Morgunblaðið - 11.09.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
Veður víða um heim 10.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 skýjað
Bolungarvík 8 alskýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 16 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 15 rigning
Helsinki 17 skýjað
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 15 rigning
Glasgow 13 rigning
London 20 léttskýjað
París 24 heiðskírt
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 19 skýjað
Berlín 24 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 17 heiðskírt
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 27 léttskýjað
Barcelona 24 rigning
Mallorca 28 léttskýjað
Róm 26 heiðskírt
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 18 heiðskírt
Montreal 13 alskýjað
New York 15 rigning
Chicago 19 léttskýjað
11. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:40 20:10
ÍSAFJÖRÐUR 6:41 20:19
SIGLUFJÖRÐUR 6:24 20:02
DJÚPIVOGUR 6:08 19:40
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Breytileg átt 3-8 m/s, víða skýjað og
sums staðar dálítil væta. Hiti 5 til 11 stig.
Á fimmtudag og föstudag
Rigning um landið norðanvert, bjart að mestu syðra.
Fremur hæg breytileg átt, en vestlæg átt 5-13, hvassast allra syðst. Súld eða rigning með köflum
austantil á landinu, en annars víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 13 stig.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Nemendur 10. bekkjar í þremur
grunnskólum sem urðu fyrir
barðinu á tæknilegum vandamálum
við fyrirlagningu samræmdu próf-
anna í vor þreyttu prófin að nýju í
gær.
Nemendur fengu val um hvort
þeir myndu þreyta prófin aftur og
samkvæmt upplýsingum frá
Menntamálastofnun þreyttu 49
nemendur próf í gær. Langflestir
grunnskólar landsins héldu endur-
tekningarprófin í maí en rúmlega 10
skólar ákváðu að halda þau nú í
september og fá skólarnir fjóra
daga til að leggja fyrir próf í ís-
lensku og ensku. „Þessa vikuna er-
um við að klára þessa ákvörðun ráð-
herra um að nemendur fengju að
taka prófin aftur, semsagt endur-
tekningarpróf. Hluti skólanna tók
prófin í byrjun maí og hluti er að
taka þau núna,“ segir Sverrir Ósk-
arsson, sviðstjóri hjá Menntamála-
stofnun.
Örfáir skólar ekki með próf
Nemendur hafa val um endurtekt
eður ei en skólinn verður að verða
við ósk nemenda ef þeir kjósa að
taka prófin. Að sögn Sverris voru
örfáir minni skólar með enga nem-
endur sem óskuðu eftir endurtekt.
„Það eru svo einstaka börn sem
tóku prófin en vilja taka aftur og
próftaka gekk vel í bæði skiptin.
Það tóku um 120 til 130 skólar þetta
í maí en nú eru bara 15 eftir af þess-
um fyrrverandi níunda bekk, núver-
andi tíunda bekk,“ segir Sverrir en
10 skólar verða með prófin í vik-
unni.
Hann segir að svipaður fjöldi
nemenda muni þreyta prófin næstu
daga þ.e. um 50 á dag. Próftakan
gekk vel fyrir sig í gær og kom ein-
ungis upp eitt smávægilegt vanda-
mál sem Menntamálastofnun leysti
samstundis. „Við fengum bara eitt
símtal. Þá vantaði nemanda próf-
kóða en það var nemandi sem var í
öðrum skóla í maí og var kominn í
nýjan skóla núna og ekki búið að
senda prófkóðann á milli skóla og
því var reddað,“ segir Sverrir.
Setja enga pressu á nemendur
Nemendur í Réttarholtsskóla
þreyttu próf í ensku í gær og taka
íslenskuprófið í dag. Að sögn Mar-
grétar Sigfúsdóttur, skólastjóra í
Réttarholltsskóla, gekk próftakan
vel og rúmlega einn þriðji nemenda
skráði sig í prófin. Nemendur í
Garðaskóla munu svo þreyta fyrsta
prófið sitt í dag en að sögn Bryn-
hildar Sigurðardóttur skólastjóra
eru afar fáir nemendur skráðir í
prófið. „Það eru fáir skráðir og þeim
hefur fækkað eitthvað. Þau eru að
verða teljandi á fingrum annarrar
handar,“ segir Brynhildur og bætir
við að engin pressa hafi verið lögð á
nemendur skólans til að taka prófin
að nýju.
„Í okkar skóla var engin pressa á
nemendur og við ræddum það í vor
að prófin væru af ýmsum ástæðum
orðin marklaus, bæði vegna inni-
halds þeirra, ágalla í framkvæmd-
inni og vegna þess að þau hafa svo
lítið vægi út á við. Þau skipta ekki
máli fyrir námsferil nemenda eða
annað slíkt,“ segir Brynhildur og
bætir við að tilgangur prófanna og
markmið sé nú í endurskoðun.
Þreyta samræmd próf að nýju
Þrír skólar buðu nemendum upp á endurtekningu á samræmdu prófunum í gær Alls tóku 49 nem-
endur próf 10 skólar bjóða upp á endurtekt í vikunni Langflestir héldu endurtektarprófin í vor
Morgunblaðið/Eyþór
Skólamál Síðustu nemendurnir
ljúka við samræmd próf í vikunni.
Bæjarráð Kópa-
vogs hefur
ákveðið að leita
samninga við Ís-
lenska gáma-
félagið hf. um að
annast sorphirðu
í bænum til árs-
ins 2021. Fyrir-
tækið var lægst-
bjóðandi í útboði
sem auglýst var
á Evrópska efnahagssvæðinu.
