Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 4
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur (LR), segir þá stefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigð- isráðherra að færa alla heilbrigðis- þjónustu undir ríkið geta haft þær afleiðingar að það stefni í tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi. Annað verði fyrir þá sem sækja sér al- menna þjónustu og hitt fyrir þá sem borga fyrir þjónustuna. „Það lítur út fyrir að heilbrigð- isráðherra ætli að færa alla heil- brigðisþjónustu undir ríkið. Spurt er hvort rekstur- inn sé einkarekinn. Sé svarið já seg- ist ráðherra ekkert vilja við viðkom- andi tala,“ segir Kristján. Ráðherra svarar ekki Hann segir alvarlegt fyrir starf- semi sérfræðilækna að ráðherrann hafi ekkert viljað ræða við þá. „Það er kominn miður september. Við áttum fund með Svandísi í jan- úar. Fulltrúar Samtaka heilbrigðis- fyrirtækja funduðu með henni í apríl og svo var þetta svokallaða samtal 2. júlí. Það er búið að reka á eftir svari frá ráðherra með tölvupóstum. Í byrjun júlí sendum við ráðherra tölvupóst um að það mætti ekki dragast að hefja viðræður. Hún verður þá að minnsta kosti að segja að hún ætli ekki að semja við okkur. Þetta er auðvitað dónaskapur og set- ur lækna í ómögulega stöðu. Sjúk- lingar vita ekki hvað þeir eiga að borga á næsta ári og læknar eiga örðugt með að skipuleggja aðgerðir, eftirlit og starfsemina almennt.“ 2.000 manns á dag Samningur sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramótin. Að sögn Kristjáns leita að meðaltali um 2.000 manns til sér- fræðilækna sérhvern virkan dag, eða um 10 þúsund í viku hverri. Um 30% af öllum læknisviðtölum á Íslandi fari fram hjá sérfræðingum. Þá séu meðtalin viðtöl hjá spítölum, heilsugæslu og á bráðamóttöku. Kristján bendir á að sérfræðingar séu bundnir af einkaréttarsamningi, sem sé ætlað að tryggja að ekki verði til tvöfalt kerfi. Þeim sé því óheimilt að bjóða þjónustu utan samnings. „Hér hefur því aldrei myndast markaður fyrir lækna til að bjóða sérfræðiþjónustu utan við þennan samning. Á hinum Norðurlöndunum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð, er komið svona kerfi við hliðina á opin- bera kerfinu. Til dæmis er um helm- ingur sjúklinga í Danmörku með einkatryggingar, sem tryggja sjúk- lingum aðgengi að sérfræðiþjónustu án þess að þurfa að bíða. Víðast eru tryggingar greiddar af vinnuveit- endum, eða í gegnum hóptryggingar stéttarfélaga,“ segir Kristján. Verður of dýr fyrir marga Kristján segir aðspurður að ef sér- fræðingar verða án samnings muni þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði sjúklinga falla niður. Það geti aftur haft þær afleiðingar að þjónustan verði mörgum of dýr. Það geti aftur skapað grundvöll fyrir tvö- földu heilbrigðiskerfi. Rammasamningur milli Sjúkra- trygginga Íslands og sérgreina- lækna um lækningar utan sjúkra- húsa hefur gilt frá 1. janúar 2014. Hann rennur út 31.desember nk. Stefnan sé tekin á tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi  Formaður samninganefndar LR segir stefnu ráðherra geta orðið afdrifaríka Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn við Hringbraut Samningar við sérfræðilækna eru að renna út. Kristján Guðmundsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Veður víða um heim 14.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 heiðskírt Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 6 alskýjað Nuuk 5 súld Þórshöfn 8 rigning Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 16 rigning Stokkhólmur 15 heiðskírt Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 14 skúrir Glasgow 11 rigning London 17 skúrir París 20 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 18 heiðskírt Berlín 19 léttskýjað Vín 19 skúrir Moskva 17 heiðskírt Algarve 24 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 28 léttskýjað Róm 27 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 15 skýjað Montreal 23 léttskýjað New York 21 rigning Chicago 19 þoka  15. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:52 19:55 ÍSAFJÖRÐUR 6:54 20:03 SIGLUFJÖRÐUR 6:36 19:46 DJÚPIVOGUR 6:20 19:26 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Austan og norðaustan 8-15 m/s og rigning um norðanvert landið fram undir hádegi en annars hægari og úrkomulítið. Hiti 4 til 10 stig, hlýj- ast S-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austlæg átt, 10-20 m/s og rigning um landið S-vert síðdegis, hvassast undir Eyjafjöllum og SA-lands. Hægari og þurrt að kalla N-til fram á kvöld. Sigurður Ásgeir Kristinsson, bækl- unarlæknir hjá meðferðastöðinni Cor- pus Medica, segir brýnt að taka á vanda þúsunda sjúklinga sem þjást af langvarandi bak- og stoðkerfis- verkjum. Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í kostnaðinum þegar þeir leita sér aðstoðar sérfræðilækna. Það komi skýrt fram hjá sjúklingum Corpus Medica að þótt kostnaðurinn sé hlutfallslega lítill sé hann íþyngj- andi fyrir marga. Sumir treysti sér ekki í viðtal, hvað þá meðferð, vegna kostnaðar. Corpus Medica starfar sam- kvæmt tilvísunum að eigin frumkvæði og er utan samn- ings hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sigurður Ásgeir bendir á að hluti þjónustunnar við slíka sjúklinga eigi betur heima hjá sérfræðingum en á spítölum. Hún sé enda ódýrari og skilvirkari. Á spítölum sé hins vegar betur hægt að takast á við erfiðustu til- vikin og bjóða sjúklingum þverfaglega þjónustu. Miðað við núverandi biðlista geti það tekið sjúklinga langan tíma að komast á sjúkrahús í slíka meðferð. Sigurður Ásgeir og meðeigandi hans í Corpus Me- dica, Bjarni Valtýsson svæfingalæknir eru einu sjálf- stætt starfandi læknarnir, ásamt Bjarka Karlssyni, bæklunarlækni á Akureyri, sem sinna verkjameðferð. Bjarki hafi áhuga á að leggjast á árarnar með Corpus Medica en ekki meðan ekki er samningur við læknana. „Það skapast tvöfalt heilbrigðiskerfi ef hluti sjúk- linga á ekki rétt á endurgreiðslu gagnvart sínu vanda- máli þegar aðrir sjúklingar með önnur vandamál eiga það. Sjúklingar eins og okkar eiga engan endur- greiðslurétt og það er enginn annar sem getur sinnt þeirra vandamálum nema Bjarki sem starfar á Akureyri. Hann sinnir aðeins hluta af þessum vandamálum. Það er mjög óeðlilegt að sjúklingar á stærsta þétt- býlissvæði landsins þurfi að leita til Akureyrar. Heil- brigðisráðherra hefur sagt að það eigi að ríkja jafnræði fyrir alla sjúklinga, hvar sem þeir búa á landinu. Við er- um í öflugu samstarfi við bakdeildina í Stykkishólmi þar sem sprautumeðferðir fara ekki lengur fram,“ segir Sigurður Ásgeir. Hann segir Corpus Medica lána Landspítala lækn- ingatæki sem Bjarni Valtýsson notar þar í hlutastarfi. Tæki spítalans sé bilað. Fulltrúar VG ályktuðu nýverið að stefna bæri að heil- brigðisþjónustu án hagnaðarsjónarmiða. Sigurður Ásgeir segir aðspurður að hagnaður hafi þríþætt hlutverk fyrir fyrirtæki. Til að greiða niður skuldir, til að fjárfesta og/eða að greiða arð. „Við Bjarni höfum persónulega lagt milljónir í þetta fyrirtæki. Meðal annars keypt tæki og dýran innbúnað. Þótt við reiknum okkur eðlileg laun og rukkum efnis- kostnað, og annað slíkt, þurfum við að standa undir fjárfestingunni. Þannig að þegar við hættum höfum við ekki gengið á okkar persónulega sjóð. Það er eðlilegt að það sé hagnaður sem endurgreiðir okkur fjárfest- inguna,“ segir Sigurður Ásgeir. Lána spítala lækningatæki CORPUS MEDICA LIÐSINNIR SPÍTALANUM Sigurður Ásgeir Kristinsson Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að höfða mál á hendur Lands- bankanum hf. vegna greiðslu þess sem bæjaryfirvöld segja réttmætt endurgjald fyrir stofn- fjárhluti í Sparisjóði Vest- mannaeyja, segir í fréttatilkynn- ingu frá Vestmannaeyjabæ. Þá segir að við yfirtöku Spari- sjóðsins greiddi Landsbankinn stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé. Vestmannaeyjabær og Vinnslu- stöðin gerðu athugasemdir við verðmatið og féllust dómstólar á að dómkvaddir matsmenn myndu meta verðmæti stofnfjár sjóðsins. Niðurstaða matsmanna var að verðmæti stofnfjárins væri 483 milljónir króna eða um 45% hærri upphæð en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum. Þegar þetta mat lá fyrir var Landsbankinn krafinn um að greiða stofnfjár- eigendum mismuninn. Lands- bankinn hefur hafnað þeirri kröfu. Landsbankinn krafinn um rétt- mætt endurgjald Norsk Hydro er hætt við að taka yfir álverið í Straumsvík. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. Þar segir að Norsk Hydro og Rio Tinto hafi skrifað undir samkomu- lag um að Norsk Hydro hætti við að taka yfir álverið í Straumsvík. Greint var frá því í mars á þessu ári að álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefði gert skuldbind- andi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverinu í Straumsvík af Rio Tinto. Upphaflega var búist við að kaup- ferlinu yrði lokið á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs. Það hefur hins vegar tekið lengri tíma en talið var að fá samþykki samkeppnisyfirvalda framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins og í kjölfar þess fór Norsk Hydro fram á að rifta tilboðinu og hefur sú beiðni nú verið samþykkt. Haft var samband við Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, en hún vísaði til fréttatilkynning- arinnar sem send var á fjölmiðla og sagði aðeins Rio Tinto geta veitt frekari upplýsingar. Straums- vík ekki seld Hydro  Riftu tilboðinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.