Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 31

Morgunblaðið - 07.09.2018, Side 31
tímabær, þar sem sveitin sé skipuð frábærum tónlistarkonum. „Margar kvennanna í sveitinni eru ungar og að gera spennandi hluti í tónlistarsköpun sinni. Mér finnst ég hafa fengið sterkar og áhugaverðar konur til liðs við mig.“ Líkamleikinn heillaði Sem barn lærðir þú að spila á pí- anó og að dansa ballett. Hvers vegna urðu trommurnar síðan fyrir valinu? „Þegar ég stofnaði mína fyrstu hljómsveit lék ég enn á píanóið. Á þeim tímapunkti var ekki hægt að mennta sig í spuna, bara í klassískum píanóleik. Ég vissi að ég vildi ekki verða klassískur píanóleikari og sá í hendi mér að ég yrði þá að velja mér annað hljóðfæri,“ segir Mazur, sem lærði á slagverk í Konunglega tón- listarskólanum í Kaupmannahöfn . „Slagverkið er mjög líkamlegt hljóðfæri og krefst ákveðins krafts. Af þeim sökum eru færri konur sem helgað hafa sig slagverkinu. En það er einmitt þessi líkamleiki sem ávallt hefur heillað mig. Þegar ég byrjaði hafði ég engar kvenkyns fyrirmyndir og fannst spennandi að rannsaka hvað ég gæti gert með slagverkið. Ég velti fyrir mér hvort hægt væri að nálgast slagverkið með kvenlegum hætti, án þess þó að það kæmi niður á kraftinum. Það er t.d. hægt að spila á slagverk með lýrískari hætti. Ég hef í gegnum tíðina sankað að mér alls kyns klukkum, bjöllum og gongum sem búa yfir mun meira dreymandi hljóðheimi en trommur.“ Þú starfar ekki aðeins sem hljóð- færaleikari heldur einnig sem tón- skáld. Hvenær byrjaðir þú að semja þína eigin tónlist? „Ég var ekki eldri en 10 eða 12 ára þegar ég fór að semja mína eigin tón- list. Ég hef alltaf verið heilluð af hug- myndinni um hvers tónlistin er megnug og langað að skoða hvaða áhrif tónlistin getur haft á áheyr- endur.“ Hvað einkennir tónmál þitt? „Í ljósi þess að ég ólst upp við klassíska tónlist held ég að hún hafi ávallt haft mótandi áhrif á mig. Mér finnst tónlistin búa yfir þeim eigin- leika að geta miðlað frásögn og skap- að myndir. Á táningsárum fór ég að hlusta á rokk og djass í auknum mæli og þá fór takturinn að skipta mig meira máli. Markmið mitt þegar ég er að semja er að tónlistin sé allt í senn lagræn, þróttmikil og lifandi en á sama tíma litrík og fjölbreytt. Sennilega er djass ekki besta skil- greiningin á tónlist minni nema í þeim skilningi að tónlistin tekur tillit til allra meðlima bandsins og veitir þeim pláss til að tjá sig og spinna inn- an þess ramma sem ég skapa – sem mér finnst mjög mikilvægt. Ég sem því tónlistina, en við sköpum hana saman á sviðinu,“ segir Mazur, sem einnig hefur samið nokkuð af kór- tónlist. „Í augnablikinu er ég að semja umfangsmikið verk fyrir Stór- sveit Danska ríkisútvarpsins.“ Ég á Miles mikið að þakka Þegar Mazur var þrítug árið 1985 tók hún þátt í upptökum á verkinu Aura, sem Palle Mikkelborg tileink- aði Miles Davis. Í framhaldinu bauð Davis henni að spila með sér, en Maz- ur var eina konan sem spilaði með hljómsveit hans. Hún lék með Davis með hléum árin 1985 til 1989. Í fram- haldinu vann hún með tónlistar- mönnum á borð við Wayne Shorter, Gil Evans og Jan Garbarek, en sam- starf þeirra entist í 14 ár. Hvaða þýðingu hafði samstarfið við Miles Davis fyrir þig? „Þegar mér bauðst að spila með Miles fólst í því ákveðinn gæðastimp- ill mér til handa og sýnileiki í brans- anum sem gerði það að verkum að þegar ég valdi að snúa aftur heim og einblína á eigin verkefni og stofna nýjar sveitir hafði ég möguleika á að fara í tónleikaferðir víðs vegar um heiminn með eigið efni. Ég á því Miles mikið að þakka, en einnig Jan Garbarek sem ég starfaði með í 14 ár. Á þeim tíma eignaðist ég stóran aðdáendahóp t.d. í Þýskalandi sem hefur haldið tryggð við mig þegar ég túra með eigin sveitir. Miles og Jan höfðu báðir verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem tónlistarmenn áður en ég