Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 10

Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 10
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Þór Steinarsson thor@mbl.is Hjónin Anton Miller fiðluleikari og Rita Porfiris víóluleikari eru tón- listarmenn í fullu starfi auk þess að sinna tónlistarkennslu í Hartfoord- háskólanum í Connecticut í Banda- ríkjunum eða Hartt-skólanum eins og hann er kallaður. Hjónin hafa fasta búsetu í Connecticut en eru þó svo heilluð af landi og þjóð að þau nýta hvert tækifæri til að koma til Íslands og ákváðu á endanum að festa kaup á íbúð hér á landi. Hjónin komu hingað fyrst til lands fyrir 6 árum og segjast hafa orðið ástfanginn af landinu um leið. Þau eru nú á landinu til að spila á tónleikum til heiðurs Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara sem Kammermúsíkklúbburinn stendur fyrir og verða haldnir í Hörpu á sunnudag Morgunblaðið náði tali af þeim milli æfinga. „Fyrir 6 árum ákváðum við að fara í frí. Rita spurði mig á hvaða stað, sem ég hafði aldrei komið á áður, mig langaði að fara. Ég hafði kennt og kynnst frábæru íslensku fólki og sagðist vilja fara til Íslands. Við lentum á Íslandi um hávetur og urðum samstundis yfir okkur ást- fangin af landinu. Við ákváðum þá og þegar að við myndum koma hingað oftar,“ rifjar Anton upp. „Eftir það heimsóttum við Ísland á hverju ári og stundum tvisvar á ári. Á endanum ákváðum við að kaupa íbúð hér á landi,“ skýtur Rita inn í. Elska allt við Ísland Aðspurð hvað það sé helst sem heillar þau hjónin við land og þjóð kemur smáhik áður en þau þylja upp það fjölmarga sem þau elska við Ísland. „Fólkið er að sjálfsögðu ynd- islegt. Í okkar augum er þetta land elds og íss. Hraunið, heitu laug- arnar og norðurljósin. Þetta er allt svo magnað,“ segja þau eins og vel æfður dúett, sem þau eru að vísu. Þau ferðast nefnilega saman um allan heim til þess að spila sem dú- ett. „Þegar við erum á Íslandi erum við mjög dugleg við að fara í sund- laugarnar. Við förum á hverjum degi og okkur finnst það alveg draumi líkast að geta gert það. Það er svo róandi, endurnærandi og yndislegt. Það er engin slík menn- ing í Bandaríkjunum,“ segir Anton með mikilli áherslu á þessi sterku lýsingarorð sem hann notar. Anton og Rita keyptu íbúð hér á landi fyrir um átján mánuðum og fengu góðar ráðleggingar frá sjálfri Guðnýju Guðmundsdóttur. „Ástæðan fyrir því að við keypt- um íbúðina var sú að okkur langar að koma hingað eins oft og við mögulega getum, við viljum alltaf vera hér. Það er mjög gott að eiga samastað í landi sem við elskum svona mikið. Á Íslandi líður okkur eins og við séum heima,“ segir Ant- on og bætir við: „Við eigum ketti í Bandaríkj- unum og þeir eru það eina sem við söknum þegar við dveljum hér. Ef það væri ekki fyrir kettina þá vær- um við hérna enn oftar.“ Rita segir að þau hjónin ferðist mikið vegna vinnu sinnar og dvelji ekki nema tæplega helming árs í Connecticut. Þegar þau fá frí frá vinnu komi þau til Íslands. „Að lokum viljum við bæta því við að við kunnum virkilega vel að meta Ísland. Við elskum að vera hér og við elskum fólkið,“ segir Anton áð- ur en hjónin rjúka á næstu æfingu. Ljósmynd/Úr einkasafni Íslandsvinir Anton Miller fiðluleikari og Rita Porfiris víóluleikari eru hjón og elska Ísland af öllu hjarta. Hjón og dúett elska Ísland af öllu hjarta  Heimsóttu Ísland svo oft að þau ákváðu að kaupa íbúð Þú færð tveggja ára aukaábyrgð með allri þjónustu innifaldri þegar þú kaupir notaðan, viðurkenndan Mercedes-Benz bíl hjá okkur. Viðurkenndir Mercedes-Benz. Nýskráður 5/2016, ekinn 31 þús. km, dísil, 1950 cc og 195 hestöfl. Nýskráður 5/2017, ekinn 34 þús. km, dísil, 2143 cc og 136 hestöfl. Fjórhjóladrifinn. Nýskráður 5/2015, ekinn 39 þús. km, dísil, 2143 cc og 170 hestöfl. Fjórhjóladrifinn. Nýskráður 5/2015, ekinn 51 þús. km, dísil, 2143 cc og 136 hestöfl. E-Class 220d 6.490.000 kr. GLA 200d 5.790.000 kr. GLK 220 CDI 4.490.000 kr. B-Class 200 3.150.000 kr. Askja notaðir bílar www.notadir.is Nýskráður 2/2017, ekinn14 þús. km, bensín, 3982 cc og 511 hestöfl. C 63 S AMG Coupe 17.690.000 kr. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar 520 5200 - ferdir.is Vesturvör 34, 200 Kópavogi, outgoing@gjtravel.is Edinborg er höfuðborg Skotlands, næst stærsta borg landsins og þykir einstaklega fögur. Jólamarkaðurinn hefur verið staðsettur við rætur Kastalahæðarinnar í hjarta Edinborgar í mörg ár. Þar geta gestir upplifað ævintýralega stemningu þar sem þeir rölta á milli sölubása listamanna sem bjóða fallega handverks- muni og þeirra sem bjóða kræsingar sem kitla bragðlaukana. Einnig er tilvalið að líta í stórverslanir á Princess street, ganga á milli vertshúsa og verslana á „Royal Mile“ skoða Edinborgarkastala eða bara slappa af og njóta þess að horfa á mannlífið. Gist er á Mercure hóteli, Princess street. Aðventuferð til Edinborgar Verð 98.500 Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður og akstur samkvæmt lýsingu. Aukagjald fyrir eins manns herbergi 43.500,- 22.–25. nóv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.