerðum miklar tilraunir með rytma, líkamann og röddina. Við höfum þessa sömu nálgun að leiðarljósi í Shamania. Eins og hljómsveitar- nafnið gefur til kynna vinnur sveitin líka með helgiathafnir með vísan í samfélög fyrri alda þar sem konur unnu náið saman innan heimilisins.“ Fundið þið fyrir skýrri þörf fyrir annars konar tónlist en þá sem hefðin býður upp á? „Já, tvímælalaust. Það er þörf fyrir að konur láti til sín taka á sínum for- sendum í stað þess að ganga inn í hefðina sem mótuð er af körlum. Fleiri eru orðnar meðvitaðar um mikilvægi þess að fleiri konur nái að hasla sér völl sem hljóðfæraleikarar í djassspuna. Sögulega séð hafa konur mun meira séð um söng en hljóð- færaleik í djassinum,“ segir Mazur og bendir á að í því ljósi sé Shamania „Rækta kvenlega eiginleika og orku“  Slagverksleikarinn Marilyn Mazur leiðir hljómsveit sína Shamania á tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur á morgun VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hlakka til að koma aftur og fá tækifæri til að spila á Íslandi, enda heillandi land,“ segir slagverks- leikarinn, hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Marilyn Mazur sem ásamt hljómsveit sinni, Shamania, kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Tón- leikarnir verða á Grand hóteli annað kvöld, laugardag, kl. 19.30. Sveitina skipa auk Mazur þær Lotte Anker á saxófón, Josefine Cronholm, söngkona og slagverks- leikari, Sissel Vera á saxófón og syngur einnig, Hildegunn Øiseth á trompet, Lis Wessberg á básúnu, Makiko Hirabayashi á píanó og hljómborð, Ida Gormsen á kontra- bassa, Anna Lund á trommur og Lis- beth Diers á slagverk auk þess sem Tine Erica Aspaas dansar í frjálsum spuna með tónlistarkonunum. Drottning slagverksins Mazur hefur einu sinni áður spilað hérlendis, það var vorið 2010 þegar Listahátíð var fertug og Jazzhátíð Reykjavíkur tvítug. Þá kom hún m.a. fram með trompetleikaranum Nils Petter Molvær og gítarleikaranum Eivind Aarset sem hún spilar reglu- lega með. Í dómi sínum um tón- leikana sem birtist í Morgunblaðinu 18. maí 2010 skrifaði Vernharður Linnet að Mazur væri „einn fremsti slagverksleikari okkar tíma, sem gert hefur garðinn frægan með Miles Davis, Jan Garbarek og Wayne Shorter auk eigin sveita […] Marilyn Mazur er drottning slagverksins og maður verður helst að sjá hana sitj- andi við settið umkringda óteljandi trommum, gjöllum, hristum, krúsum, dollum og dóti til að undirbúa sig undir hljóðgosið er hún framkallar. […] Alllt verður henni að hljóði og settið, gjöllin og bjöllurnar gella svo salurinn er töfrum sleginn.“ Þegar Tvennir djasstónleikar verða haldnir á Akranesi í kvöld, á veg- um listafélagsins Kalmans, og eru tónleikastaðirnir óhefðbundnir. Fyrst halda Sigurður Flosason saxófónleikari og sænski píanó- leikarinn Lars Jansson „heima- tónleika“ að Grundartúni 8. Þeir Sigurður og Jansson hafa spilað talsvert saman og verður á tón- leikunum lögð áhersla á tónsmíðar þeirra beggja. Þó er sagt líklegt að „vel valdir, sígildir og sígrænir ópusar fylgi með. Nánd og heim- ilisleg stemning munu ramma inn eftirminnilegan fund þessara tveggja listamanna.“ Tónleikar þeirra hefjast kl. 19.15. Seinni tónleikar kvöldsins hefj- ast kl. 21.15, í gula húsinu að Kirkjubraut 8. Þar koma fram þeir Andrés Þór gítarleikari og Miro Herak víbrafónleikari frá Slóvakíu. Þeirra samstarf á sér líka nokkra sögu. Á tónleikunum hyggjast þeir leika ljúfan, meló- dískan nútímadjass og saman- stendur efnisskráin af blöndu af lögum þeirra beggja og samtíma djasstónsmíðum. Samstarf Miro Herak víbrafónleikari frá Slóvakíu og Andrés Þór gítarleikari koma fram á öðrum tónleikunum á Akranesi í kvöld. Djasstónleikar á tveim- ur stöðum á Akranesi Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.