Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður
Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is
Hnoðbyssa
M12 BRT-201X
ál, stál og ryðfrí
2,4-4,8 mm,
ð 325x4.8 mm
hnoð með
rafhlöðu.
r í tösku með
rafhlöðu og
utæki.
kr. 59.900.
Tekur
hnoð
allt a
ryðfrí
2,0Ah
Kemu
2,0Ah
hleðsl
Verð
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er alveg óhrædd viðað segja frá því að égkeyrði mig út á sínumtíma þegar ég var at-
vinnudansari. Oft er talað um að
manneskjan vilji engu breyta fyrr
en hún fer í þrot, og þannig var það
með mig. Ég rakst á vegg eins og
það er kallað, ég var orðin mjög
kvalin í líkamanum og hafði alger-
lega ofboðið mér, keyrt mig áfram í
hörku, bæði andlega og líkamlega.
Þá kom jógað inn sem heilun fyrir
mig, en ég gerði meira, ég fór líka í
gegnum 12 sporin. Það er nefnilega
val að vinna í sínum málum, og það
er ekkert sem maður klárar, það er
meira eins og lífsstíll, og þannig hef-
ur það verið hjá mér allar götur síð-
an. Ég er ekki að tala um að fólk eigi
að velta sér upp úr vandamálum,
heldur öðlast meiri skýrleika og
vaxa og þroskast sem manneskja,“
segir Auður Bjarnadóttir, eigandi
Jógasetursins en þar verður boðið
upp á námskeið sem fer af stað nk.
miðvikudag þar sem tvinnað verður
saman jóga og 12 sporin.
„Rúmlega tveir áratugir eru frá
því ég fór í gegnum 12 sporin fyrir
sjálfa mig. Það breytti mínu lífi al-
gerlega að fara í gegnum þessa and-
legu vinnu, ég fór tvisvar í gegnum
sporin með trúnaðarkonu og það
hafði mikil og góð áhrif. Ég lærði að
verða skýrari í samskiptum og
draga línur, setja mörk, sjálfri mér
og öðrum. Sporavinnan er algerlega
frábær mannbætandi leið og jóga er
það líka. Við þurfum öll andlegt akk-
eri hvernig sem við sækjum okkur
það, hvort sem við förum út að
ganga, í sund, gerum 12 sporin eða
förum í jóga. Það er svo gaman að
festast ekki alltaf í því sama, heldur
sjá hlutina frá annarri og nýrri hlið.“
Að leysa sitt hugarangur
Auður segir að það að setja
saman námskeið þar sem þessu
tvennu er blandað saman, jóga og 12
sporunum, eigi upphaf sitt í því að
fyrir áratug hitti hún konu í Frakk-
landi og þær tóku upp á því að
hræra þessu í einn rétt.
„Hún kom hingað til lands og
var með slíkt helgarnámskeið og við
gerðum þetta svo aftur í fyrra. Ég
veit af eigin reynslu líkt og margir
aðrir, hversu gott það er þegar jóga
verður öguð sjálfsvinna. Þá er ekki
einvörðungu verið að teygja á vöðv-
um, heldur er það stöðug vinna í að
vera í nútvitund og skoða hvar mað-
ur er með fyrirstöðu í lífinu, rétt
eins og fólk gerir í sporavinnunni.
Fólk er oft að reyna að leysa hugar-
angur sitt í höfðinu, en þá er svo
gott að fara inn í líkamann líka því
hann er svo vitur. Í andlegri jóga-
vinnu skoðar fólk hvar það er spennt
í líkamanum og finnur út hvað sú til-
finning stendur fyrir. Það eru ótrú-
lega mörg tæki og tól fyrir svona
sjálfsvinnu í jóga og þegar fólk bæt-
ir 12 sporunum við, þá er þetta eins
og samtal huga og líkama,“ segir
Auður og bætir við að námskeiðið
samanstandi af 12 skiptum, rétt eins
og sporin.
„Við komum inn á eitt spor í
hverjum tíma, en ég tek fram að
þetta eru ekki AA-tólf spora sam-
tök, heldur jóganámskeið með til-
vísun í sporin. Fólk fær líka að vinna
heimavinnu, skoða hvert spor fyrir
sig.“
Ekki vera þræll eigin huga
Auður segir að eitt af sporunum
sé bæn og hugleiðsla, en það sé ein-
mitt hinn upprunalegi kjarni í jóga.
