Morgunblaðið - 11.09.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018
Seltjarnarnes Hjólreiðar eru holl hreyfing og útiveran góð. Vestur á Seltjarnarnesi hóf hjólreiðamaður fák sinn á loft og jafnhattaði. Ferðafélagi hans notaði tækifærið og smellti af mynd.
Eggert
Ríkisstjórnin kynnti
fyrstu áfanga í viða-
mikilli aðgerðaáætlun í
loftslagsmálum á
mánudaginn. Eins og
kunnugt er settu
stjórnvöld sér það
markmið í stjórn-
arsáttmála að Ísland
ætti að verða kolefn-
ishlutlaust árið 2040.
Þá eru íslensk stjórn-
völd bundin af mark-
miðum Parísarsamkomulagsins sem
miðast við árið 2030. Markmið áætl-
unarinnar eru tvíþætt. Annars veg-
ar að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og hins vegar að stuðla
að aukinni kolefnisbindingu.
Fyrstu áfangarnir eru annars
vegar orkuskipti með
sérstakri áherslu á raf-
væðingu samgangna
og hins vegar átak í
endurheimt votlendis,
landgræðslu og skóg-
rækt. Aðgerðaáætlunin
verður þó töluvert víð-
feðmari og nær til fleiri
þátta. Næstu skref í
vinnslu hennar eru að
hún verður sett í sam-
ráðsgátt Stjórnarráðs-
ins til umsagnar auk
þess sem stjórnvöld
munu eiga samráð við
fulltrúa atvinnulífs, sveitarfélaga,
frjálsra félagasamtaka og fleiri.
Það er sérstakt fagnaðarefni að
íslenskt atvinnulíf hefur sýnt þessu
stóra verkefni mikinn áhuga. Nú
þegar hefur sjávarútvegurinn til
dæmis dregið verulega úr losun frá
flotanum með aukinni fjárfestingu.
Fleiri greinar undirbúa nú verkefni
til að ná árangri á þessu sviði og ég
sé fram á gott samstarf stjórnvalda
og atvinnulífs til að ná þessum
metnaðarfullu og mikilvægu mark-
miðum.
Áætlað er að verja rúmum einum
milljarði króna til uppbyggingar
innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu
hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða
í orkuskiptum hér á landi á næstu
fimm árum. Þá er ekki meðtalinn
kostnaður við áframhaldandi íviln-
anir fyrir rafbíla sem þegar eru
meðal þeirra mestu sem þekkjast.
Rafvæðingin skapar almenningi
sömuleiðis möguleika á að auka ráð-
stöfunartekjur sínar þar sem rekstr-
arkostnaður verður mun lægri en á
hefðbundnum olíu- og bensínbílum
fyrir utan að þjóðarbúið verður
óháðara sveiflum í olíuverði. Þá er
mörkuð sú stefna að frá og með
árinu 2030 verði allir nýskráðir bílar
loftslagsvænir.
Að lokum er gert ráð fyrir eflingu
almenningssamgangna sem er í
senn stórt loftslagsmál og skipulags-
mál í þéttbýli.
Þá verður ráðist í umfangsmikið
átak við endurheimt votlendis, birki-
skóga og kjarrlendis, stöðvun jarð-
vegseyðingar og frekari land-
græðslu og nýskógrækt. Rúmum 4
milljörðum króna verður varið til
þessara aðgerða á næstu fimm ár-
um. Áhersla er lögð á gott samstarf
við m.a. bændur og frjáls félaga-
samtök og sérstök ástæða er til að
fagna frumkvæði sauðfjárbænda á
þessu sviði sem hafa sett sér metn-
aðarfull markmið.
Loftslagsmál verða æ fyrirferðar-
meiri í pólitískri umræðu enda eru
það æ fleiri sem átta sig á nauðsyn
þess að ríki heims setji sér skýr
markmið til að sporna gegn frekari
loftslagsbreytingum. Árangur í
loftslagsmálum mun ekki nást nema
með samstilltu átaki okkar allra. Þar
þurfa stjórnvöld að sýna forystu.
Aðgerðaáætlunin sem og fjár-
málaáætlun ríkisstjórnarinnar sýna
að þar hafa orðið ákveðin straum-
hvörf og Ísland getur tekið forystu í
þessum mikilvægu málum. Það felur
í sér mikil tækifæri fyrir íslenskt
samfélag og efnahag.
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur » Árangur í loftslags-
málum mun ekki
nást nema með sam-
stilltu átaki okkar allra.
Katrín
Jakobsdóttir
Höfundur er forsætisráðherra.
