Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 35
9.9. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA Í ÁGÚST Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 SyndaflóðKristina Ohlsson 2 Þín eigin saga 1: BúkollaÆvar Þór Benediktsson 3 Þín eigin saga 2: Börn Loka Ævar Þór Benediktsson 4 Sumar í Litla bakaríinu við Strandgötu Jenny Colgan 5 ÓttinnC.L. Taylor 6 Ofurhetjuvíddin: Bernskubrek Ævars vísindamanns Ævar Þór Benediktsson 7 Iceland Wild at HeartEinar Guðmann 8 Slímbók Sprengju-KötuKatrín Lilja Sigurðardóttir 9 UndraherbergiðJulien Sandrel 10 VegahandbókinÝmsir 11 Hözzlaðu eins og þú verslar Lin Jansson 12 Stjáni og stríðnispúkarnirZanna Davidson 13 NicelandKristján Ingi Einarsson 14 Heimsendir ferðasagaGuðmundur Steingrímsson 15 Hvolpasveitin – LitabókÝmsir 16 Heklað skref fyrir skrefSally Harding 17 UppgjörLee Child 18 Vertu ósýnilegurKristín Helga Gunnarsdóttir 19 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem 20 Pétur og Halla: ÚtileganIngibjörg Valsdóttir Allar bækur Síðasta bók sem ég lauk við var Næturgalinn eftir Kristin Hann- ah. Mér fannst hún ótrúlega áhrifarík, með áhrifaríkari bókum sem ég hef lesið nýlega. Svo var ég að lesa handrit að bók sem er í prentun, Langelstur í Leynifélaginu eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Langelstur í bekknum var fyrri bókin en þetta er bók númer tvö. Langelstur í bekkn- um er rosalega að- gengileg fyrir krakka, spennandi og fyndin, og mér finnst seinni bókin enn betri en sú fyrri, en þá er stelpan með Rögn- valdi á elliheimilinu sem er mjög skemmtileg hug- mynd. Ég var svo að byrja á Átta fjöll eftir Paolo Cogn- etti, er rétt komin inn í hana. Svo er ég að lesa meðfram Hallgrím eftir Úlfar Þormóðsson. Mér finnst hún mjög skemmtileg. ÉG VAR AÐ LESA Dröfn Vil- hjálmsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir er bóka- safns- og upplýsingafræðingur. Ný skáldsaga Halldóru Thor-oddsen, Katrínarsaga,hefst þar sem ungmenni sitja í hring á dýnum á gólfinu, hlusta á Bob Dylan og fíra í feitri pípu. Þeirra á meðal er Katrín sú sem heiti bókarinnar vísar til og við fylgjum síðan sögu hennar í gegnum umbrotatíma sjöunda og áttunda áratugarins og fram á okkar daga, í gegnum kynlífs- og vitundarbylt- ingu, auðránsárin og fram til krútt- tíma – saga Katrínar hefst við dögun hippatímans og henni lýkur undir lok fjármálaæðis fyrsta áratugar nýrrar aldar, enda sækir tímadraugurinn í andstæðu sína: „Eftir hippadóm fyr- irskipar hann sturlaða hlutadýrkun, díónesískt óhóf, svaml í gnægtum svo út af vellur.“ Ég var þar Í bókinni dregur Halldóra upp myndir af fólkinu sem upplifði mikl- ar breytingar, tók stundum þátt í að koma þeim á og sat líka oft uppi með niðurstöðu sem var kannski ekki sú sem sóst var eftir. Halldóra lifði sjálf þann tíma sem hún segir frá og spurð að hve miklu leyti bókin sé byggð á hennar eigin reynslu segist hún vissulega hafa verið þar, en bókin sé skáldskapur. „Allir rithöfundar byggja á einhvers- konar reynslu. Ég var þarna þegar ég var ung og auðvitað byggi ég að einhverju leyti á reynslu minni, en sagan stýrir líka.“ – Kynlífsbylting sjöunda áratug- arins kemur við sögu í bókinni, og á sínum tíma var mikið rætt um frelsið sem fylgdi henni. „Ég veit ekki alveg hvern hún frelsaði, en karlarnir umturnuðust, greyin. Það er ekki skrýtið, þetta voru náttúrlega algerlega óviðbúin börn, óviðbúin öllu sem gerðist á þessum tíma, það losnaði allt úr læð- ingi. Í bókinni heldur ein persóna því fram að orsökin fyrir byltingu þessa tíma sé kynlífsbyltingin, pillan. Formið á kynlífi var náttúrlega rosa- legt agatæki og það var stór þáttur í þessu öllu að form er að hrynja, aga- tækið er að gloprast út úr höndunum á þeim sem stjórnuðu. Svo segir í bókinni að nú fari valdið á einkalífinu yfir til kapítalismans sem hefur líka gerst.