Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Norskir fjárfestar áforma að opna bar og gallerí með höggmyndum úr ís á Laugavegi 4-6 í janúar. Þeir verða fyrstu leigutakarnir í nýbygg- ingu og endurgerðum húsum. Norsku hjónin Kirsten-Marie Holmen og Hans-Petter Solvie eru eigendur félagsins Magic Ice sem munu eiga og reka ísgalleríið Magic Ice Reykjavík á Laugavegi. Þau voru að kanna stöðu fram- kvæmda í nýbyggingunni þegar Morgunblaðið leit þar inn í gær. Holmen segir gesti Magic Ice munu fá vetrarjakka og hanska áð- ur en gengið er inn um ísgöng. Við taki stórt rými með galleríi og bar. Þar verði um 5 gráða frost. Reiða fram drykki í ísglösum Aðgangseyrir verður 3.000 krón- ur. Innifalið er drykkur og leiga á fatnaði. Opið verður allt árið. „Gestir eru boðnir velkomnir með drykk sem er borinn fram í ísglasi. Barinn verður úr ís. Höggmynd- irnar eru gerðar af listamönnum okkar. Við höfum okkar eigin lista- skóla sem kennir listamönnum út- skurð í ís. Hafa þeir þá þegar lokið sex ára listnámi. Íslistaverkin munu skírskota til sögu Íslands. Þá verður lítil minjagripaverslun hjá okkur og jafnvel boðið upp á mat.“ Holmen segir ísgalleríin í Noregi hafa vakið heimsathygli. Meðal ann- ars hafi ísgalleríið á Lofoten fengið alþjóðleg verðlaun sem áfanga- staður fyrir ferðamenn. Sjötta ísgalleríið á Íslandi Rekstur Magic Ice hófst með opnun samnefnds ísgallerís í bæn- um Svolvær á Lofoten í Noregi árið 1983. Félagið opnaði svo annað ís- gallerí á eyjunni St. Thomas, sem tilheyrir Jómfrúaeyjum í Karíbahaf- inu. Það opnaði svo þrjú önnur ís- gallerí í Noregi; í Bergen, Ósló og nú síðast í Tromsö í sumar sem leið. Það sjötta verður á Laugavegi. Holmen segir að endurnýja þurfi ísbarinn og ísmyndirnar tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Meðal annars geti myndirnar bráðnað vegna snertingar forvitanna gesta. Holmen segir Magic Ice lengi hafa leitað að heppilegri staðsetn- ingu fyrir ísgalleríið á Íslandi. Hún sé afar ánægð með nýja húsnæðið. Staðsetningin einstök „Húsnæðið er vel hannað og hent- ar vel undir svona rekstur. Sagt er að þrennt skipti mestu máli í fast- eignaviðskiptum; staðsetning, stað- setning og staðsetning. Við höfum varið miklum tíma og komið oftsinn- is til Íslands í leit að hentugu hús- næði. Þegar við sáum þessa bygg- ingu í fyrrasumar hugsuðum við með okkur að rétta húsið væri fund- ið. Hér fer saman saga og arkitekt- úr. Þá munu stórir gluggar skapa tækifæri til að vekja athygli á ísgall- eríinu. Við teljum okkur munu ná til margra viðskiptavina, ekki síst ferðamanna, sem eiga leið um Laugaveginn,“ segir Holmen. Með áratuga reynslu Holmen er stofnandi og meðeig- andi tveggja ferðaþjónustufyrir- tækja. Annars vegar Magic Ice sem starfar nú í þremur löndum. Hins vegar stofnaði hún viðburðafyrir- tækið Magic North árið 1980. Um hundrað manns starfa hjá Magic North yfir háannatímann. Fyrir- tækið skipuleggur viðburði fyrir fyrirtæki. Meðal annars sá félagið um alþjóðlega kynningu á Volvo- bifreið nýverið. Hundruð blaða- manna sóttu viðburðinn sem fór fram í Norður-Noregi. „Þar sem ég hef starfað lengi í ferðaþjónustu veit ég hvað snjórinn og ísinn er heillandi fyrir marga ferðamenn, sem eiga ekki að venjast snjó. Ég veitti því athygli í störfum mínum að margir blaðamenn höfðu aldrei séð snjó og ís. Þeir töluðu ekki um annað yfir kvöldverðinum en íshótelið í Finnmörku. Ég hugs- aði með mér hvers vegna enginn hefði opnað safn, eða gallerí, úr ís, sem væri alltaf opið. Þaðan kom hugmyndin. Úr því að fyrirtæki mitt hét Magic North hlaut nýja fyrir- tækið að heita Magic Ice. Ég setti hugmyndir mínar á blað og hafði samband við formann ólympíu- nefndarinnar í Noregi, Gérhard Heiberg, sem sat einnig í stjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC). Hann tók hugmyndinni fagnandi og sagði: Ef þú opnar íssafn, eða ísgall- erí með bar, skal ég verða við- staddur opnunina og ferðast þangað hvaðan sem ég verð þá staddur í heiminum. Boltinn var farinn að rúlla. Ég opnaði fyrsta Magic Ice- staðinn fyrir 15 árum.