gekk til liðs við sveitir þeirra. Með þeim hætti hafa þeir báðir veitt mér mikinn tónlistarlegan innblástur,“ segir Mazur, sem hlotið hefur fjöl- margar viðurkenningar á löngum ferli. Þeirra á meðal má nefna Ben Webster-verðlaunin 1983, Jazzpar- verðlaunin 2001, EWH-tónskálda- verðlaunin 2004, Django D’Or- verðlaunin 2006, Grethe Kolbe- stjórnendaverðlaunin 2013 og heið- ursverðlaun Wilhelm Hansen- stofnunarinnar 2017 auk þess sem hún hefur frá árinu 1998 hlotið heið- urslistamannalaun frá danska ríkinu. Heilluð „Ég hef alltaf verið heilluð af hugmyndinni um hvers tónlistin er megnug og langað að skoða hvaða áhrif tónlistin getur haft á áheyrendur,“ segir Marilyn Mazur. Í bakgrunni má sjá hluta slagverksins sem hún notar. Spennandi „Margar kvennanna í sveitinni eru ungar og að gera spennandi hluti í tónlistarsköpun sinni. Mér finnst ég hafa fengið sterkar og áhugaverðar konur til liðs við mig,“ segir Marilyn Mazur. » Þegar mér bauðst aðspila með Miles fólst í því ákveðinn gæða- stimpill mér til handa og sýnileiki í bransanum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Sérfræðingar Þjóðminjasafns Bras- ilíu meta þessa dagana skaðann sem varð á safneigninni í eldsvoðanum mikla á mánudaginn var, þegar í fornfrægri safnbyggingunni í Rio de Janeiro brann nánast allt sem brunnið gat. Komið hefur fram að viðhaldi byggingarinnar var stórlega ábótavant, þrátt fyrir ábendingar þar um síðustu áratugi og boð er- lendra stofnana um aðstoð, en í safn- inu voru geymdar um 20 milljónir gripa af öllu tagi, að stórum hluta einstakir og ómetanlegir, frá 11 þús- und ára sögu manna og náttúru. Háskólanemar í safnafræðum í Rio de Janeiro hafa í samstarfi við safnastofnun í Perú hafið átak í að byggja upp stafrænt safn um gripina sem brunnu. Biðja þeir gesti sem hafa komið á safnið að senda ljós- myndir sem þeir tóku þar inni. Söfn víða um lönd styðja verkefnið og kynna það á samfélagsmiðlum, með það að markmiði að ná sem mestu myndefni inn. AFP Einstakt Mynd tekin í einum sal Þjóðminjasafns Braslíu fyrir brunann. Safna myndefni frá brunna safninu í Brasilíu Sjónvarpsþættir breska grínistans Sacha Baron Cohen, Who Is Am- erica?, hafa verið sýndir að undan- förnu og vakið athygli. Í þeim hittir Cohen, í ólíkum dulargervum, ýmsa málsmetandi Bandaríkjamenn, oft- ast af hægri væng stjórnmálanna, og lætur þá gera sig að fífli í þeirri trú að þeir séu gestir í alvarlegum sjónvarpsþáttum. Nokkrir þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Cohen hafa kvartað opinberlega yfir því að hafa verið gabbaðir til þátttöku og nú hefur Roy Moore frá Alabama, fyrrver- andi frambjóðandi til öldunga- deildarinnar, farið fram á 95 millj- ónir dala í miskabætur frá Cohen og framleiðslufyrirtækinu Show- time. Cohen leikur þar meintan ísraelskan leyniþjónustumann sem ber að Moore rafrænt amboð sem á að væla ef það kemur nærri barna- níðingi, sem tækið gerir. Viðmæl- endur The New York Times telja ólíklegt að Moore vinni málið, þar sem hann hafi undirritað skjal þar sem hann samþykkti að koma fram í þættinum, hvernig sem hann verði settur fram, en án þess að hafa lesið smáa letrið. Höfðar mál gegn Sacha Baron Cohen AFP Beittur Sacha Baron Cohen bregður sér í ýmis hlutverk er hann gabbar fólk. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 8/9 kl. 20:00 54. s Lau 15/9 kl. 20:00 56. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s Fös 14/9 kl. 20:00 55. s Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Besta partýið hættir aldrei! Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Síðasta uppklappið. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 14/9 kl. 20:00 Frums. Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Sun 16/9 kl. 20:00 2. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Velkomin heim, Nóra!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.