Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.09.2018, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.9. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sögur sem enda vel er gaman að lesa. Á dögunum birtist frásögn móðurÖrnu Dísar Ólafsdóttur, ungrar konu með þroskahömlum, á síðumMorgunblaðsins. Þar lýsti móðirin, Unnur Helga Óttarsdóttir, þeim slæmu áhrifum sem það hefur að fá ekki tækifæri til að komast út á vinnu- markað að loknu námi. Arna Dís hafði útskrifast af starfsnámsbraut FB í vor en sat iðjulaus og einangruð heima í stað þess að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og gera gagn. „Það voru blendnar tilfinningar, gleði og sorg sem bærðist um í brjósti mínu við útskrift dóttur minnar Örnu Dísar þegar ég horfði yfir hópinn og gerði mér grein fyrir því að ekkert framhald yrði á framhaldsnámi dóttur minnar og lítið sem ekkert í boði á vinnumarkaðnum,“ sagði Unnur Helga. Nokkrum dögum eftir að greint var frá málinu bárust Örnu Dís sem betur fer nokkur starfstilboð. Nokkur fyrirtæki tóku við sér og sáu tækifæri til að nýta krafta hennar, öllum til heilla. Dæmin eru miklu fleiri. Guð- bergur Rósi Kristjánsson er ungur maður með Downs-heilkenni sem út- skrifaðist af starfsnámsbraut fyrir þremur árum en hefur ekki fengið tækifæri á vinnumarkaði og ein- angrast fyrir vikið meira og meira, eftir því sem fram kom í samtali við móður hans, Þórhildi Ídu Þórarins- dóttur, í Morgunblaðinu á dögunum. Í kjölfarið fékk hann reyndar það skemmtilega verkefni upp í hend- urnar að fylgjast með slökkviliðinu að störfum, sem er auðvitað jákvætt svo langt sem það nær. En þótt einhverjar sögur fái góðan endi breytir það ekki því að eitthvað þarf að gera til að laga þessa stöðu. Það er ótækt, í samfélagi sem býr við lítið atvinnuleysi, að heyra af ungu fólki sem ekki fær störf við hæfi og fær ekki einu sinni tækifæri til að nýta krafta sína. Að mati Þroskahjálpar eru líkur á að um eitt hundrað ungmenni með þroskahömlun af einhverju tagi hafi lokið starfsnámsbrautum en fái ekki tækifæri á vinnumarkaði. Hinn margumtalaði „vinnumarkaður“ er auðvitað ekkert annað en fólk. Sama má segja um „atvinnulífið“, á bak við það hugtak er fólk. Allt þetta fólk, til dæmis forsvarsmenn fyrirtækja, ráðamenn og hátt settir hjá samtökum í atvinnulífinu, getur tekið ákvarðanir um að veita öllum tækifæri, óháð getu. Allir geta gert eitthvað og það skiptir sköpum að við nýtum krafta þeirra sem geta unnið og vilja vinna og gera þjóðfélaginu gagn. Það væri óskandi að hundrað sögur af ungu fólki sem situr heima, en hefur getu og vilja til að spretta fram á vinnumarkaðinn, gætu fengið góðan endi. Útskrift en hvað svo? Ljósmynd/Unnur Helga Óttarsdóttir Hundrað sögur gætu endað vel Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Að mati Þroskahjálpareru líkur á að um eitthundrað ungmenni meðþroskahömlun af einhverju tagi hafi lokið starfsnáms- brautum en fái ekki tæki- færi á vinnumarkaði. Sigurveig Gunnlaugsdóttir Bara vel. Það er svo gaman að labba um og skoða. SPURNING DAGSINS Hvernig líst þér á að gera Lauga- veginn að göngugötu allt árið? Brynjar Jóhannesson Mér finnst þetta mjög góð hug- mynd. Sigríður Þórsdóttir Mér líst bara vel á það. Þessi bíla- umferð er alveg út úr korti þarna. Valgeir Ólafsson Mér hugnast það ekki. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hvernig leggst haustið í þig? Fáránlega vel. Ég var að koma úr nokkurra mánaða leyfi frá RÚV sem ég eyddi í sjónvarpshandritaskrif fyrir Sagafilm, lengst af í Portúgal og á Írlandi. Þegar ég lenti í Reykjavík biðu skemmtileg og spennandi verkefni, m.a. nýir þættir á RÚV með frábærum kollegum, þannig að ég kvarta ekki. Hvað er svona skemmtilegt við útvarp? Fyrir utan það að geta mætt í vinnuna nánast ómáluð og í náttfötum? Útvarpið er skjótvirkur miðill. Ég bara býð fólki inn í stúdíó, ýti á græna takkann og allt fer í loft- ið. Það myndast oft nánd við viðmælendur sem getur þýtt betri viðtöl. Svo er það hljóðheim- urinn sem er svo skemmtilegt að leika sér með, ólíkar raddir og hljóð, tónlist, hljóð- brot og auðvitað þagnirnar – sem er al- gjört lykilatriði að nota rétt í góðu samtali! Þið reynduð að greina Donald Trump í Morgun- útvarpinu í vikunni. Gekk það? Okkur fannst áhugavert að ræða yfirlýsingu fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Kan- ada, sem sagði að hegðun Trumps væri skil- greining á geðveiki – og alls ekki sá fyrsti til þess að setja spurningamerki við geðheilsu Trump. Við kölluðum til fagmann eins og við gerum jafnan, Óttar Guðmundsson geðlækni, sem hefur m.a. geðgreint hetjur úr Íslend- ingasögunum í bókum sínum. Við ræddum bæði þessa yfirlýsingu og efnið í víðara sam- hengi enda eru sögur eða staðhæfingar um andlega heilsu stjórnmálamanna þekkt stef í nútíð og þátíð. Óttar vildi meina að ekkert benti til þess að Trump væri geðveikur en tók líka fram að til þess að geðgreina einstakling þyrfti hann að fá tækifæri til þess að ræða al- mennilega við viðkomandi – ótrúlegt en satt þá hefur Óttar ekki fengið færi á slíkum fundi með Trump! Svo var nú annar merki- legur punktur sem kom fram í viðtalinu, að íslenskir geðlæknar hafi fengið þau vinsam- legu tilmæli að sleppa því að geðgreina ís- lenska stjórnmálamenn opinberlega. Skilst að það tengist eitthvað Stóru Bombu. Hvernig er fullkomið haustkvöld? Að koma þreytt og sátt eftir sundferð á skemmtilegan vina- eða fjölskylduhitting. Gera vel við sig í vetralegum mat og drykk við kertaljós undir djúsí umræðum. Og svo allir upp í rúm fyrir klukkan 22 því ég þarf að vakna í Morgunútvarpið! Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar í lífinu? Ef ég hefði 1/10 af hæfileikum Jónasar Jónassonar, útvarpsmanns Íslands, væri ég gríðarlega sátt. BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Toppurinn að sofna fyrir tíu M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Björg Magnúsdóttir er dagskrárgerðarkona á RÚV. Hún stýrir nýjum útvarpsþætti á Rás 2, Morgunkaffinu, ásamt Gísla Marteini Baldurssyni á laugardagsmorgnum auk þess að vera einn þáttastjórnenda Morgun- útvarpsins nokkrum sinnum í viku með þeim Sigmari Guðmundssyni og Huldu Geirsdóttur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.