Morgunblaðið - 11.09.2018, Side 8

Morgunblaðið - 11.09.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 Kristján Þór Júlíusson sjávar-útvegsráðherra hefur boðað frumvarp í haust um veiðigjöld þar sem „kerfið í núverandi mynd endur- spegli ekki nægilega vel afkomu grein- arinnar“, eins og ráð- herrann orðaði það í viðtali við Morg- unblaðið.    Í þessu sambandinefnir hann rétti- lega þann galla á nú- verandi kerfi að álagning sé fjarri tekjum í tíma. Þetta þýðir að þegar gjöld- in eru greidd getur rekstrarumhverfi greinarinnar verið allt annað en þeg- ar fiskurinn var veiddur og seldur.    Þetta kemur sér að sjálfsögðu illaeins og dæmin sanna, en ekki er síður til að valda erfiðleikum hve gríðarlega há veiðigjöldin eru orðin.    Í samtali við Morgunblaðið bentiHeiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, til dæmis á að sumar tegundir væru ekki fullnýttar og stór þáttur í því væri hátt veiði- gjald. „Þegar gjaldið er orðið þannig að það borgar sig ekki að sækja og gera virði úr einstökum tegundum, þá hefur augljóslega verið gengið of langt,“ sagði hún.    Heiðrún Lind benti á að endur-skoða þyrfti þær ákvarðanir sem teknar hefðu verið um gjaldtöku í sjávarútvegi. „Þegar veiðigjaldið er orðið næststærsti kostnaðarliðurinn í útgerð, á eftir launakostnaði, þá krefst sú staða augsýnilega endur- skoðunar,“ sagði hún.    Athugasemdum sem þessum hlýt-ur að verða mætt í væntanlegu frumvarpi um veiðigjöld. Kristján Þór Júlíusson Íþyngjandi ofurgjöld STAKSTEINAR Heiðrún Lind Marteinsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal. Viðhorf í garð Íslands eru jákvæð samkvæmt nýrri könnun sem var gerð í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku fyrir Íslandsstofu. Svar- endur voru á aldrinum 25-65 ára, fólk sem ferðast minnst einu sinni á ári. Alls 1.000 manns frá hverju markaðssvæði svöruðu. Um 70% aðspurðra voru jákvæð í garð Íslands sem áfangastaðar og raunar mældist þetta hlutfall 75% meðal Þjóðverja. Þá fer áhugi fólks á því að heimsækja Íslands í annan tíma en á sumrin vaxandi. Alls 67% aðspurðra sögðust myndu íhuga slík ferðalög, sem er 14% aukning frá síðustu könnun sem var gerð í byrjun síðasta árs. Þekking á íslenskum vörum og vörumerkjum var einnig könnuð. Þær íslensku vörur sem svarendur gátu helst nefnt voru fiskur (21%), skyr (11%) og ull (11%). Þegar spurt var um ákveðna þætti sem svarendur tengja við land og þjóð kom fram að Ísland þykir óspillt, fallegt, sjálfbært og öruggt land með áhugaverða sögu og menningu. Hugrenningatengsl við áfangastaðinn voru helst þau að Ísland væri öruggur áfangastaður með óspillta og einstaka náttúru sem byði upp á víðáttu og kyrrð, gestrisið heimafólk og fjölbreytta afþreyingu. Þjóðverjar jákvæðastir í garð Íslands  Fleiri íhuga ferðalög utan sumarsins  Óspillt, fallegt, sjálfbært  Ull og skyr Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Góð stund við Geysi. Búið er að veiða 125 hvali á vertíð- inni og segir Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., að veiðar hafi geng- ið ágætlega þrátt fyrir erfitt tíðarfar. Hann segir að það fari eftir veðri hversu lengi verður haldið áfram, en veðurútlit sé ágætt næstu daga. Iðulega hafi veður breyst um eða upp úr 20. september með þrálátum lægðagangi á miðunum vestur af landinu og skipin oft hætt veiðum um það leyti. Dæmi séu þó um að vertíð hafi staðið fram í október, en langreyðakvótinn er um 190 dýr. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins hófst í gær í borginni Floriani- polis sunnarlega í Brasilíu. Kristján sækir ekki þennan fund, en hann hefur setið alla ársfundi hvalveiði- ráðsins frá árinu 1973 nema á því tímabili sem Ísland var ekki í ráðinu. Mýgula landlæg Um ástæður þess segir hann að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi í maí í vor bætt borginni þar sem fundurinn er haldinn við sem áhættusvæði vegna mýgulu. Hún er landlæg á svæðinu, en mýgula er hitabeltissjúkdómur sem berst með moskítóflugum. Kristján segist hafa kannað með bólusetningu gegn gul- unni, en verið tjáð að þar sem hann væri orðinn sextugur fengi hann ekki bólusetningu vegna hættu á al- varlegum aukaverkunum. „Ég er ekki með þessa bólusetn- ingu og þar með lá það fyrir að ég færi ekki á fund Alþjóðahvalveiði- ráðsins að þessu sinni. Mér finnst það hins vegar vægast sagt sér- kennilegt að halda alþjóðlega fundi á stað þar sem hætta er á svona sjúk- dómum,“ sagði Kristján, sem varð 75 ára í vor. aij@mbl.is Búið að veiða 125 hvali í ár  Fær ekki bólusetningu til að geta farið á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Vertíð Á leið í land með hval.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.