Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Reykjavík
Akranes
Borgarnes
göngHvalfjarðarl
Veglyklar
Veglyklarnir eru eign Spalar eins og kveðið er á um í áskriftarsamningum.
Notendur skulu afhenda veglykla fyrir lok nóvember 2018 gegn 3.000
króna skilagjaldi fyrir hvern lykil.
Tekið verður við lyklunum á skrifstofu Spalar ehf. á Akranesi og hjá
• Olíudreifingu ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík
• N1 Ártúnshöfða
• N1 Háholti í Mosfellsbæ
• N1 Borgarnesi
• OLÍS í Borgarnesi
Þeir sem ekki hafa tök á að skila veglyklum á þessa staði
geta sent þá í umslagi til Spalar, Kirkjubraut 28, 300 AKRANES
fyrir lok nóvember.
Afar áríðandi er að með fylgi upplýsingar um
nafn sendanda, kennitölu, símanúmer
og bankaupplýsingar
svo unnt sé að koma greiðslu til skila.
Ekki er tekið við veglyklum í gjaldskýlinu
í Hvalfirði.
Spölur gerir upp við viðskiptavini sína
Lokadagur innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður 28. september 2018*. Eftir það aka menn ókeypis um göngin.
Í framhaldinu gerir Spölur upp við viðskiptavini sína með því að taka við veglyklum gegn skilagjaldi,
greiða út inneignir á áskriftarreikningum og endurgreiða ónotaða afsláttarmiða.
Með þökk fyrir viðskipti og samskipti í 20 ár!
Tölur af afsláttarmiðum
sem skrá skal á skilagreinar.
Inneign á áskriftarreikningum
• Notendur veglykla fá inneignir sínar á áskriftarreikningum greiddar
þegar þeir hafa skilað veglyklum og fyllt út tilheyrandi skilagreinar.
• Ef nauðsyn krefur áskilur Spölur sér lengri frest en 30 daga til
að ljúka uppgjöri vegna þess að uppgjörsmálin skipta tugum
þúsunda og taka óhjákvæmilega talsverðan tíma.
Afsláttarmiðar
Olíudreifing ehf. að Hólmaslóð 8-10 í Reykjavík tekur við afsláttarmiðum
og skrifstofa Spalar á Akranesi. Þjónustustöðvar N1 taka ekki við afsláttar-
miðum. Frestur til að skila rennur út 30. nóvember 2018.
Afsláttarmiða má senda í umslagi til Spalar, Kirkjubraut 28, 300 AKRANES.
Afar áríðandi er að með fylgi upplýsingar um nafn sendanda,
kennitölu, símanúmer, bankaupplýsingar, fjölda afsláttarmiða og númer
afsláttarmiða, til þess að unnt sé að koma greiðslu til skila!
• Þjónustustöðvar N1 taka ekki við afsláttarmiðum.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum spolur.is og þar er líka hægt að
prenta út eyðublöð til útfyllingar fyrir þá sem senda Speli veglykla eða
afsláttarmiða í pósti.
Tölur af veglyklum
sem skrá skal á skilagreina.
Sími 431 5900. spolur@spolur.is
*sjá fyrirvara í frétt á vefnum spolur.is
Yfirvöld á Filippseyjum vöruðu í
gær við því að fellibylurinn Mang-
khut gæti valdið mikilli eyðilegg-
ingu á norðurhluta Luzon, stærstu
eyju landsins.
Vindhraðinn mældist 57 m/s þeg-
ar fellibylurinn kom að landi klukk-
an 17.40 að íslenskum tíma í gær,
kl. 1.40 að staðartíma, að sögn veð-
urstofu landsins.
Nokkrum klukkustundum áður
var vindhraðinn 71 m/s þegar felli-
bylurinn nálgaðist eyjuna.
Þúsundir manna forðuðu sér frá
heimilum sínum eftir að yfirvöld
vöruðu við óveðrinu. Embættis-
menn segja að fjórar til fimm millj-
ónir manna búi á svæðinu sem spáð
var að fellibylurinn færi yfir, þar af
um milljón manna sem eru undir
fátæktarmörkum og búa í húsum
sem eru illa varin fyrir fellibyljum
og úrhellinu sem fylgir þeim.
Varað við háum öldum
Flugferðum var aflýst, skólum
lokað og hermenn voru tilbúnir til
útkalls á svæðum þar sem talið var
að koma þyrfti fólki til bjargar. Við-
búnaðurinn var mestur í strandhér-
uðunum Cagayan og Isabela.
Yfirvöldin sögðu að stormöld-
urnar sem fylgdu óveðrinu gætu
orðið allt að sjö metra háar og ótt-
ast var að þær gætu valdið miklu
tjóni í fátækum fiskveiðiþorpum.
Embættismenn vöruðu einnig við
því að úrhellið gæti leitt til skriðu-
falla og flóða.
Stefnir að Kína
Að meðaltali fara 20 fellibyljir
eða stórviðri yfir Filippseyjar á ári.
Embættismenn í Manila sögðu að
fellibylurinn Mangkhut væri sá öfl-
ugasti í ár. Mannskæðasti fellibyl-
urinn í sögu landsins, Haiyan, kost-
aði rúmlega 7.350 manns lífið þegar
hann gekk yfir miðhluta landsins í
nóvember 2013.
„Yfirvöldin sögðu að fellibylurinn
væri tvisvar sinnum öflugri en sá
síðasti, þess vegna erum við ótta-
slegin,“ hafði fréttaveitan AFP eft-
ir konu í þorpi í norðurhluta Luzon-
eyju. Hún sagði að þorpið hennar
hefði síðast orðið fyrir öflugum
fellibyl fyrir tveimur árum. „Við
létum okkur hann að kenningu
verða. Vatnið náði upp að þaki á
húsinu okkar.“
Talið er að fellibylurinn komi að
landi í Kína á morgun og fari yfir
þéttbýl svæði við strönd landsins.
Óttast mikla eyðileggingu í óveðrinu
Viðbúnaður í strandhéruðum við
mesta fellibyl ársins á Filippseyjum
AFP
Þúsundir flúðu Filippseyingur ber dýnu inn í skóla þar sem fólk leitaði skjóls eftir að hafa forðað sér frá heimilum
sínum í Cagayan-héraði vegna fellibyls sem kom að landi í norðurhluta Filippseyja síðdegis í gær.
Bandaríska veðurstofan spáði því í gær að úrkoman sem fylgir fellibylnum
Flórens yrði álíka mikil í Norður- og Suður-Karólínu og þegar fellibyljirnir
Dennis og Floyd gengu yfir strandhéruð í Bandaríkjunum árið 1999.
„Eini munurinn er sá að þá var úrkoman í fjórtán daga og við sjáum nú
fram á sama úrkomumagn á þremur dögum,“ hafði fréttavefur CNN-
sjónvarpsins eftir veðurfræðingnum Chris Wamsley.
Fellibylurinn Flórens
Heimild: Fellibyljastofnun Bandaríkjanna
250 km
ATLANTSHAF
B A N D A -
R Í K I N
Mexíkó-
flói
Í gær
14. sept.
kl. 11.15 að ísl. tíma
Kom að landi
Bláa keilan sýnir
mögulegt frávik
frá spánni
06.00
Í dag
18.00
Í dag06.00
Á morgun
06.00
Mánudag
06.00
Þriðjudag
Maryland
Neyðarástandi
lýst yfir
Vindhraði
WASHINGTON D.C.
Virginía
Vestur-
Virg.
Norður-
KarólínaSuður-Karólína
Braut fellibylsins
skv. spá í gær
33-49 m/s
18-33 m/s
< 18 m/s
Í cm
Heimild: Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, skv. spá sem var birt í fyrradag
ATLANTSHAF
B A N D A R Í K I N
Mexíkó-
flói
Maryland
Virginía
WASHINGTON
Norður-Karólína
Suður-Karólína
Georgía
250 km
Úrkomuspá fyrir dagana 12. til 19. september
Aftakarigning fylgir fellibylnum
50,8
38,1
25,4
15,2
10,2
5,1
2,5
Mikil úrkoma í þrjá daga