Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.2018, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is Frábær smurefni sem einangra, verja og koma í veg fyrir tæringu eins og verkfæra o rafma nsvara. 100% eins árs RAKAVÖRN Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R og og Skákvertíðin fer vel af staðhjá elsta taflfélagi landsins,TR. Um síðustu helgi laukvel sóttu móti í bikarsyrpu barna en þar voru tefldar sjö um- ferðir með tímamörkunum 30 30. Þá hófst Haustmót TR á sunnudaginn en lengi vel voru forráðamenn fé- lagsins uggandi um þátttökuna, en það var að einhverju leyti ástæðu- laust því að undanfarin ár hafa þátt- takendur á skákmótum tekið upp þann leiða sið að skrá sig til keppni rétt áður en skráningarfrestur rennur út. Á lokamínútum bættust í hóp keppenda fjölmargir sterkir skák- menn í mótið og er þátttakan með besta móti. Teflt er í þrem átta manna riðlum þar sem allir tefla við alla og svo er einn vel skipaður op- inn flokkur. Í A-flokki eru keppendur í stiga- röð þessir: Björn Þorfinnsson, Vign- ir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragn- arsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Þorvarður Ólafsson, Jóhann Ingva- son, Gauti Páll Jónsson og Aron Thor Mai. Björn Þorfinnsson er stigahæsti keppandi mótsins og þ.a.l. sá sigur- stranglegasti. Hann vann örugglega í fyrstu umferð og virtist ætla að vinna Dag Ragnarsson í 2. umferð. Það var hörð baráttuskák þar sem Björn fékk betra eftir byrjunina, Dagur jafnaði taflið en virtist teygja sig of langt í endatafli og Björn náði aftur betri stöðu. Dagur missti af nokkrum þvinguðum jafnteflis- leiðum og eftir langa og stranga baráttu kom þessi staða upp: Dagur Ragnarsson – Björn Þor- finnsson Það er ótrúlegt annað en að Björn hafi séð 75. ... Rf6+! sem vinnur strax. Kannski hefur hann haldið að Dagur myndi leika 76. Kxg5 Rxe8 77. d7 en þá kemur skemmtileg vending, 77. ... Rd6! og 78. d8(D) er svarað með 78. ... Rf7+ og hin nýfædda drottning fellur. Hvítur getur hinsvegar vakið upp riddara, 78. d8(R) en sá er of skref- stuttur, 78. ... f3 79. Rc6+ Ke4 80. Ra5 f2 81. Rb3 Ke3! og f-peðið rennur upp í borð. Björn lék hins- vegar … 75. ... Ke4?? … og eftir 76. Kxg5 f3 77. Rf6+ Rxf6 78. Kxf6 f2 79. d7 f1(D)+ 80. Ke7! … gat hann ekki hindrað för d- peðsins upp í borð og mátti sætta sig við jafntefli. Meistaramót Hugins hófst svo á mánudagskvöldið síðasta og er einn- ig vel skipað. Meira um það síðar. Kasparov gengur illa í „Fisc- her random“ Það hefur allt gengið á afturfót- unum hjá Garrí Kasparov í sýning- areinvígi hans við Búlgarann Ven- selin Topalov sem hófst 11. september. Eftir þriðja keppnisdag á fimmtudaginn var Topalov með örugga forystu, 10 ½ : 7 ½. Keppn- isfyrirkomulagið hefur verið með þeim hætti að tefldar hafa verið fjórar skákir á dag, tvær atskákir (tímamörk 30 10 Bronstein) og tvær hraðskákir ( tímamörk 5 5 Bron- stein). Atskákirnar hafa meira vægi en fyrir sigur þar fást tveir vinningar gegn einum í hraðskákinni. Þess vegna hefur Topalov þriggja vinn- inga forskot; hann hefur unnið fjór- ar atskákir en Kasparov tvær en í hraðskákunum er staðan Kasparov í hag, 3 ½ : 2 ½. Ein upphafsstaða af 960 mögu- legum hefur verið dregin út fyrir hvern keppnisdag og margar skrítnar og skemmtilegar stöður séð dagsins ljós. Þó að einvígi Kasp- arovs og Topalovs veki mesta at- hygli eru hin ekki síður athygl- isverð. Þar var staðan þessi: Aronjan – Dominguez 12: 6, So – Giri 11 : 7, Nakamura – Svidler 9 ½ : 8 ½, Vachier-Lagrave – Shank- land 11 ½: 6 ½. Vel skipaður efsti flokkur á Haustmóti TR Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Sveit Hörðuvallaskóla úr Kópavogi vann yfirburðasigur á Norðurlandmóti grunnskólasveita, eldri flokki, sem fram fór í Finnlandi um síðustu helgi. Sveitin hlaut 17½ vinning af 20 mögulegum. Hér sitja að tafli, f.v.: Vignir Vatnar Stefánsson, Arnar Milutin Heiðarsson, Sverrir Hákonarson og Benedikt Briem. Aðrir í sveitinni voru Stephan Briem og Óskar Há- konarson auk liðsstjórans Gunnars Finnssonar. Ljósmynd/Kjartan Briem Yfirburðasigur á NM grunnskólasveita Ég vil vekja athygli á Barnalopp- unni, en þar er bæði hægt að kaupa og selja notaða barnavöru, allt frá fötum og leikföngum til barnavagna og bílstóla. Hver kannast ekki við að sitja upp með nær ónotuð barnaföt, því barnið vex en brókin ekki. Endi- lega gefið fötum og öðru barnadóti nýtt líf. Elsa. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Barnaloppan Morgunblaðið/Eggert Markaður Allt sem snýr að barnavörum er hægt að selja í Barnaloppunni. Bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.