Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 11.09.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2018 Elías Kristjánsson á 80 áraafmæli í dag. Hann fædd-ist á Raufarhöfn en ólst upp á Húsavík og í Reykjavík. Hann stundaði gagnfræðanám við Gagnfræðaskóla Húsavíkur og á Laugarvatni og varð gagnfræð- ingur þaðan árið 1955. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1960 og lauk sænsku skipstjóraprófi í Gautaborg 1970. Frá barnæsku starfaði Elías við fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Sölt- unarstöð Kristjáns J. Einarssonar hf. Hann fór til sjós fjórtán ára, var háseti á Hagbarði ÞH, var á síld á Þorbirni frá Grindavík 1955, var háseti á ms. Kötlu frá Reykja- vík 1955 og var síðan á ýmsum skipum. Elías var stýrimaður hjá SÍS á ms. Dísarfelli 1960 og á ms. Hvassafelli, var stýrimaður frá 1961-65 hjá útgerðarfélögunum Ditlev Simonsen í Ósló, Det Öst Asiatiske Compani í Kaupmannahöfn og hjá Broström Rederiene í Gautaborg, var stýrimaður á ms. Arnarfelli og ms. Esju, réðst til Fosskrafts sf. við Búrfellsvirkjun haustið 1966 og var þar mælingamaður og verkstjóri til 1969 og stýrimaður í eitt ár á sænskum skipum. Hann var mælingamaður hjá Verkfræðistofu dr. Gunnars Sigurðs- sonar 1970, hóf störf hjá Mat sf. haustið 1970 og starfaði þar við mæl- ingar og eftirlit, m.a. vegna ýmissa samgöngumannvirkja. „Þar var ég í níu ár, en þetta var sett upp af Alþjóðabankanum, vegna lána til samgöngumannvirkja. Ég fékk mikla jarðfræðireynslu og vinna við rannsóknir var innifalin í þessu. Ég vann síðan fyrir Aðalbraut hf. sem stjórnandi í tvö ár, m.a. við framleiðslu á olíumöl og síðar við klæðningar með klæðningu Ottadæke. Eftir það vann ég fyrir Nes- skip hf. í tvö ár, við að setja á laggirnar innflutningsfyrirtæki til að þróa viðskipti við Portúgal. Það tókst vel.“ Árið 1984 stofnaði Elías eigið fyrirtæki, umboðs-, heildsölu- og framleiðslufyrirtækið Kemís sem hann starfrækti þar til 2012 þegar það var selt. Hann setti eftir það á fót ferðaþjónustu á Stóra- Knarrarnesi í Vogum en seldi þann rekstur um mitt ár 2017. Eiginkona Elíasar er Helga Lísbet Bergsveinsdóttir. Kjördóttir Elíasar og Helgu Lísbetar er Þórunn Ýr Elíasdóttir, f. 1976. Hún á sex börn og þrjú barnabörn. „Núna les ég mikið, mest sagnfræði og skáldsögur, er með aðgang að heimsbókmenntunum í gegnum Kindle og les allt á ensku. Ég ætla að vera heima í dag og slappa af og fæ fjölskylduna til mín í heim- sókn.“ Afmælisbarnið Elías. Notar lesbretti til lesturs og allt á ensku Elías Kristjánsson er áttræður í dag S karphéðinn Húnfjörð Ein- arsson fæddist á Sölva- bakka í Engihlíðarhreppi 11.9. 1948 en ólst upp á Blönduósi. Hann gekk í Barnaskóla Blönduóss til fermingar, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík eina önn og sótti jafn- framt gítartíma hjá Karli Lillien- dahl. Skarphéðinn vann ýmis störf eftir það; byggingarvinnu, hjá mjólkur- samlagi SAH, Pósti og síma, Trefja- plasti, Pólarprjóni og á fleiri stöðum. Skarphéðinn kenndi við Tónlistar- skóla Austur-Húnavatnssýslu 1971- 74, spilaði með nokkrum hljóm- sveitum, s.s. Sveitó, og var til sjós í Vestmannaeyjum. Skarphéðinn flutti síðan til Reykjavíkur 1976, fór í Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk prófi sem blásarakennari. Með námi starfaði hann á prjónastofu í Reykjavík, kenndi síðan við Tónlist- arskóla Seltjarnarness og stjórnaði Skólalúðrasveitinni þar í 10 ár. Skarphéðinn flutti síðan aftur á bernskulóðirnar 1989, kenndi við Tónlistarskólann þar og hefur verið skólastjóri skólans í 20 ár. Hann stjórnar nú Karlakór Bólstaðarhlíð- arhrepps en kórinn fór með sigur af hólmi í kórakeppninni Kórar Íslands á síðasta ári. Skarphéðinn starfaði í ungmenna- félaginu Hvöt á Blönduósi, sat í stjórn Ungmennasambandsins um skeið, var í skátunum og einn stofn- félaga Hjálparsveitar skáta á Blönduósi. Hann var formaður Fé- lags tónlistarskólakennara í nokkur ár. Skarphéðinn er hestamaður: „Ég var alltaf í sveit á sumrin, hændist snemma að hrossum, hef ætíð átt hross, ríð mikið út og hef farið, ásamt stjúpsyni mínum, með erlenda ferðamenn í hestaferðir sl. Skarphéðinn H. Einarsson, fyrrverandi skólastjóri – 70 ára Sungið í sveitinni Skarphéðinn slær á létta strengi með gítarinn að vopni, áreiðanlega í Skrapatunguréttum. Hann lætur ekki deigan síga í tónlistinni Glæsilegt par Skarphéðinn og sambýliskona hans, Sigrún. Dagur Kai Konráðsson og Viktoría Herdís Sverrisdóttir héldu tom- bólu við Núpasíðu á Ak- ureyri og gáfu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 10.337 krónur. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.