Morgunblaðið - 15.09.2018, Side 23
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Verðbréfafyrirtækið Fossar mark-
aðir hf. hafa fengið aðild að kaup-
höllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi, en félagið er þar með
fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í
meira en áratug til að tengjast er-
lendum kauphöllum beint með þess-
um hætti.
Haraldur Þórðarson, forstjóri
Fossa, segir í samtali við Morg-
unblaðið að þessi aðild þýði að fyr-
irtækið geti nú haft milligöngu um
viðskipti í þessum kauphöllum milli-
liðalaust, og bendir á að tvö íslensk
fyrirtæki eru skráð í báðar þessar
kauphallir, Össur og Arion banki.
„Þetta gerir okkur kleift að þjónusta
betur okkar viðskiptavini hér heima
og erlendis,“ segir Haraldur.
Hann segir að vaxandi áhugi sé hjá
fjárfestum hér á landi að fjárfesta í
verðbréfum utan Íslands. „Okkar
tengslanet er þar að auki mjög al-
þjóðlegt og með þessu getum við í
raun þjónustað okkar erlendu við-
skiptavini betur, ekki hvað síst fjár-
festa frá Bandaríkjunum, sem hafa
áhuga á að nota okkar þjónustu á
fleiri mörkuðum en bara á Íslandi.“
Aukin samkeppnishæfni
Haraldur segir að aðildin geri
Fossa samkeppnishæfari hvað þjón-
ustu á þessum mörkuðum varðar.
Spurður að því hvort það hafi verið
mikil vinna að fá þessa aðild, í ljósi
þess að þeir eru fyrsta fyrirtækið í
langan tíma til að tengjast þessum
mörkuðum, segir Haraldur að svo sé,
ekki hvað síst þegar kemur að því að
hafa allt til staðar hvað varðar frá-
gang og uppgjör viðskipta. Aðild fyr-
irtækisins að Nasdaq Iceland hafi þó
gert ferlið þægilegra en ella.
Þrettán starfsmenn eru hjá Foss-
um og segir Haraldur að ekki þurfi
að bæta við fólki vegna aðildarinnar,
a.m.k. ekki fyrst um sinn.
Fossar hafa lengi sérhæft sig í
þjónustu við erlenda fjárfesta sem
vilja fjárfesta á Íslandi, og spurður
um hvort að áhuginn sé enn mikill
segist Haraldur áfram upplifa vax-
andi áhuga á íslenska markaðnum.
„Allar grunnstærðir í hagkerfinu eru
mjög góðar. Við erum tiltölulega ný-
komin úr umhverfi hafta, og hindr-
unum til fjárfestinga erlendra aðila
hér á landi er jafnt og þétt að fækka.“
Haraldur nefnir að alþjóðleg
markaðssetning á Arion banka fyrir
skráningu bankans á hlutabréfa-
markað í sumar hafi aukið áhuga á
Íslandi.
„Það setti kastljósið á Ísland hjá
mörgum aðilum sem hafa ekki beint
því þangað í langan tíma. Nú er verk-
efnið í framhaldinu að vinna með
þessum aðilum.“
Fossar til Norðurlandanna
Arion-útboðið setti
kastljósið aftur á Ís-
land Bandaríkja-
menn áhugasamir
Morgunblaðið/Eggert
Verðbréf Haraldur segir að aðildin geri Fossum kleift að þjónusta viðskiptavini sína betur, hér heima og erlendis.
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Audi Q7 e-tron quattro
Rafmagnaður
Nokkrir Audi Q7 e-tron quattro hlaðnir
aukahlutum á einstöku tilboðsverði.
Á rafmagninu kemstu flestra þinna
daglegra ferða en í lengri ferðum tekur
dísilvélin við.
Listaverð 11.690.000 kr.
Tilboðsverð 10.990.000 kr.
Aukahlutir umfram staðalbúnað:
• Sportsæti með leður-/alcantara áklæði • LED inniljósapakki
• Samlitir brettakantar og stuðarar • Dökkar rúður
• Audi Connect tenging fyrir SIM kort • Bakkmyndavél
• Snjallsímatenging fyrir Apple CarPlay • Lengri hleðslukapall
• Leðurklætt sport aðgerðastýri, fjögurra arma með flipaskiptingu
• Lykillaust aðgengi með snertilausri opnun á afturhlera
• 20” álfelgur 10-Spoke Star Design • Ambient inniljósapakki
• Dráttarbeisli með bakkaðstoð • Hæðastillanleg loftpúðafjöðrun
5
ár
a
áb
yr
g
ð
fy
lg
ir
fó
lk
sb
íl
u
m
H
E
K
LU
að
u
p
p
fy
ll
tu
m
ák
væ
ð
u
m
áb
yr
g
ð
ar
sk
il
m
ál
a.
Þ
á
er
að
fi
n
n
a
á
w
w
w
.h
ek
la
.i
s/
ab
yr
g
d
Til afhend
ingar strax
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
15. september 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 112.72 113.26 112.99
Sterlingspund 147.14 147.86 147.5
Kanadadalur 86.56 87.06 86.81
Dönsk króna 17.551 17.653 17.602
Norsk króna 13.656 13.736 13.696
Sænsk króna 12.536 12.61 12.573
Svissn. franki 116.22 116.86 116.54
Japanskt jen 1.0102 1.0162 1.0132
SDR 157.65 158.59 158.12
Evra 130.93 131.67 131.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.7134
Hrávöruverð
Gull 1206.65 ($/únsa)
Ál 1981.0 ($/tonn) LME
Hráolía 79.6 ($/fatið) Brent
● Íslenska krónan
styrktist um ná-
lægt 2% í gær.
Breytingarnar eru
taldar tengjast
fregnum af útboði
WOW air. „Eftir því
sem fregnir hafa
skýrst þá virðist
bjartari yfir ferða-
þjónustunni seinni partinn í dag [í gær]
en útlit var fyrir í byrjun vikunnar. Það
er túlkunin á markaði og endurspeglast
í krónunni,“ segir Stefán Broddi Guð-
jónsson, sérfræðingur hjá greining-
ardeild Arion banka.
Gengi íslensku krón-
unnar styrkist um 2%
STUTT