Morgunblaðið - 11.09.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við skorum á stjórnvöld að koma inn
í þetta mál. Margar stofnanir ríkisins
koma að en vinna hver í sínu horni.
Það þarf meira samstarf til þess að
hægt sé að stöðva brotastarfsemi
strax og fyrsta stofnun mæti á vett-
vang en hlutirnir dragist ekki þar til
næsta stofnun fær málið til sín,“ segir
Björn Snæbjörnsson, formaður
Starfsgreinasambands Íslands
(SGS), um aðgerðir gegn félagsum
undirboðum og brotastarfsemi á
vinnumarkaði.
Málið var mikið rætt á formanna-
fundi sambandsins sem fram fór á
föstudag. „Kom í ljós að meira eða
minna öll aðildarfélögin hafa rekið sig
á. Það er greinilega vandamál að ver-
ið er að svindla á öllum kerfum,“ seg-
ir Björn.
Brotið á starfsfólki
Í ályktun frá fundinum eru nefnd
eftirfarandi atriði: Ólögleg sjálfboða-
liðastarfsemi, launastuldur, ófull-
nægjandi ráðningarsamningar, mis-
notkun á vinnandi fólki, brot á
ákvæðum um hvíldartíma, óviðun-
andi aðbúnaður og misnotkun í
tengslum við útleigu íbúðarhúsnæðis
í eigu atvinnurekanda.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri
SGS, nefnir nokkur dæmi. Öll snúa
þau að fólki sem kemur frá útlöndum
til að vinna hér, aðallega í byggingar-
iðnaði og ferðaþjónustu.
Fólk sem kemur hingað til lands er
látið vinna 12 til 16 tíma á dag, jafnvel
án þess að fá yfirvinnu greidda, það
fær fáa frídaga og er látið búa í óvið-
unandi húsnæði.
Nýlegt dæmi er um mann sem hol-
að var niður í húsnæði með mörgum
öðrum án þess að vera boðið upp á
læsta hirslu. Ástandið á öðrum íbúum
var allavegana, meðal annars vegna
neyslu fíkniefna, og viðkomandi taldi
öryggi sínu ógnað. Þessi starfsmaður
var ekki skráður inn í landið og því á
eigin vegum og engin félagsþjónusta
til að grípa hann. Verkalýðsfélögin
gera það sem þau geta til að hjálpa til
og ganga stundum inn í hlutverk fé-
lagsráðgjafa.
Dæmi er um sjálfboðaliða sem
koma til landsins og halda að þeir eigi
að vinna fimm tíma á dag en eru sett-
ir í fulla vinnu og rúmlega það. Þeir
sem koma með þessum formerkjum
eru ótryggðir og reynt er að kreista
hvern einasta blóðdropa úr þeim og
stela vinnuframlagi þeirra.
Sektað fyrir launastuld
Í ályktun formannafundarins er
þess krafist að stjórnvöld grípi til að-
gerða enda hafi stéttarfélögin tak-
mörkuð úrræði til þess. Nefnt er að
samræma þurfi og þétta vinnustaða-
eftirlit.
Björn nefnir að margar stofnanir
komi að málum, Vinnueftirlitið,
Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóri
og lögreglan, auk stéttarfélaganna.
Hann segir að stofnanir ríkisins vinni
ekki nógu vel saman og hver um sig
sé bundin sínu hlutverki. Samtökin
segja að formgera þurfi samráð og
samstarf og styrkja stoðir eftirlitsins
þannig að fulltrúar stofnana geti
einnig haft eftirlit með aðbúnaði og
kjörum vegna húsnæðis sem atvinnu-
rekandi leigir fólkinu.
Björn bendir á að engin viðurlög
séu við því að greiða ekki rétt laun á
réttum tíma, það sem kallað er launa-
þjófnaður í ályktun sambandsins.
Tekur Björn fram að sumt sé gert af
vanþekkingu en annað vísvitandi.
Verkalýðsfélögin séu sífellt að rukka
þessi laun eftirá fyrir félagsfólk.
Vandamálið hafi farið vaxandi síðustu
þrjú árin en hann telur að ástandið
hafi verið verst í sumar.
Ráð Starfsgreinasambandsins er
að vinnuveitendum sem vísvitandi
stela launum af starfsfólki verði refs-
að með sektargreiðslum.
Samræma þarf allt
eftirlit á vinnustöðum
Krefjast aðgerða gegn félagslegum undirboðum og brotum
Morgunblaðið/Ómar
Byggingarvinna Misjafnt er hversu vel eða illa vinnuveitendur koma fram
við starfsfólk sitt. Verkalýðsforingjar standa í ströngu. Myndin er úr safni.
Umræður Björn Snæbjörnsson og
Drífa Snædal forystumenn í SGS.
Alfons Finnsson
Ólafsvík
Það var hátíðleg stund á dvalar-
heimilinu Jaðri í Ólafsvík síðastliðinn
föstudag þegar félög og fyrirtæki í
Snæfellsbæ færðu heimilinu tvö
þrekhjól að gjöf.