“ Mikil tækifæri í Asíu Holmen er jafnframt stofnandi og meðeigandi í ferðaskrifstofunni Top of Europe, sem sérhæfir sig í skipu- lögðum ferðum á Norðurlöndum fyrir Asíumarkað, einkum Kína. Hún segir aðspurð mikil tækifæri fyrir slíkar ferðir á Íslandi. Til dæmis séu milljónir Kínverja í fé- lagi náttúruljósmyndara. Margir fé- laganna séu í góðum efnum og áhugasamir um ferðir á fjarlæga staði. „Við vorum nýverið á gríðarstórri ráðstefnu áhugaljósmyndara í Kína. Þeir hafa tvö félög. Annað félagið er með 2,7 milljónir félagsmanna en hitt 3,6 milljónir félagsmanna. Markaðurinn er því stór. Við erum að skipuleggja nýjar ferðir til Nor- egs og Íslands og munum funda um málið í Peking á þriðjudaginn kem- ur,“ segir Holmen, sem ferðast mik- ið vegna starfs síns. Hún kveðst bjartsýn á gengi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Byggja þurfi upp innviði. Hún hafi meðal annars upplifað það sjálf sem ferðamaður að það skorti hótelher- bergi í miðborg Reykjavíkur. Holmen segir aðspurð að Magic Ice sé að skoða fleiri tækifæri á Ís- landi. Meira sé ekki hægt að segja á þessu stigi. Teikning/PKDM arkitektar Drög Svona sjá arkitektar fyrir sér að byggingarnar líti út. Ljósmynd/Magic Ice/Birt með leyfi Úr ís Þessi Magic Ice-staður minnir á fjarlæga reikistjörnu. Morgunblaðið/Eggert Horft úr kjallaranum Ísgalleríið verður í kjallaranum. Opna ísgallerí og bar á Laugavegi Morgunblaðið/Eggert Á Laugavegi Kirsten-Marie Holmen og Daníel Þór Magnússon hjá Kviku.  Norskir fjárfestar opna sjötta Magic Ice-ísgalleríið í janúar  Þar verður bar og 5 gráða frost 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 An extraordinary general meeting of CCP hf., company no. 450697-3469, will be held on Saturday 22 September 2018 at the office of LOGOS Legal Services at Efstaleiti5, 103Reykjavík, starting at 14:00 GMT. AGENDA: The agenda for the meeting shall be the following: To give the Board of Directors authority to convert CCP hf. from a public limited company (HF) to a private limited company (EHF). To give the Board of Directors authority to deregister CCP’s electronically registered share certificates and replace them with the same number of physical share certificates. To give the Board of Directors authority to amend the Articles of Association to effect the above changes. In order to perfect and exercise the conversion of CCP to a private limited company and deregister the electronically registered share certificates, Articles 1.01, 2.04, 2.07-2.10, 5.07 and 10.01 need to be either deleted or amended accordingly. Other business lawfully brought to the meeting. Reykjavík, 14 September 2018 CCP‘s Board of Directors 1. 2. EXTRAORDINARY GENERAL MEETING OF CCP HF. 3. 4. Daníel Þór Magnússon, sjóðsstjóri Fasteignaauðs, sem er sjóður í umsjón Kviku banka, segir fimm til sex leigurými í boði í nýja húsnæðinu. „Það eru viðræður í gangi við sterka leigutaka um önnur rými í húsinu. Fasteignin er að mörgu leyti einstök og hún býður upp á fjölbreytta notk- un. Þetta er eina verslunarhúsið í Reykjavík sem tengir saman tvær helstu verslunargötur borgarinnar, Skólavörðustíg og Laugaveg. Tenging eldri húsa við nýbyggingu er vandasöm en arkitektum hefur tekist það mjög vel. Inngangurinn frá Laugaveginum er eins og viðsnúið þak sem er ákveðin andhverfa. Áfram er svo gengið inn í eins konar leikmynd þar sem hið nýja og gamla blandast saman, enda standa gömlu húsin að inn- an. Með því að einfalda byggingarefnin og einskorða þau við gömlu efnin og gler er gömlu húsunum sýnd virðing,“ segir Daníel. Hann segir fram- kvæmdirnar á lokastigi. Áformað sé að opna hluta húsnæðisins fyrir jól. Hluti hússins tilbúinn fyrir jól BYGGINGARNAR TENGJA SAMAN TVÆR GÖTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.