Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 HEILSA Í samfélagi hraða, tækni og samfélagsmiðlaer meðalhófið sjaldséð og það vekur helsteftirtekt sem er á skjön við hinn margróm- aða og gullna meðalveg. Það dytti auðvitað eng- um í hug að framleiða raunveruleikaþátt um Meðal-Jón eða vísitölufjölskylduna í Grafar- voginum. Hlutir þurfa oftast að stinga í stúf, vekja aðdáun eða fyrirlitningu til þess að kom- ast í fréttir eða ofarlega á hina síkviku vefmiðla. Þetta laukst upp fyrir mér þegar ég áttaði mig á þeirri staðreynd að ef ég gerði ekki eitt- hvað í mínum málum þá myndi ég mögulega innan fárra ára teljast í hópi þeirra sem teljast í yfirþyngd samkvæmt öllum venjulegum mæli- kvörðum. Ekki svo að skilja að ég sé að springa, en það hefur hallað undan fæti frá þeim tíma þegar ég var fyllilega sáttur við stöðu mála. Uppgötvunina gerði ég á sólarströnd suður í höfum þar sem ég ákvað með símtækið í hönd- unum að kanna hvaða leið ég ætti að feta að hollari lífsháttum og ögn lægri tölum á baðvog- inni. Með aðstoð Google hófst leitin að stóra sannleikanum og þar blöstu öfgarnar við, Biggest loser í aðra röndina og fílefldir einka- þjálfarar, flestir með þvottabretti og keppandi í fitness í hina röndina. Viðjar vanans erfiðar viðfangs Ekki svo að skilja að í þessum tilvikum hafi ég ekki fundið sögur sem vöktu athygli mína, þvert á móti. Vandinn er hins vegar sá að ég tengi ekki við þær persónulega. Ég tilheyri hvorki þeim hópi sem uppfyllir skilyrðin fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttum um offituvandamál né get ég sagt að uppþembdir vöðvar og örmjóar lendaskýlur höfði sérstaklega til mín. Ég er bara Meðal-Jón í þessum efnum sem hef margoft reynt að snúa skipinu við og til betri vegar en oftast orðið viðjum vanans að bráð. Vika hér, vika þar þegar kemur að heim- sókn í ræktina gerir lítið gagn og þótt það sé frískandi að göslast upp Esjuna þá vegur það ekki þungt í heildarsamhenginu. Tilraun sem má heppnast Af þeim sökum ætla ég að leggja út í tilraun sem standa mun yfir í 6 mánuði. Markmið hennar er að koma hreyfingu og heilsu í þann farveg sem mig hefur um alllangt skeið dreymt um að gera. En hvernig hefst maður handa þegar lagt er á brattann? Svarið í mínu tilfelli var fremur einfalt. Ég setti mig í sam- band við Ívar Guðmundsson, einkaþjálfara með meiru. Fyrir því voru tvær megin- ástæður. Hann hefur meiri reynslu en flestir aðrir á þessu sviði og ég er stressaður fyrir verkefninu, sökum bakmeiðsla sem hafa verið að hrjá mig frá árinu 2015. Ívar er maður sem ég get stólað á um rétt og góð ráð til að vinna mig út úr þeim á sama tíma og öðrum mark- miðum er náð. Líkt og sjá má hér að ofan er ég 92,7 kg sem er í efri mörkum fyrir 35 ára gamlan karlmann sem teygir sig 185 sentimetra frá lægsta punkti til þess hæsta. Engin ósköp en mætti vera skárra. Fyrir sex árum kvæntist ég minni frábæru konu og þá var ég 82 kíló. Það væri vissulega gaman að komast í smókinginn sem ég stóð klæddur í frammi fyrir altarinu í Dóm- kirkjunni. Í dag er það ekki vinnandi vegur. En nú þegar ég legg af stað, í átt til betri heilsu er aðeins tvennt sem er á hreinu. Ég hitti Ívar tvisvar í viku, 45 mínútur í senn og ég ætla að losna við 10 kíló. Það er einfalt markmið en ég veit að þeim mun fjölga þegar ferðalagið er hafið. Sex mánuðir á þessari síðu Það er ýmislegt sem gæti orðið til þess að þetta einfalda markmið náist ekki. En sú staðreynd að ég hef skuldbundið mig til að skrifa um þessa vegferð næsta hálfa árið, gerir það að verkum að ég má helst ekki gefast upp. Öll góð ráð, ábendingar eða spurningar eru vel þegnar. Hvatning hjálpar líka til. En kannski er markmiðið ekki bara að kom- ast aftur í brúðkaupsgallann. Það væri líka ánægjulegt ef þessi skrif og tilraunin í kring- um þau gæti orðið öðrum hvatning. Eitt er víst að einhver fróðleikur, hugmynd hér og þar, á eftir að rata hér á síðuna. Það eru verkfæri sem öllum er frjálst að nýta, sé ætlunin að taka til í sínum ranni. Ætlunin að snúa skipinu við Aukakílóin læðast að fólki og ekki er óalgengt að hreyfingarleysi leiði til þess að það bæti á sig 1 til 1,5 kg á ári án þess að taka eftir því. Nú er ætlunin að láta gamlar syndir af því tagi heyra sögunni til. Morgunblaðið/Valli Hvað gerir ungt og önnum kafið fólk til að viðhalda heilsunni og losna jafnvel við nokkur kíló sem óþarft er að burðast með? Kannski tekur hálft ár að komast að því. Það mun koma ljós á þessum vettvangi og kannski einhverjar hugmyndir sem fleiri geta nýtt. Ein algengasta gildran sem fólk gengur í þegar það ákveður að taka heilsuna fastari tökum er að hjakka í sömu æfingunum yf- ir lengra tímabil – hlutum sem það þekkir sig í og eru innan þægindarammans. Þótt mik- ilvægt sé að hafa líkamsrækt sem fastan hluta af dagskránni þarf hún ekki að vera einhæf og raunar hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir möguleikar í boði fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Einhæfni í æfingum getur bæði orðið til þess að fólk springi á limminu en það getur líka valdið óþarfa álagi á til- tekna og afmarkaða vöðvahópa líkamans. Fyrir nokkrum árum hafði ég ofboðslega gaman af því að hlaupa og gerði ekkert annað til að halda mér í formi. Svo langt gekk hlaupagleðin að ég lagði að baki þrjú maraþon og all- nokkur hálfmaraþon. En sú veg- ferð var ekki að kostnaðar- lausu. Bakmeiðslin sem ég minntist á hér að ofan eru bein afleiðing af síendurteknu álagi á stoðkerfi líkamans. Ég gáði ekki að mér og þjálfaði ekki nægi- lega þá vöðva sem þurfti til að halda við hryggjarliðina og brjóskið sem liggur á milli þeirra. Nú ætla ég ekki að falla í sömu gryfju og fyrr. Og raunar kemur það ekki til af góðu. Ég get einfaldlega ekki hlaupið vegna meiðslanna. Það tryggir hins vegar að ég ætla á næstu mánuðum að kynna mér margskonar hreyfingu, bæði úti og inni. Það er tilhlökkunarefni – utan þægindarammans. MARGAR GÓÐAR LEIÐIR AÐ SAMA MARKMIÐI Fjölbreytni er lykilatriði Nú verður ekki hlaupið frá áskor- ununum þótt engin verði hlaupin. Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg .... kg .... kg Upphaf: Vika 1: Vika 2: ..... ..... ..... ..... ..... ..... 0 klst. ... klst. ... klst. HITAEININGAR Prótein ...% Kolvetni ...% Fita ...% Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.