Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 Í helgarlok ganga Svíar að kjörborði. Kosningar eru nú orðið ekki eins spenn- andi og forðum. Ástæðurnar eru margar og ólíkar. Þær augljósu eru ótal kannanir sem eyðileggja heilbrigða óvissu, sem auðveldaði áður spekingum að láta ljós sitt skína vikum saman. Grauturinn En svo er komið að sáralítill munur er á stjórn- málaflokkum í „þroskuðum“ lýðræðislöndum. Þess vegna gerist ekkert þótt meginflokkur hægra megin taki við af flokki vinstra megin eða öfugt. Á Íslandi hafa stjórnmálaforingjar lengi haft það sér til afsökunar að enginn flokkur er líklegur til að fá hreinan meirihluta í landinu, eftir að helstu skaf- ankar voru skornir af gömlu kjördæmakerfi. Þar sem einmenningskerfi eru brúkuð birtast oft skarpar línur í lok kosninganætur. Í sjálfumgleði okkar látum við eins og hlutfallskosningar séu aug- ljóslega lýðræðislegri en kerfi þar sem atkvæðin sem ekki skila þingmanni í sæti falla dauð og ómerk. En mestu skiptir að kosningakerfið liggi fyrir, gagnsætt og ljóst og allir eigi sambærilegan rétt til að laga sig að því. Eftirsóknarvert væri að það kerfi sem notað er hafi verið samþykkt af þjóðinni, eða borið sérstakalega undir hana síðar, og það jafnvel oftar en einu sinni með fárra áratuga millibili. Lýðræðinu hafnað í lýðræðislegri kosningu Fyrir fáeinum árum notfærði Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi sér óvænta oddastöðu sína í breskum stjórnmálum til þess að knýja fram þjóðaratkvæði um hvort hlutfallskerfi skyldi ýta út kerfi einmenn- ingskjördæma þar í landi. Það hljómar ekki lýðræðislega að smáflokkur noti sér stöðuna þannig. En leikreglur stjórnmálanna þekkja ótal dæmi þess. Frjálslyndi flokkurinn benti á að flokkurinn hefði lengi haft mun meira fylgi en þeir fáu þingmenn sem skiluðu sér í hús á kjördag gæfu til kynna. Í þjóðaratkvæði gildir auðvitað að hver kjósandi hefur eitt atkvæði um spurninguna sem fyrir hann er lögð. Kjósendur svöruðu Frjálslyndum með afdrátt- arlausari hætti en þeir áttu von á. Mikill meirihluti þeirra vildi ekki hafa það að „lýð- ræðislegt kerfi“ ýtti út kerfi mismununar. Þeirri lýð- ræðislegu niðurstöðu verða menn að una og láta um hríð a.m.k. af hrópum um ólýðræðislega hegðan. En það er hins vegar athyglisvert að núverandi for- maður Frjálslyndra, Vince Cable, vill á hinn bóginn alls ekki una þjóðaratkvæðinu um „brexit“ þar sem niðurstaða hennar hafi ekki verið honum að skapi. Cable, sem er 75 ára gamall, segist ekki munu láta af leiðtogastarfi í flokknum fyrr en þjóðaratkvæðið verði endurtekið og niðurstöðunni snúið. Ekki er óhugsandi að Cable þurfi að eldast vel. En hitt er rétt að í þessum efnum er Vince Cable ekkert öðruvísi en aðrir sannir ESB-sinnar. Hann og þeir hafa aldrei farið leynt með það að einungis sú niðurstaða skuli teljast gild sem lýtur vilja Politbúrós í Brussel í einu og öllu. Þessi öfl telja sjálfsagt og það með réttu að það megi spara mikið fé með því að birta niðurstöðu í þjóðaratkvæði með tilskipun þann dag sem til þess sé boðað. Meinloka hinum megin hafs Eftir kosningarnar í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum var svipað upp á teningnum. Þá uppgötvuðu þeir sem urðu undir í forsetaslagnum að þau óboð- legu úrslit hefðu orðið þar sem notast var við ólýð- ræðislegt kosningakerfi sem hyglaði Trump. Mikið uppnám varð vegna þessa, svo sem von var, og blésu allir réttsýnir menn og góðgjarnir á ábend- ingar um að sama kerfið hefði verið notað í öllum kosningum síðan George Washington var kjörinn. Og jafnframt það, að forsetar Bandaríkjanna hafi áður verið kosnir til embættis