Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.09.2018, Qupperneq 36
*Aðra leið með sköttum. Flugtímabil: jan.–mars 2019. Valdar dagsetningar og takmarkað magn í boði. Skilmálar gilda: wowair.is/smattletur VIÐLENDUM ÍORLANDO! NÝR WOWFANGASTAÐUR 2018 FRÁ19.999kr.* SÓLRÍKT OGNÆRANDI FLÓRÍDAFJÖR Strendur og skemmtigarðar Flórída bíða í ofvæni eftir að fá sólþyrsta Íslendinga til að flatmaga í sandinum, renna sér í rússíbönum og slá fullkomið teighögg.Skelltu þérmeð alla fjölskylduna til OrlandomeðWOWair í vetur. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is „Sjúgðu mig Nína hefur verið með öllu óaðgengileg frá því hún var sýnd í bíó árið 1985 og það er mikil stemning fyrir henni, sérstaklega meðal eldri kynslóðarinnar. Ég hef sjálfur ekki séð hana og hlakka mik- ið til að sjá hana á hátíðinni,“ segir Eyþór Jóvinsson. Hann undirbýr nú Gamanmyndahátíð Flateyrar sem verður haldin á Flateyri 13.-16. sept- ember næstkomandi. Dramatíkin fær að víkja Eyþór segir hugmyndina að Gam- anmyndahátíðinni hafa kviknað þar sem hann og Ársæll Níelsson voru á annarri kvikmyndahátíð og þóttu myndirnar heldur þungar og drama- tískar. „Svo kom þarna mynd sem okkur fannst örlítið fyndin og ég hvíslaði að Ársæli að við ættum að halda hátíð þar sem dramatíkin fengi að víkja og gamanið að ráða. Og við létum verða af því.“ Á hátíðinni í ár verða sýndar þrjá- tíu íslenskar gamanmyndir en Ey- þór segir fleiri viðburði vera á dag- skrá. „Meðal annars verður leiksýning á hátíðinni í fyrsta sinn. Svo býður Steypustöðin upp á sérstaka barna- sýningu á myndinni Algjör sveppi og dularfulla hótelherbergið. Ein að- alpersóna myndarinnar, Villi vís- indamaður, verður viðstaddur sýn- inguna og ræðir myndina við börnin ásamt því að gera vísindatilraunir. Við höfum líka haft uppistand og ýmislegt fleira sem er fyndið og skemmtilegt.“ Yfirleitt mikið hlegið Eyþór segir að markmið hátíð- arinnar sé að hafa gaman af og segja megi að þetta sé gamansöm hátíð með kvikmyndir í forgrunni. „Yf- irleitt er mikið hlegið og létt yfir öll- um. Stemningin hefur alltaf verið góð og það er líka markmiðið hjá okkur að fólk skemmti sér vel.“ Á laugardagskvöldinu er lokahóf hátíðarinnar og verðlaun veitt fyrir fyndnustu myndina. „Þetta er áhorf- endakosning og við leggjum mikla áherslu á að áhorfendur kjósi þær myndir sem þeim fundust skemmti- legastar og fyndnastar þótt það séu ekki endilega myndirnar sem voru best útfærðar tæknilega eða best leiknar og svo framvegis. Heldur kjósi myndirnar sem glöddu þá mest. Svo veitum við líka viðurkenn- ingu fyrir myndina sem var næstum því fyndnust þannig að það eru veitt verðlaun fyrir tvö efstu sætin.“ Fullkominn staður Hátíðin er nú haldin á Flateyri í þriðja sinn. Af hverju þar? „Ég er fæddur þar og uppalinn og það er í raun aðalástæðan, en svo smellpassar hátíðin bara inn í sam- félagið á Flateyri. Þetta er hresst og skemmtilegt samfélag, sýningar- aðstaðan í bræðslutankinum er skemmtileg og umhverfið allt gott. Þetta er bara fullkominn staður fyr- ir skrýtna og skemmtilega kvik- myndahátíð.“ Eyþór Jóvinsson á Flateyri Hátíðin fer að mestu fram í 80 ára gömlum bræðslutanki sem stendur á Sólbakka. Fullkominn staður fyrir skrýtna kvikmyndahátíð  Gleðin er í fyrirrúmi á Gamanmyndahátíð Flateyrar Kvikmyndin Lof mér að falla, í leik- stjórn Baldvins Z, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Busan í S-Kóreu sem fram fer 4.-13. október og þyk- ir ein sú virtasta í Asíu. Kvikmyndin tekur þátt í þeim hluta hátíðarinnar sem nefnist World Cinema og er hér um Asíufrumsýningu hennar að ræða. Myndin var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto í Kanada í gær, forsýnd hérlendis á þriðjudag og fer í almennar sýningar í dag. Lof mér að falla sýnd á kvikmyndahátíð í Busan FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Morgunblaðið heldur áfram að kynna liðin í Olísdeild karla í hand- knattleik í dag og nú eru það þau fjögur lið sem spáð er fimmta til áttunda sæti. FH-ingar hafa misst marga leikmenn. Afturelding von- ast til að losna við meiðsladraug- inn. ÍR er með marga efnilega leik- menn. Rúnar Sigtryggsson á að koma Stjörnunni ofar. »2-3 Enda þessi lið í fimmta til áttunda sæti? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Færeyski tónlistarmaðurinn Kári Sverrisson heldur tónleika í kapellu aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag kl. 12. Kári er bæði þekktur og vel metinn tónlistarmaður í heima- landi sínu og þá fyrir fallegar tón- smíðar og innsæi þegar kemur að tónlistararfleifð eyjanna. Arnar Eggert Thoroddsen, að- junkt við náms- braut í fé- lagsfræði og dægurtón- listar- fræðingur, kynnir Kára og setur list hans og feril í sam- hengi. Þekktur og mikils metinn í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.