Ásbjörn Óttarsson lýsti aðdrag-
anda gjafanna fyrir hönd gefenda og
sagði meðal annars að síðastliðinn
áratug hefðu verið haldin kútmaga-
kvöld einu sinni á ári í Röst á Hellis-
sandi. Allur hagnaður af þeim hefur
verið lagður inn á bók og þegar upp-
hæðin var komin upp í 500 þúsund
krónur var farið að huga að gjöfum.
Þá var ákveðið að nota peningana í að
kaupa þrekhjól fyrir Jaðar, en þegar
til kom voru þessi tæki í dýrari kant-
inum og því var talað við fyrirtæki og
félög í Snæfellsbæ um að styrkja
þetta verkefni enn frekar og voru all-
ir þeir sem talað var við mjög jákvæð-
ir.
„Þessi þrekhjól eru af bestu gerð
og vonandi koma þau heimilisfólki að
góðum notum,“ sagði Ásbjörn. Síðan
afhenti Sigurður Kristjónsson, heim-
ilismaður á Jaðri og fyrrverandi skip-
stjóri og útgerðarmaður, einn af
upphafsmönnum kútmagakvöldsins,
Ingu Jóhönnu Kristinsdóttur, for-
stöðukonu Jaðars, gjafirnar.
Jaðar í Ólafsvík
fær góðar gjafir
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Góðar gjafir Sigurður Kristjónsson sem er heimilismaður á Jaðri afhendir
Ingu Jónu Kristinsdóttur gjafirnar sem munu koma að góðum notum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Spölur stefnir að því að afhenda
Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til
eignar og rekstrar sunnudaginn 30.
september nk. Innheimtu veggjalds
verði hætt föstudaginn 28. sept-
ember eða eftir rúman hálfan mánuð.
Spölur mun á næstu mánuðum
gera upp við viðskiptavini sína.
Fyrirtækið mun taka við veglyklum
gegn 3.000 króna skilagjaldi, taka við
og endurgreiða ónotaða afsláttar-
miða og greiða út inneignir á
áskriftarreikningum notenda veg-
lykla. Viðskiptavinir hafa frest til 30.
nóvember til að skila veglyklum og
afsláttarmiðum. Áskriftarsamningar
Spalar eru liðlega 20 þúsund og yfir
53 þúsund veglyklar eru í umferð. Í
ljósi þess að uppgjörsmálin skipta
tugum þúsunda áskilur Spölur sér
lengri frest en 30 daga til að afgreiða
þau öll.
Áskrifendur geta skilað veglyklum
á nokkrum þjónustustöðvum og fá
skilagjaldið greitt inn á bankareikn-
inga sína. Upplýsingar um þjón-
ustustöðvar má finna á spolur.is.
Stjórn Spalar tilkynnti hluthöfum
félagsins ákvörðun sína bréflega á
föstudag en tekur jafnframt fram að
tímasetningin sé kynnt að þeim for-
sendum gefnum að Ríkisskattstjóri
fallist á tiltekna meðferð á skatta-
legri afskrift ganganna og í öðru lagi
að Samgöngustofa skili fyrirvara-
lausri úttekt á göngunum í aðdrag-
anda eigendaskiptanna.
Fram kemur í frétt á heimasíðu
Spalar að stjórn fyrirtæksins hafi í
júní síðastliðnum leitað álits Ríkis-
skattstjóra á því hvernig fara skyldi
með skattalega afskrift ganganna og
hugsanlega skattlagningu Spalar á
árinu 2018. „Svar hefur ekki borist
við erindinu en þess er vænst að við-
unandi botn fáist í málið í tæka tíð
svo unnt sé að afhenda göngin í lok
september,“ segir í fréttinni.
Félaginu Speli verður slitið
Hlutafélagið Spölur var stofnað á
Akranesi 25. janúar 1991. Fram-
kvæmdir við göngin hófust 30. maí
1996 og þau voru opnuð til umferðar
11. júlí 1998. Í lögfestum samningum
var frá upphafi kveðið á um að veg-
farendur greiddu fyrir göngin með
veggjöldum og að Spölur myndi af-
henda ríkinu mannvirkið skuldlaust.
„Spölur hafði þann tilgang einan
að undirbúa og sjá um framkvæmdir
í Hvalfirði og eiga og reka Hvalfjarð-
argöng. Félaginu verður slitið 2019
og það heyrir þá farsælli sögu til,“
segir á heimasíðunni.
Hluthafar Spalar eru 45 og þeirra
stærstir eru: Faxaflóahafnir 23,5%,
Ríkissjóður Íslands 17,6%, Elkem Ís-
land 14,7%, Hvalfjarðarsveit 11,6%,
Vegagerðin 11,6% og Akraneskaup-
staður 8,7%.
Ljósmynd/Atli Rúnar
Hvalfjarðargöng Gjaldtöku verður hætt föstudaginn 28. september.
Spölur innkallar
53 þúsund veglykla
Hætt að rukka gjald 28. september