Morgunblaðið - 07.09.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 07.09.2018, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2018 Lof mér að falla Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baldvins Z, gerð eftir handriti hans og Birgis Arnar Steinars- sonar. Í henni segir af tveimur tán- ingsstúlkum, Magneu sem er 15 ára og Stellu sem er 18 ára. Þær ánetjast fíkniefnum og kynnast hörðum heimi fíkla og þeirra sem misnota þá. Örlögin leiða þær hvora í sína áttina og 12 árum síð- ar liggja leiðir þeirra óvænt saman. Með aðalhlutverk fara Þor- steinn Bachmann, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Björn Stefánsson, Elín Sif Hall- dórsdóttir, Eyrún Björk Jakobs- dóttir, Álfrún Laufeyjardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Sigurbjartur Atlason. The Nun Hrollvekja í leikstjórn Corin Hardy. Í myndinni segir af ungri nunnu sem er send til Rúmeníu með presti til að rannsaka sjálfsvíg nunnu í þekktu klaustri í Transylv- aníu. Þau komast fljótlega að því að ekki er allt sem sýnist í klaustr- inu þar sem nunna gengur aftur. Með aðalhlutverk fara Demián Bichir, Taissa Farmiga og Jonas Bloquet. Enga gagnrýni að finna enn sem komið er. Útey, 22. júlí Norsk kvikmynd um fjöldamorð hryðjuverkamannsins Anders Be- hring Breivik í Útey 22. júlí 2011, en þá skaut hann til bana 69 ung- menni. Áður hafði hann drepið átta manns og sært yfir 200 með bílsprengju í miðborg Óslóar. Kvikmyndin var gerð með einni töku sem er 72 mínútna löng, jafn- löng árás Breivik frá því hann hóf skothríð og þar til hann var hand- tekinn. Kvikmyndin er byggð á hinum raunverulegu atburðum. Með aðalhlutverk fara Andrea Berntzen, Aleksander Holmen, Brede Fristad, Elli Rhiannon og Müller Osbourne og leikstjóri er Erik Poppe. Kvikmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verða Andrea Berntzen, aðalleikkona myndar- innar og Khamshajiny Gunaratn- am, varaborgarstjóri Oslóar, sem lifði af árásina í Útey, viðstaddar frumsýninguna og ávarpa gesti. Metacritic: 75/100 Bíófrumsýningar Illska í ólíkum myndum Fíkn Úr kvikmyndinni Lof mér að falla sem sýningar hefjast á í dag. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 27. september og lýkur 7. október, fer ekki eingöngu fram í Bíó Paradís heldur víðar um höfuðborgina og þá m.a. í strætisvagni sem mun kynna hátíðina á ferð sinni um borgina og verða RIFF-myndir sýndar í honum, aðallega einnar mínútu langar stuttmyndir, sem hentar farþegum vel þar sem þeir dvelja mislengi í vagninum. Með dagskrárliðnum „RIFF um alla borg“ er ætlunin að gera hátíð- ina sýnilegri og mun hátíðin m.a. eiga í samstarfi við The One Min- utes, alþjóðlegt tengslanet sem helgað er kvikmyndum. Í tilkynningu frá RIFF segir að frá árinu 1998 hafi The One Min- utes framleitt og dreift yfir 17.000 mínútulöngum vídeóverkum eftir listamenn frá yfir 120 löndum og verða myndir á vegum tengsla- netsins sýndar í nokkrum bókasöfn- um á höfuðborgarsvæðinu, á veit- ingastaðnum Mandí, í strætó og víðar. Þrjár stuttar í bókasöfnum Eystrasaltslöndin fagna á þessu ári 100 ára sjálfstæðisafmæli sínu og í tilefni af því verður boðið upp á kynningardagskrá í bókasöfnum um borgina þar sem sýndar verða þrjár stuttmyndir frá löndunum. Þær eru By the Pool eftir Laurynas Bareiša frá Litháen, Manivald eftir Chintis Lundgren frá Eistlandi og Blueberry Spirits eftir Astra Zold- nere frá Lettlandi. Stuttmynda- dagskráin fer fram klukkan 12.15 í Bókasafni Kópavogs, Borgar- bókasafninu í Grófinni og Bóka- safni Seltjarnarness á völdum há- tíðardögum. RIFF um alla borg og hádegisdagskrá Lundinn Tákn RIFF, lundinn, á merki RIFF í ár sem vísar í merki Metro Goldwyn Mayer. Tónlistarmennirnir Andrew Kirschner og Forest Management halda tónleika í Mengi