„Því miður er hið andlega jóga
á undanhaldi í vestrænum samfél-
ögum sem kynna jóga án þessarar
andlegu dýptar, heldur er það kynnt
sem leikfimi og teygjuæfingar til að
komast í líkamlega gott form. Upp-
runalega er jóga fyrst og fremst
andleg vinna og í jógakjarnanum er-
um við að vinna með hugann, en
jógastöðurnar og hugleiðslurnar
hjálpa fólki við að koma jafnvægi á
hugann. Þá getum við sagt að sá
sem er til dæmis þræll í fíknum eða
meðvirkni, hann sé þræll hugans,
hann sér ekki lífið af því hann verð-
ur að fá skammtinn sinn, eða er
stöðugt að hugsa um álit annarra.
Slíkur þræll er aldrei að lifa lífinu í
núinu, því hugurinn er alltaf að búa
til sögur um álit annarra eða næsta
skammt. Jóga og sporin tólf geta
hjálpað mikið í því að vinna á þessu.
Kjarninn í jóga er að vinna með að
róa öldur hugans, svo fólk hætti að
vera þrælar síns þjakaða huga, held-
ur verði hugurinn þjónninn okkar.
Þegar hægt er á öldum hugans og
áráttuhegðun, þá sér fólk skýrar og
lífið færist í átt til jafnvægis.“
Streita hefur áhrif á líkama
Auður segir að margir séu ekki
meðvitaðir um að andleg og lík-
amleg heilsa haldist í hendur. „Ég
þekki það sjálf af eigin reynslu, allt
sem við höfum upplifað, bæði áföll
og annað sem unnið er með í 12
sporunum, spenna og streita, hvern-
ig okkur líður andlega, það hvílir
líka í líkamanum. Stundum er fólk
svo ofvirkt í höfðinu að það finnur
ekki fyrir líkamanum. En líkaminn
er svo vitur og þess vegna er gott að
hlusta á hann. Ef við erum stressuð
þá kemur til dæmis spenna í mag-
ann sem hefur áhrif á meltinguna.
Viðkomandi er kannski alltaf
spenntur í maganum af því að hann
hefur alltaf þurft að verja sig fyrir
einhverju frá því hann var lítið barn
og kann ekki annað en spenna lík-
amann og halda öllu inni. Bakverkir
geta líka komið vegna streitu sem
hefur svo áhrif á nýrun og svo fram-
vegis. Þetta hangir allt saman og við
þurfum að huga að öllum þáttum.“
Það er val að vinna í sínum málum
„Sá sem er þræll í fíknum
eða meðvirkni, hann er
þræll hugans, hann sér
ekki lífið af því að hann
verður að fá skammtinn
sinn, eða er stöðugt að
hugsa um álit annarra,“
segir Auður Bjarnadóttir
sem býður upp á nám-
skeið í sjálfsvinnu.
Morgunblaðið/Hari
Glaðar og liðugar Auður Bjarnadóttir (t.v) og Edith Gunnarsdóttir en hún ætlar að kenna á námskeiðinu.
Það breytti mínu lífi al-
gerlega að fara í gegnum
þessa andlegu vinnu.
Öll höfum við verkefni að vinna úr,
fíkn eða samskipti, meðvirkni eða
eitthvað gamalt í bakpokanum. Jóga
og 12 sporin eru frábær leið til að
hreinsa til og létta bakpoka fortíðar,
gefa von inn í framtíð og orku inn í
núið.
Jógasetrið býður upp á námskeið
undir heitinu: 12 spor til vellíðunar.
Þetta er 12 vikna námskeið sem
stendur frá 18. sept. til 4. des.
Kennari er Edith Gunnarsdóttir.
Á heimasíðu kemur fram að mark-
mið námskeiðsins sé að vinna með
sjálfstyrkingu og gjafir 12 sporanna
með nálgun jóga og hugleiðslu. Í
hverjum tíma verður tekið fyrir eitt
spor. Á námskeiðinu verður gert jóga
og sérstök kundalini-jóga-hugleiðsla.
Einnig mun jóga nidra eiga sinn stað
til að losa um spennu líkamans og
hindranir hugans.
Námskeiðið hentar bæði fyrir byrj-
endur í jóga og líka lengra komna;
fyrir þá sem eru í 12 spora vinnu eða
hafa áhuga á að kynna sér 12 spora
leiðina í sjálfsvinnu og jóga. Eftir
hvern tíma fá þátttakendur sent
email með hugleiðingum og heima-
vinnu út frá hverju spori.
Jóga og 12 spor til vellíðunar
Tími til að létta á bakpokanum?
Getty Images/Thinkstock
Jóga Auður leggur áherslu á að jóga sé fyrst og fremst andleg vinna.