Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 VANTAR ÞIG STARFSFÓLK? Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum jafnt stór sem smá fyrirtæki. Fundur sjálfstæð- ismanna um Þriðja orkupakkann fimmtu- daginn 30. ágúst sl. var athyglisverður, sér- staklega að því leyti að ekki kom fram ein ein- asta jákvæð setning í garð pakkans. Hins vegar vantaði ekki nei- kvæðnina og menn höfðu fjörugt ímynd- unarafl um skelfilegar afleiðingar ef pakkinn væri samþykktur. Hróp og köll komu frá framsögumönnum við góðar undirtektir áheyrenda. Sum framsöguerindin, sérstaklega hjá sérfræðingunum, voru óskiljanleg jafnvel fyrir vana menn. Allt var þetta á einn veg: allir skulu vera á móti, þar á meðal þingmenn flokks- ins, annars fái þeir fyrir ferðina. Þetta minnti mann á heiftúðuga trúarsamkomu í Bandaríkjunum. Á fundinum komu fram nokkur at- riði sem vöktu undrun. Eitt var að það væri stórhættulegt að skilgreina rafmagn sem vöru, en sú skilgrein- ing hefur almennt verið viðurkennd um allan heim í viðskiptum. Ég bara á ekki orð. Annað var að Lands- virkjun skuli fá kjölfestuhlutverk við að tryggja landsmönnum orku- öryggi, í stað þess að notast við hinn frjálsa raforkumarkað, eins og tíðk- ast í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Og svo kom margt annað fáránlegt fram í þessum dúr, sem óþarfi er að tíunda. Ég öfunda ekki flokksforystu Sjálf- stæðisflokksins að þurfa að ná tökum á ástandinu eftir að búið er að kljúfa flokkinn í herðar niður, með vaskri framgöngu nokkurra tæknimanna innan flokksins. Það er áhyggjuefni að með því að hafna Þriðja orkupakkanum skuli stefnt að „harð- línu sósíalisma“ í raforkumálum. Þá munu kumpánar ríkisvaldsins í einu og öllu halda áfram að ráðskast með stefnumótun og ákvarðanir í raf- orkumálum og jafnframt ríghalda í gjaldskrárkerfin gömlu. Þá munu líklega verða teknar ákvarðanir sem augljóslega væru óskynsamlegar og jafnt og þétt horfið frá því sem best hefur reynst erlendis og myndi henta vel á Íslandi. Í nafni hug- myndafræði sem hvergi hefur gengið upp. Ég held að hugmyndir um sæ- strenginn IceLink frá Íslandi til Bretlands og tilheyrandi styrking á flutningskerfinu flæki bara málið á þessu stigi, sérstaklega í málflutn- ingi lögfræðinga, en þeir ráða alls ekki við þennan þátt málsins. Einnig flækir umfjöllunina um IceLink sú staðreynd að ennþá ligg- ur ekki fyrir hönnun með teikningum og tilheyrandi kostnaðaráætlun, en á meðan svo er þá er lítið hægt að gera. Það þarf að skoða miklu betur áhættuna við að þvera úthaf eða Atl- antshafið í fyrsta sinn með 1.100 km löngum raforkusæstreng á allt að 1.100 metra dýpi. Það þarf að skoða vel nýlegar bilanir á löngum köplum svo sem á Basslink-strengnum árið 2016, sem varð á 80 metra dýpi milli Tasmaníu og Ástralíu, en viðgerð tók sex mánuði. Það þarf varla að gera ráð fyrir að IceLink komi nokkurn tíma, alla vega ekki fyrr en ef til vill í fjarlægðri framtíð og þá kannski sem hluti af fjölþjóðlegum kapli sem næði um Evrópu-Ísland-Grænland- Kanada. Eða þá að ný tækni í raf- orkuöflun verði komin til sögunnar t.d. með umhverfisvænni nýtingu á kjarnorku, sem gæti verið á næsta leiti. Við skulum bara hugsa Þriðja orkupakkann sem hluta af lagalegri umgjörð fyrir raforkukerfið án sæ- strengs. Það er svo sannarlega