“ – Á einum stað í bókinni segir svo: „Ef einhvern óraði fyrir því að heim- ilistækin og pillan gerðu nú kleift að létta á fyrirvinnum til hálfs, þá var það aldrei inni í myndinni.“ „Mamma mín hélt að ef þær færu út í atvinnulífið myndi það létta á körlunum og fjölskyldan fengi meiri tíma saman, en þetta hefur náttúr- lega aldrei verið.“ Hverju var verið að mótmæla? – Unga fólkið var að leita og að mót- mæla en vissi kannski ekki alveg að hverju það væri að leita og hverju það væri að mótmæla, eins og þú nefnir í bókinni: „… því sumir hippar höfðu næstum því enga hugmynd um hverju þeir væru að mótmæla, öðru en lífi foreldra sinna.“ „Ekki alveg öll, en það voru þarna marxistar og það voru anarkistar og blómabörn, sem vildu bara eitthvað andlegt. Það er vitund hjá mörgum eftir hverju þau eru að leita, það var til dæmis stemning fyrir því að fría nýlendu- og leppríki, það var mikill marxismi í gangi, mikil réttlætis- krafa. Þá var líka allt keyrt niður í rosalega svart-hvítt munstur sem þurfti að sprengja. Ég meina, það voru allir í dálítilli andnauð því þetta var svo leiðinlegt.“ – Við upplifðum vissulega leiðin- legt samfélag sem unglingar, staðn- að og formfast og niðurdrepandi. „Þetta var staðnað og það var ákaflega óréttlátt. Það tala voðalega margir um þá áratugi í Bandaríkj- unum þegar það var svo mikið jafn- ræði og allir höfðu pening, án þess að huga að því að þeir þurftu þrjá heimsparta til að halda uppi þessari óhagkvæmni, þessum lífsmáta. Þeir þurftu alla Suður-Ameríku, þeir þurftu Mið-Austurlönd og þeir þurftu parta hér og þar til að halda uppi þessum lífsgæðum. Það er kannski eitt sem ég tók ekki fyrir í þessari bók og það var að fólkið sem barðist fyrir breytingum er hundeltur hópur, sérstaklega í Bandaríkjunum. Ég kynnti mér heimildir eftir að ég skrifaði bókina um að það voru allir í fangelsum sem höfðu verið með kjaft á hippaárunum og sitja margir ennþá í fangelsi. Það er talað um að það hafi allt lamast en þetta voru mótvægisaðgerðir stjórn- valda og það var samkomulag vest- rænna ríkja hvernig ætti að taka á hippunum, það voru ekki bara hipp- arnir sem voru paranoid.“ Það vantaði tilfinningu – Á eftir hippabyltingunni leiðir þú okkur inn í peningjahyggjuna og undir lokin koma svo krúttin, sem er líka bylting. „Já, það vantaði tilfinningu og krúttin voru að leita að henni. Ég hef verið að spá í hvað geri það að verk- um að tímarnir breytast og hvernig stendur á að við erum á valdi tíma- draugsins. Eins og þú nefnir höfðu sumir hippar ekki hugmynd um hverju þeir væru að mótmæla, en þeir voru þarna af því að þeir vissu að þeir áttu að vera þarna og svo kemur auðhyggjan og það er sama sagan, hún nær tökum á vitundinni. Mig langaði eiginlega að þessi saga væri líka svolítið um það.“ – Þú nefnir það í lokin að þessi „róttæka óreiða“ kom mörgu til leið- ar: „Stríð var stöðvað, það var ekki svo lítið, og friðflytjendur eiga að vera sælir … Svo voru skápar inni- lokaðra opnaðir og var ekki loftað út úr karlaklefanum?“ eins og þú orðar það. „Já, já, það gerðist ýmislegt, þetta var mjög eðlileg bylting, það var svo margt sem kallaði á hana.“ Á valdi tímadraugsins Í Katrínarsögu segir Halldóra Thoroddsen frá umbrotatímum hippaáranna og því hvernig tíminn lék þá sem tóku þátt í uppreisnum þess tíma. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Halldóra Kristín Thoroddsen, myndlistarkona og rithöfundur. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.