Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 8

Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Sigmundur Davíð Gunnlaugssonog nokkrir aðrir þingmenn hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar „um óréttmæti málshöfð- unar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni“. Í tillögunni segir að Alþingi álykti að „rangt hafi ver- ið að leggja fram tillögu til þings- ályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hinn 28. september 2010“ og að viðkomandi ráðherrar „verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þessa“.    Tillagan snýst umlandsdóms- málið svokallaða, þar sem Geir H. Haarde var einn ákærður en ósvífnir klækir við atkvæða- greiðslu í þingsal komu í veg fyrir ákæru gegn þremur öðrum.    Enginn þessara átti skilið ákæruog atkvæðagreiðslan staðfesti að málið var af pólitískum rótum runnið.    Þá er rétt sem kemur fram ígreinargerð með þings- ályktunartillögunni, að ekki „hefur verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar eð lögunum hefur ekki verið beitt í öðrum til- vikum er varða stjórnmálalegar ákvarðanir og aðgerðir sem stefnt hafa hagsmunum ríkisins í hættu“.    Þá má taka undir það sem segir ítillögunni að lýðræðislegu stjórnarfari í landinu standi ógn af því „ef reynt er að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerða- leysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot“.    Slík mál á, eins og segir í tillög-unni, að leiða til lykta í kosn- ingum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Tímabær tillaga STAKSTEINAR TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er fjórhjólið tilbúið fyrir fyrir fjallaferðina? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start með TUDOR NÝTT NÝTT, Lithium rafgeymar fyrir mótorhjól Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Gunnlaugur Sævarsson og Kristján M. Gunnarsson stóðu uppi sem sig- urvegarar í tvímenningskeppni Norðurljósamótsins í brids, sem haldið er á Siglufirði um helgina. Hart var barist um efstu sætin í tvímenningnum í gær. Fyrir síðustu umferðina höfðu Aðalsteinn Jörg- ensen og Sigurður Sverrisson for- ustuna en þeir Kristján og Gunn- laugur fengu háa skor í síðustu umferðinni og komust í efsta sætið. Í þriðja sæti voru Danirnir Jacob Røn og Freddie Brødum, í fjórða sæti Ragnar Magnússon og Steinar Jónsson og í fimmta sæti voru Mads Eyde og Anders Hagen. Alls tóku 47 pör þátt í tvímennings- keppninni. Norðurljósamótið hefur verið haldið undanfarin þrjú ár og þar taka þátt flestir sterkustu íslensku spilararnir og einnig hafa erlendir spilarar verið með enda verðlaunin góð; sigurvegararnir skipta með sér 500 þúsund krónum. Í dag hefst sveitakeppni, sem lýkur á sunnudag. Þar tekur þátt 31 sveit og eru fyrstu verðlaun rúm- lega 700 þúsund krónur. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í þungum þönkum Keppendur á Norðurljósamótinu í brids á Siglufirði. Spennandi bridsmót  Kristján og Gunnlaugur unnu tví- menning eftir sviptingar í síðustu lotu Það sem af er sumri hefur Hafrann- sóknastofnun fengið fréttir af tveim- ur hnúðlöxum, sem veiðst hafa í ám hér á landi. Þetta er miklu minna en í fyrra þegar þeir voru hátt í 70. Áður höfðu mest fengist 12 hnúðlaxar. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis hjá Hafrannsókna- stofnun, segir að annan hnúðlax sumarsins hafi hann fengið inn á borð til sín og veiddist sá austur í Lóni. Af hinum frétti Guðni á sam- félagsmiðlum. Hann útilokar ekki að þeim eigi eftir að fjölga þegar farið verður yfir veiðibækur. Segist þó efast um að þeir nái tveggja stafa tölu. Fjöldi hnúðlaxa í fyrra var í sam- ræmi við fréttir annars staðar frá um mikinn fjölda. Það var ekki alveg óvænt því oddaárið er alltaf stærra hjá hnúðlaxi heldur en jafna árið og á það bæði við Atlantshaf og Kyrrahaf. Það skýrist m.a. af því að lífsferill fisksins er stuttur og árgangarnir blandast ekki saman. Þá hafi Rússar náð í nýjan stofn hnúðlaxa í Kyrra- haf, sem virðist standa sig betur í Atlantshafinu en forverar hans. Guðni segir að forvitnilegt verði að fylgjast með hnúðlaxi í íslenskum ám næsta sumar. Bæði endi árið á odda- tölu og fyrir liggi að hnúðlaxar hafi hrygnt hér í fyrra. Aðspurður segir Guðni að út- breiðsla flundru hafi aukist en talið er að hún hafi fyrst fundist í ósum Ölfusár 1999. Hana er nú að finna vestur og norður með landinu og hef- ur m.a. fundist í Miklavatni í Fljót- um. Flundran hefur leitað norður með Austfjörðum og hefur m.a. feng- ist í Norðfjarðará. Flundran hrygnir í sjó og gengur síðan upp í ferskvatn. Hún er gjarnan í árósum og er talin viðsjárverð þar sem í fæðu hennar hafa m,.a. fundist seiði laxa og bleikju. aij@mbl.is Aðeins tveir hnúðlaxar í sumar  Í fyrra veiddust hátt í 70 hnúðlaxar  Hrygndi hér í fyrra  Flundra breiðist út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.