þörf á aðferðafræðinni. Bagalegt er að aðalþátttakend- urnir í málefnum Þriðja orkupakk- ans, þ.e. Landsvirkjun og Landsnet, hafa lítið sem ekkert tjáð sig, utan einnar greinar eftir Rögnu Árna- dóttur, aðstoðarforstjóra Lands- virkjunar, í vefriti Úlfljóts, félags laganema í Háskóla Íslands. Það vef- rit lesa fáir. Ekki hefur komið fram hvort viðhorfin í greininni eru við- horf Landsvirkjunar eða persónuleg skoðun Rögnu. Er það hugsanlegt að Landsvirkjun og Landsnet telji að þau eigi ekki tjá sig vegna þess að þau eru í opinberri eigu? Það væri þá ekki í samræmi við anda raforkulag- anna frá 2003, en með þeim var hug- myndin að minnka áhrif stjórnmála- og embættismanna á starfsemi fyr- irtækjanna. Ég er þeirrar skoðunar að sam- þykkja eigi Þriðja orkupakkann á Al- þingi. Fundur sjálfstæðismanna um Þriðja orkupakkann Eftir Skúla Jóhannsson »Ég er þeirrar skoð- unar að samþykkja eigi Þriðja orkupakkann á Alþingi. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. skuli@veldi.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Vert er að þakka Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fyrir vandaða og áhugaverða tónleika sem sjónvarpað var föstudagskvöldið 31. ágúst. Þá tóku hljóm- sveitin og RÚV í þriðja sinn höndum saman og gáfu þjóð- inni kost á að ráða efn- isskránni á fyrstu tón- leikum hljómsveitarinnar á nýbyrjuðu starfsári. Almenningi gafst færi á að velja uppáhalds ís- lensku tónsmíðina sína. Meðal þess sem vakti athygli mína, og kannski fleiri áheyrenda, var hvað mörg verkin voru flutt við texta (ljóð) eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Af verkunum á dagskránni voru fimm með textum eftir hann. Tveir voru eftir Halldór Laxness. Önnur skáld á efnisskránni áttu einn texta hvert. Vel má túlka þetta sem svo að enn sé Davíð „lifandi“ skáld, að minnsta kosti sýnir þetta hvað hlutur hans í tónmennta- og ljóðlistarsögu Íslend- inga á 20. öld var mikill. Tveir textanna eftir Davíð voru úr Alþingiskantötu hans, Að Þingvöll- um 930-1930: „Brennið þið vitar“ og „Sjá dagar koma“. Í tilefni þess að árið 1930 yrðu liðin þúsund ár frá stofnun alþingis var árið 1927 efnt til samkeppni um ljóð til flutnings á há- tíð sem halda átti á Þingvöllum árið 1930. Dómnefndin veitti tveimur höfundum, Davíð og Einari Bene- diktssyni, fyrstu verðlaun en við nánari athugun kom í ljós að kantata Davíðs hentaði mun betur til söngs en ljóð Einars. Sérstaklega hafði verið tekið fram í auglýsingu um samkeppnina að sigurljóðið yrði að vera sönghæft. Ljóðabálkur Davíðs var því valinn til flutnings við tónlist Páls Ísólfssonar en hann bar sigur úr býtum í samkeppni um tónlist við ljóðin. Fullyrða má að hátíðin hafi verið einn mesti aflvaki í íslenskri tónlistarsögu 20. aldar. Flutningur kórs og hljómsveitar á kantötunni tókst vel. Norska skáldið Nordahl Grieg var meðal áheyrenda og hann lýsti þeim hughrifum sem hann varð fyrir í grein í blaðinu Tidens Tegn: „En samt sem áður fer viðbragð gegn um mannþyrpinguna, þegar bergið tekur að hrópa það, sem öll- um er í huga. Það er þegar hinni glæsilegu kantötu Davíðs Stef- ánssonar er slöngvað mót berg- veggnum og berst í máttugum sam- hljómi út yfir vellina: „Hér hafa björgin mannamál.“ Fjöllin renna saman við ljóðið, landið og lífið fara saman: vér erum eitt, vér erum þús- und ár.