við Óðins- götu í kvöld. Kirschner skapar hljóðheima sem eru jafnt óværir og friðsælir, eins og því er lýst í til- kynningu, og rekur útgáfuna Mis- take by the Lake sem hefur m.a. gefið út tónlist Oneohtrix Point Never. Tónlist Forest Management er rafmögnuð og tilfinningaþrungin og einkennist einkum af lágstemmdum drónum sem virðast geta dregist út í eilífðina, eins og segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Óværir og friðsamir hljóðheimar Rafmagnaður Forest Management. Nýjar hendur - Innan seilingar Bíó Paradís 18.00 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Bíó Paradís 22.00 Kvíðakast Bíó Paradís 18.00, 22.15, 22.20 Söngur Kanemu Bíó Paradís 20.00 Whitney Bíó Paradís 17.40, 17.45, 20.00 Utøya 22. júlí Bíó Paradís 22.00, 22.20 The Nun 16 Presturinn séra Burke er sendur til Rómar til að rann- saka dularfullan dauðdaga nunnu. Metacritic 55/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.10, 17.40, 19.30, 20.00, 21.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 19.40, 21.50 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00, 22.20 Lof mér að falla 16 Þegar 15 ára Magnea kynn- ist 18 ára Stellu breytist allt. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur al- varlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Laugarásbíó 16.45, 19.50, 22.40 KIN 12 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40 Alpha 12 Metacritic 63/100 IMDb 7,0/10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Crazy Rich Asians Þegar Rachel Chu fer með kærastanum til Singapore til að vera viðsödd brúðkaup kemst hún að því að hann á fáránlega ríka fjölskyldu með myrka sögu. Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.30 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Mile 22 16 Hér segir frá sérsveitar- manninum James Silva sem fær það erfiða og vanda- sama verkefni að smygla as- ískum lögreglumanni úr landi sínu., en sá hafði leitað til bandaríska sendiráðsins um vernd þar sem hann býr yfir leynilegum upplýsingum. Laugarásbíó 22.40 The Spy Who Dumped Me 16 Audrey og Morgan eru bestu vinkonur sem lenda óvænt í njósnaævintýri eftir að önn- ur þeirra kemst að því að fyrrverandi kærastinn henn- ar er í raun njósnari. Metacritic 51/100 IMDb 6,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Össi Össi er mjög heppinn hund- ur. Hann býr hjá góðri fjöl- skyldu sem elskar hann af- skaplega mikið og lifið er gott. En einn góðan veð- urdag fer fjölskyldan í ferða- lag og skilur Össa eftir í pössun. Laugarásbíó 17.00 Sambíóin Keflavík 17.50 Christopher Robin Christopher Robin hittir skyndilega gamlan vin sinn Bangsimon, og snýr með honum aftur í ævintýraheim bernskunnar. Metacritic 59/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.10 Sambíóin Akureyri 17.15 Hin Ótrúlegu 2 Helen Teygjustelpu er boðið nýtt starf sem hún getur ekki hafnað. Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að þá annast Jack-Jack, Dash og Violet á meðan Teygjustelpa , fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í neðansjávarrannsóknarstöð. Metacritic 46/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 21.30 Sambíóin Akureyri 22.00 Sambíóin Keflavík 22.30 The Meg 12 Mamma Mia! Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og lær- ir um fortíð móður sinnar á sama tíma og hún er ófrísk sjálf. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 16.30, 20.00 Borgarbíó Akureyri 17.00, 19.30 Mission Impossible -Fallout 16 Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við tímann eftir að verkefni mis- heppnast. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.30 Sambíóin Egilshöll 18.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 22.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.