Alvöru aðgerðir í loftslagsmálum
Morgunblaðið
greindi frá því um
helgina undir fyr-
irsögninni „Þór
skrapp til Færeyja“
að varðskipið Þór
hefði í vikunni verið
við gæslustörf á Aust-
fjarðamiðum. Að sögn
notaði það þá „tæki-
færið og skaust inn til
Færeyja til að taka
olíu“, alls um 600 þús-
und lítra.
Þessi Færeyjaför var skýrð með
því að þar þurfi Landhelgisgæslan
ekki að greiða gjöld og skatta af ol-
íunni og því sé hún talsvert ódýrari
en hér á landi. Fréttinni virðist ætl-
að að varpa ljósi á aðdáunarverða
útsjónarsemi stjórnenda Landhelg-
isgæslunnar við að halda niðri
kostnaði við rekstur stofnunarinnar.
Þessar siglingar
varðskipanna til olíu-
kaupa hafa áður vakið
athygli og svaraði
dómsmálaráðherra
fyrirspurn um málið í
mars 2017. Þar kom
fram að ráðherra var
vel kunnugt um þenn-
an hátt á olíukaupum
Gæslunnar, sem hafði
þá næstliðin fjögur ár
keypt nær tuttugu
sinnum meira magn af
olíu í Færeyjum en á
Íslandi. Ráðherra seg-
ir að skipin stoppi stutt í Fær-
eyjum; vera varðskipanna utan lög-
sögunnar af þessu tilefni sé
„sjaldnast meiri en sólarhringur“.
Það er alkunna að álögur ís-
lenska ríkisins á olíu og bensín eru
gríðarlegar. Það eru hins vegar fáir
í aðstöðu til þess að „skjótast“ til
annarra landa til að losna undan
þessum álögum eins og Landhelg-
isgæslan stundar. Þessi innkaup
eru þeim mun sérstæðari að Gæsl-
an er önnur meginlöggæslustofnun
íslenska lýðveldisins ásamt lögregl-
unni. Að hún leyfi sér, að því er
virðist með blessun ráðherra, að
stunda það sem á tæknimáli yrði
væntanlega nefnt „skipuleg skatta-
sniðganga“ er einhvern veginn
handan við mörk þess mögulega.
Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu
á tvennt sem þessu máli tengist
með vandræðalegum hætti. Hið
fyrra er átak gegn skattund-
anskotum og fyrir bættu skatta-
siðferði. Hið síðara eru marktækar
aðgerðir í loftslagsmálum til að
sporna gegn hlýnun jarðar. Sigl-
ingar Landhelgisgæslunnar til
Færeyja, beinlínis til þess að kom-
ast undan skattlagningu íslenska
ríkisins á olíu, m.a. kolefnisgjald-
inu, eru í hrópandi mótsögn við
bæði þessi markmið.
Landhelgisgæslan hlýtur að geta
upplýst hvað skip Gæslunnar hafa
brennt mikilli olíu í innkaupaferð-
um sínum til Færeyja; hún hlýtur
líka að geta upplýst hversu lengi
skipin hafa verið utan lögsögunnar
í þessum erindagerðum, hvað
klukkustundin kostar í úthaldi
varðskipanna og þá hver heild-
arkostnaður hefur verið af þessum
siglingum. Loks hlýtur Gæslan að
geta upplýst a.m.k. ráðherrann um
það, hvað henni hefur tekist að
hafa mikið fé af ríkissjóði í formi
skatta og gjalda af olíunni sem
keypt var.
Það er auðvitað margt fleira en
olía sem kostar minna í fríhöfnum
erlendis en út úr búð hér á landi.
Engar upplýsingar hafa þó verið
birtar um það hvort Gæslan komi
sér undan sköttum og gjöldum af
fleiri vörutegundum í innkaupa-
ferðum sínum erlendis.
Það framferði ríkisvaldsins í líki
Landhelgisgæslunnar sem hér er
lýst gerir allt tal stjórnvalda um
stórbætt siðferði í stjórnmálum og
viðskiptum, að ekki sé nú nefnt
átak til að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda, í senn innan-
tómt og hjákátlegt. Gott siðferði
verður trúlega seint stofnanavætt
eða reglubundið. Það mun vera iðk-
an þess sem virkar best. Hall-
grímur Pétursson orðaði þetta
einkar vel:
Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það.
Eftir Þórarin V.
Þórarinsson
Þórarinn V.
Þórarinsson
» Það eru hins vegar
fáir í aðstöðu til þess
að „skjótast“ til annarra
landa til að losna undan
þessum álögum eins og
Landhelgisgæslan
stundar.
Höfundur er lögmaður
og situr í stjórn N1 hf.
Að skjótast undan sköttum