“ Einar Benediktsson og Davíð Stefánsson hafa báðir verið kallaðir þjóðskáld en þeir voru ólík skáld. Davíð var lýrískt skáld, í ljóðum hans er mikil músík, rytmi og hrynj- andi og þess vegna byrjuðu tónskáld snemma að semja lög við kvæði hans. Strax á Kaupmannahafnarár- unum um miðjan annan áratug 20. aldar voru vinir Davíðs byrjaðir að syngja kvæði hans, líklegast oftast við erlend lög. En á þriðja áratugn- um tók íslenskt tónlistarfólk að semja lög við ljóðin. Guðrún Böðv- arsdóttir var meðal þeirra fyrstu og á páskum 1925 var sálmurinn „Á föstudaginn langa“ (Ég kveiki á kertum mínum) frumfluttur í messu hjá IOGT á Akureyri. Einu eða tveimur árum seinna samdi upprennandi tón- skáld, Páll Ísólfsson, lag við ljóðið „Í dag skein sól“ sem þó birtist ekki á prenti í bók fyrr en árið 1929. Þeir Davíð voru vinir og Páll fékk ljóðið á handskrifuðu blaði frá skáldinu. Af frétt í Morgunblaðinu 15. maí 1927 að dæma varð Sigurður Birkis fyrstur til að flytja lagið opinberlega á tónleikum í Reykjavík þá um vorið. Það var kynnt sem nýtt einsöngslag eftir Pál. Árið 1930 söng Sigurður Skagfield „Í dag skein sól“ inn á tveggja laga hljómplötu. Á b-hliðinni var Vöggu- vísa við texta Davíðs (Nú læðist nótt um lönd og sæ.) Seinna erindið er svona: Og sofðu, barn mitt, vært og vel. Ég vagga ungum sveini. Í draumi fær þú fjöruskel og fugl úr ýsubeini. Og hvað sem verður kalt og hljótt og hvað sem verður dimmt í nótt, og hvað sem villt af vegi fer, þá vakir drottinn yfir þér. Það var Fálkinn sem stóð fyrir hljóðrituninni og var ætlunin að taka líka Alþingiskantötuna upp en af því gat ekki orðið vegna þess að hentugt húsnæði fyrir kór og hljómsveit fannst ekki. Sigurður var meðal fyrstu íslenskra söngvara til að syngja inn á plötur. Aðrir brautryðj- endur voru Pétur A. Jónsson, Einar Hjaltested, Einar Markan, María Markan og Hreinn Pálsson. Hreinn byrjaði snemma að syngja fyrir norðan en hóf feril sinn með tón- leikum í Reykjavík árið 1926 þar sem Páll Ísólfsson lék á píanó. Hreinn söng fyrst inn á hljómplötu árið 1930 en tveimur árum seinna kom út plata með söng hans með textum eftir Davíð Stefánsson: „Dalakofinn“ og „Í dag skein sól.“ Hún seldist sérstaklega vel og hefur verið kölluð fyrsta metsöluplatan á Íslandi. Sérstaklega varð Dalakof- inn vinsælt lag. Eftir þetta fjölgaði þeim tón- skáldum og lagahöfundum sem sömdu lög við ljóð Davíðs. Við sum þeirra eru til lög eftir marga höf- unda. Væri gaman að sjá lista yfir ljóðin sem tónlist hefur verið samin við. Hann yrði æði langur því enn er verið að semja og gefa út tónlist við ljóðin. Ætli nokkurt annað íslenskt skáld eigi fleiri ljóð með lagi en Dav- íð Stefánsson? Dagskráin föstudagskvöldið 31. ágúst var í hæsta gæðaflokki. Gam- an væri að tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands væri sjón- varpað oftar, tónlist eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Lifandi þjóðskáld Eftir Friðrik G. Olgeirsson Friðrik G. Olgeirsson » Þetta má túlka þann- ig að enn sé Davíð lifandi skáld, að minnsta kosti sýnir það hvað hlutur hans í tón- mennta- og ljóðlist- arsögu Íslendinga er mikill. Höfundur er sagnfræðingur og hefur ritað ævisögu Davíðs Stefánssonar: Snert hörpu mína. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.