Tvö tilboð bárust; Íslenska
gámafélagið bauðst til að hirða
sorpið fyrir 614 milljónir og Gáma-
þjónustan vildi fá tæpar 810 millj-
ónir fyrir sama verk. Kostnaðar-
áætlun ráðgjafa bæjarins hljóðaði
upp á 739 milljónir þannig að
lægsta tilboð var 125 milljónum
undir áætlun.
Tvöfalt fleiri tunnur
Verkið felst í tæmingu á öllum
sorp- og endurvinnsluílátum bæj-
arins við íbúðarhúsnæði í Kópa-
vogi ásamt flutningi til móttöku-
stöðvar.
Íslenska gámafélagið hefur ann-
ast sorphirðuna undanfarin ár.
Sorpílátum hefur fjölgað mjög. Í
fyrra útboði voru 7.800 tunnur og
önnur ílát en nú eru þau 15.600.
Fjölgunin er mest vegna endur-
vinnslutunna.
Samningur bæjarins og Íslenska
gámafélagsins tekur gildi þegar
frestur til að kæra útboðið er lið-
inn, samkvæmt upplýsingum Kópa-
vogsbæjar. helgi@mbl.is
Tilboð í sorphirðu í
Kópavogi 125 millj-
ónum undir áætlun
Rusl Mikill munur
var á tilboðum.
Fulltrúar Reykjavíkurborgar og
Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafn-
istu, undirrituðu í gær samning um
rekstur hjúkrunarrýma og dagdval-
ar við Sléttuveg í Fossvogi í Reykja-
vík. Áður hafði borgin samið við vel-
ferðarráðuneytið um byggingu
hjúkrunarheimilisins og leitað í kjöl-
farið til Sjómannadagsráðs og
Hrafnistu um að hafa umsjón með
framkvæmdinni fyrir sína hönd.
Samningurinn sem gerður var
kveður á um að Hrafnista reki 99
hjúkrunarrými á fimm hæðum við
Sléttuveg. Hrafnista skuldbindur sig
til að reka heimilið á sem hagkvæm-
astan hátt, en þó alltaf með velferð
íbúa að leiðarljósi.
Sambyggð hjúkrunarheimilinu,
sem verður tilbúið eftir ár héðan í
frá, verður þjónustumiðstöð sem
Sjómannadagsráð reisir. Þar mun
Hrafnista starfrækja 30 dagdvalar-
rými fyrir Reykjavíkurborg. Auk
þess verður þar ýmis þjónusta sem
nýtist íbúum á svæðinu.
Samið um nýtt
hjúkrunarheimili
Alls 99 hjúkrunarrými og dagdvöl
Hrafnista Borgin samdi við Sjómannadagsráð um reksturinn og starfið.
Sigurður Bogi Sævarsson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Nærri fjórðungur pilta og þriðj-
ungur stúlkna sem voru í fram-
haldsskóla árið 2016 hafði þá hug-
leitt sjálfsvíg, eða alls 2.834
ungmenni. Það sama ár höfðu 12%
stelpna í framhaldsskólunum gert
tilraun til að svipta sig lífi. Þetta
kemur fram í skýrslu frá Embætti
landlæknis sem var birt í gær á
málþingi á Alþjóðadegi sjálfsvígs-
forvarna.
Í skýrslunni er sjónum beint að
sjálfvígshugsunum og -tilraunum ís-
lenskra ungmenna – svo og sjálf-
skaða og hugsunum þar að lútandi.
Skýrslan byggist á könnunum um
þetta efni sem hafa verið gerðar
reglulega frá aldamótum. Og staðan
er sú að frá 2000-2016 hélst hlutfall
framhaldsskólapilta sem sögðust
hafa gert tilraunir til þess að svipta
sig lífi á bilinu 5-7%. Hlutfallið
rokkaði meira hjá stúlkunum.
Alls 40% stelpna og 26% drengja
sögðu að einhver nákominn þeim
hefði gert tilraun til sjálfsvígs.
Sterkustu áhrifaþættir sjálfvígs-
hugsana voru þunglyndi, reiði, það
að einhver annar segði viðkomandi
frá sjálfsvígshugsunum sínum, kyn-
ferðisofbeldi og lítill stuðningur for-
eldra. – Ungmenni af erlendum
uppruna í erfiðri félagslegri stöðu
og samkynhneigð ungmenni voru
öðrum líklegri til sjálfsvígstilraun-
ar.
Á ráðstefnunni í gær tilkynnti
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra þá ákvörðun sína að ráðu-
neytið verði 25 milljónir króna til
að framfylgja aðgerðaáætlun í
sjálfsvígsforvörnum. Starfshópur
sem hafði það hlutverk að fara yfir
gagnreyndar aðferðir til að fækka
sjálfsvígum og tilraunum skilaði til-
lögum að aðgerðaáætlun í maí á
þessu ári. Aðgerðaáætlunin inni-
heldur yfir fimmtíu tillögur í sex
flokkum og hefur heilbrigðisráð-
herra fallist á þær allar. Svandís
sagði ennfremur á fundinum í gær
geðheilbrigðismál brýn og aðkall-
andi og mikilvægt væri að hugsa
um fólkið en ekki bara kerfin.
Allt að fjórðungur
hugleitt sjálfsvíg
Aukið fé veitt til forvarnamálanna
Morgunblaðið/Eggert
Stuðningur Aðkallandi málefni,
segir Svandís Svavarsdóttir.