Morgunblaðið - 11.09.2018, Page 6
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Grunnur timburhúss sem ekki er
ólíklegt að sé hinn sögufrægi stjörnu-
turn á Lambhúsum á Álftanesi frá
því í lok 18. aldar er á meðal þess sem
komið hefur í ljós við forkönnun forn-
leifafræðinga í vegkantinum við veg-
inn heim að Bessastöðum. Frekari
rannsókn þarf þó til að staðfesta það.
Til stendur að breikka veginn að
forsetasetrinu, stækka bílastæðið við
Bessastaðakirkju, leggja göngustíga
og endurnýja lagnir. Voru fornleifa-
fræðingar fengnir til að kanna stað-
inn áður en framkvæmdir hæfust.
Þeir hafa einnig komið niður á mun
eldri minjar, þar á meðal vegg og
aðrar mannvistarleifar sem taldar
eru frá landnámsöld. Þá eru þarna
einnig minjar frá 12. og 13. öld.
„Menn áttu ekki von á því að þarna
leyndust svona umfangsmiklar minj-
ar,“ segir Ragnheiður Traustadóttir
fornleifafræðingur sem stjórnar
rannsókninni. En í sjálfu sér eigi það
samt ekki að koma á óvart að ríku-
legar minjar frá fyrri öldum séu í
grennd við Bessastaði enda voru þeir
stjórnsýslumiðstöð landsins um alda-
bil og stórbýli þar með fjölmörgum
hjáleigum. Lambhús voru eitt býl-
anna og eru ritheimildir til um bú-
setu þar frá því á 16. öld.
Sex til sjö manns hafa unnið við
rannsóknina í rúman hálfan mánuð
en voru fjórir í gær þegar Morgun-
blaðið kannaði stöðuna. Reiturinn
sem er til rannsóknar er nærri 180
metrar á lengd og þriggja til fjögurra
metra breiður. Fornleifafræðing-
arnir verða á staðnum að minnsta
kosti út septembermánuð.
Ragnheiður er að vinna að skýrslu
um það sem komið hefur í ljós við
rannsóknina og á grundvelli hennar
verður tekin afstaða til þess hvað að-
hafst verður á næstunni. Sjálf er hún
spennt fyrir því að ráðist verði í frek-
ari rannsóknir. Til að byrja með
kæmi til greina að fara með jarðsjá
um túnið þarna til að átta sig á því
hvers konar minjar leynast undir
sverðinum.
Stjörnurannsóknir í lok 18. aldar
Að boði konungs hófust stjörnu-
athuganir við Bessastaði árið 1779.
Annaðist þær norskur maður, Ras-
mus Lievog, og var honum fenginn
bústaður á konungsjörðinni Lamb-
húsum sem var steinsnar frá Bessa-
stöðum. Turninn var ekki tilbúinn
fyrr en haustið 1783. Varðveist hefur
upprunaleg grunnteikning hans og
einnig teikning að útliti hans frá 1789
eftir breskan leiðangursmann. Innan
dyra var komið fyrir fullkomnum
mælingartækjum og stjörnukíki sem
Vísindafélagið danska útvegaði.
Rannsóknarskýrslur Lievogs, sem
lýsa bæði stjörnugangi og veðurfari,
hafa varðveist. Hann var við rann-
sóknirnar í meira en aldarfjórðung,
til 1805.
Einar H. Guðmundsson, prófessor
í stjarneðlisfræði, segir í grein á vef
Háskóla Íslands að niðurstöður úr
mælingum og athugunum Lievogs í
Lambhúsum hafi verið þekktar með-
al stærðfræðilegra lærdómsmanna í
Evrópu á sínum tíma. Yfirmaður
hans, prófessor Thomas Bugge í
Kaupmannahöfn, hafi séð til þess að
þær væru birtar, ekki aðeins í ritum
danska vísindafélagsins, heldur einn-
ig í árlegum evrópskum stjörnu-
almanökum og víðar. Þær hafi komið
að góðum notum bæði á 19. og 20.
öld. Enn þann dag í dag megi sjá
vitnað í þessar rannsóknir, bæði í er-
lendum og innlendum fræðiritum.
Þegar viðgerðir og endurbætur
hófust á Bessastaðastofu fyrir um
þrjátíu árum kom í ljós að undir
henni voru allt að 3,5 m þykk mann-
vistarlög, sem hlaðist höfðu upp af
eldri mannvistarleifum. Hófust þá á
staðnum umfangsmestu fornleifa-
rannsóknir sem enn hafa verið gerð-
ar á Íslandi.
Fornleifar áður rannsakaðar
Á árabilinu 1987-1996 var stór
hluti bæjarhólsins á Bessastöðum
rannsakaður og er rannsóknar-
svæðið rúmlega fjögur þúsund fer-
metrar. Hægt er að skoða ýmsa
þeirra muna sem fundust við upp-
gröftinn í kjallara Bessastaðastofu
og horfa inn á gólf landfógeta-
bústaðar konungsgarðsins frá 18. öld
og sjá minjar frá 15.-16. öld.
Á Bessastöðum hófst búseta að öll-
um líkindum þegar eftir landnám,
eða mun fyrr en ritheimildir nefna
staðinn. Fundist hafa allmiklar minj-
ar um búsetu frá því á 10. öld, m.a.
leifar af tveimur stórum skálum, búr
og eldhús, jarðhús, útihús og garðar.
Bessastaðir virðast hafa verið all-
stórt býli frá upphafi og haldið þeirri
stöðu um aldir. Bæjarhóllinn er einn
sá stærsti á Íslandi, rúmlega 50 m
breiður og 150 m langur.
Líklega grunnur stjörnuturnsins
Minjar frá fyrri öldum við heimreiðina að Bessastöðum Fornleifafræðingar kanna svæðið vegna
breikkunar vegarins og stækkunar bílastæðis Mannvistarleifar frá landnámsöld og 12. og 13. öld
Teikning/John Baine
Rannsókn Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og samstarfsmenn hennar að störfum á uppgraftarsvæðinu um hádegisbil í gær. Eins og sjá má er
leiðin ekki löng frá hinum fornu Lambhúsum að Bessastöðum. Til stendur að breikka heimreiðina að forsetasetrinu og stækka bílastæðið við kirkjuna.
Morgunblaðið/Hari
Stjörnuturninn Teikning bresks leiðangursmanns af stjörnuathugunar-
stöðinni í Lambhúsum sumarið 1789. Bærinn við hliðina.
Teikning/Auguste Mayer
Lambhús á Álftanesi Teikning fransks málara frá 1836. Bærinn stóð stein-
snar frá Bessastöðum. Þetta var torfbær en stafn hússins var úr timbri.
Morgunblaðið/Hari
Uppgröftur Fornleifafræðingarnir voru önnum kafnir við rannsóknina í gær. Þeir verða á staðnum út þennan mán-
uð og ef til vill á rannsóknin eftir að vinda upp á sig. Miklar mannvistarleifar frá fyrri öldum hafa fundist þarna.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla