Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 17

Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 SÆKTU APPIÐ Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni! Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum Þú pantar bíl, 2 3 1 og færð SMS skilaboð að bíllinn sé kominn fylgist með bílnum í appinu Hreyfils appið fyrir iphone og android á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta sólarhringinn eða lengra. Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími. Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. Sæktu þér Hreyfils appið og þú ræður ferðinni. Hvalfjarðargöng verða lokuð í fjórar nætur í næstu viku vegna viðhalds og hreingerningar frá miðnætti til kl. 6 að morgni. Lokað verður aðfaranótt þriðju- dags 18., miðvikudags 19., fimmtu- dags 20. og föstudags 21. september. „Hausthreingerning“ í göngunum hefur jafnan verið síðar á árinu en er nú í september vegna eigendaskipta mannvirkisins um næstu mán- aðamót. Þetta er því í síðasta sinn sem Spölur lokar Hvalfjarð- argöngum vegna árvissra verka við þrif og viðhald, segir í frétt á heima- síðu Spalar. Sem kunnugt er stendur til að hætta gjaldtöku í göngin föstudaginn 28. september nk. Spölur mun síðan afhenda ríkinu göngin til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september. Þar með lýkur 20 ára aðkomu fyr- irtækisins að rekstri ganganna. Vegagerðin mun reka göngin fyrir hönd ríkisins. sisi@mbl.is Göngin lokuð í fjór- ar nætur  Síðasta haust- hreingerning Spalar Ljósmynd/Spölur Göngin Hreinsibílar verða á ferð- inni að nóttu til í næstu viku. Nýtt torg á Klambratúni, sem unnið hefur verið að undanfarin misseri, er nú tilbúið. Aðalhönnuður þess er Elízabet Guðný Tómasdóttir, lands- lagsarkitekt hjá Landslagi. Torgið er staðsett sunnan við Kjarvals- staði. Torgið opnar möguleika á að færa mannlífið á Klambratúni inn á Kjarvalsstaði og starfsemi safnins út undir bert loft, segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur, segir tilkomu torgsins tengja safnið betur við Klambratún og að í framtíðinni verði það nýtt með margvíslegum hætti í sýningarstarfinu. Torgið er hannað með listrænu yfirbragði sem endurspeglar hönn- un Kjarvalsstaða sem teiknaðir voru af Hannesi Kristni Davíðssyni arkitekt, en safnið er orðið eitt helsta kennileiti borgarinnar, segir í fréttinni. Steyptir setstallar við torgið eru gerðir úr sjónsteypu sem er einmitt eitt helsta sérkenni safnsins. Stærsti stallurinn fyrir framan safnabygg- inguna skapi skjólgóðan áning- arstað og viðburðatorg sem nýtist fyrir stórar og minni uppákomur, óháðar og í beinum tengslum við starfsemi listasafnsins. Þá var ráðist í endurbætur á lýs- ingu á Klambratúni. Lýsingin þótti ófullnægjandi og jafnvel hættuleg. Bætt var við ljósastaurum og perur endurnýjaðar. sisi@mbl.is Nýtt torg á Klambratúni Ljósmynd/Þráinn Hauksson Nýja torgið Efnisvalið tekur mið af Kjarvalsstöðum sem eru í grenndinni.  Viðburðatorg sem nýtast mun fyrir ýmsar uppákomur Áhugafólk um framtíðarþróun borg- arskipulagsins er hvatt til þess að koma til opins fundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan tólf í dag, laugardag. Fundurinn ber yfirskriftina Til róttækrar skoðunar, fundarstjóri verður Ögmundur Jón- asson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og ræðumenn verða þau Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson alþingismaður, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og Magnús Skúlason arkitekt. Í fréttatilkynningu segir að mörg dæmi séu um að arðsemissjónarmið en ekki almannahagur ráði þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Vönduð og fagleg vinnubrögð eigi erfitt uppdráttar og „varðstöðu- menn lýðræðisins séu vart sjáan- legir þegar handhafar peninganna reisa kröfur sínar“. Sem dæmi um þetta eru nefnd uppbyggingin á út- varpsreitnum í Efstaleiti og fyrir- huguð hótelbygging á Austurvelli. Opinn fundur um borgar- skipulag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.