án þess að hafa meirihluta atkvæða. Og suma skort mikið upp á það. Þannig hefði Bill Clinton vissulega haft flest atkvæði af þremur, en enginn forseti hafði komist til æðstu valda í veröldinni svo fjarri því að ná helmingi greiddra atkvæða í landinu og hann. Þeir Bush eldri og Ross Perot fengu samtals 56,3% atkvæða en að- eins 168 kjörmenn. En Bill Clinton fékk 43% at- kvæðanna og 370 kjörmenn. En það var ekkert að þessu, enda Bill demókrati, eins og lá fyrir og demó- kratar hafa bent á. Umframatkvæði frú Clinton komu flest frá Kali- forníu og New York. Þótt ósannað sé og ólíklegt að þar hafi ólöglegir innflytjendur verið fyrirferðar- mestir og kosið ólöglega, eins og Donald Trump hélt fram, var hitt rétt hjá honum að repúblikanar töldu Kaliforníu og New York töpuð frá upphafi og engu skipti hvort demókratar fengju miklu fleiri atkvæði í þessum kjördæmum en þyrfti til að tryggja þeim alla kjörmenn þar. Lítil sem engin kosningabarátta fór því fram af hálfu repúblikana vegna forsetakosninga í þessum stóru kjördæmum og litlu fé kastað á glæ. Hefðu hlutfallsreglur gilt hefði auðvitað verið bar- ist um hvert atkvæði. En það var annað sem sýndi með ótvíræðum hætti að demókratar höfðu síst meiri hljómgrunn í þessum kosningum en repúblikanar. Kosningarnar til full- trúadeildarinnar. Þar gildir kerfi hlutfallskosninga á meðan einmenningskerfi gildir um kosningar til öldungadeildar. Í fulltrúadeildinni unnu repúblikanar ríflegan meirihluta og unnu einnig meirihluta í öldungadeild þótt tæpari væri. Nú bendir margt til að demókratar kunni að vinna meirihluta í fulltrúadeild í nóvember en repúblikanar vonast til að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, þótt hann geti orðið tæpur. Sænsk spenna Margt bendir nú til að tilraun „réttborinna flokka til valda“ í Svíþjóð til að stimpla Svíþjóðardemókrata (SD) sem óstjórntækan öfgaflokk og kynþáttahatara sé að verða úrelt. Sú tilraun hafi misheppnast. Þessir flokkar trúðu því að þessir tveir hrollvekj- andi stimplar í bland við þann þriðja, „óstjórntækir“, myndu koma í veg fyrir að SD kæmist nokkru sinni upp fyrir 4% múrinn og því inn á þing. Þegar það gekk ekki eftir var lagt upp með að útskúfunin og uppnefni myndu tryggja að almennt yrði litið á flokk- inn sem fyrirlitlegan smáflokk. Þegar SD fékk yfir sjö prósent í kosningum var smáflokkatalið orðið erfitt því svo margar ríkis- stjórnir í Svíþjóð hafa stuðst við minni flokka en það. En fyrirlitlegur flokkur og óstjórntækur hélt áfram að gera sitt gagn að mati handhafa stimplanna. En þegar SD sleikti 13% markið í síðustu kosningum þótti Svíum að stjórnmálalegur jarðskjálfti hefði orð- ið. Og það, að Valdaflokkurinn með stórum staf, Sósí- aldemókratar, höfðu fengið um 30% fylgi í tvennum kosningum í röð þótti mikið áfall. „Hrakför“ sögðu kratar sjálfir. Gangi spár eftir gætu kratar legið undir 30% á sunnudaginn. Sumar spár tala um 24-25%, og SD verði með á milli 17-20% atkvæðanna og hugsanlega þar með næststærsti flokkur Svíþjóðar í stað Mod- eratarna. Munurinn er nú innan skekkjumarka og SD þá sjónarmun stærri. Göran slær nýjan tón Gamall vinur bréfritara, sem hann hefur miklar mæt- ur á, Göran Persson, var í fréttum af þessu tilefni, Kulnuð síþreyta upp á fjögur prósent ’ En eins og fram hefur komið í fréttum síðustu árin þá hafa hinir hefðbundnu flokkar í Evrópu verið að laga sig að stefnu fordæmdu flokkanna í útlendingamálum. Það var þó stefna sem áður réttlætti að kalla þá öfgaflokka, fasista og jafnvel nasista og flokka kynþáttahatara. Reykjavíkurbréf07.09.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.