Morgunblaðið - 15.09.2018, Page 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
SUZUKI SWIFT GL
nýskr. 06/2015, ekinn 95 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 1.490.000 kr.
Raðnúmer 258433
SUZUKI SWIFT GL
nýskr. 05/2016, ekinn 74 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 1.590.000 kr.
Raðnúmer 258418
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
PORSCHE CAYENNE S
Árg. 2004, ekinn 173 Þ.km, 8 cyl bensín, sjálfskiptur,
leður, lúga ofl. Gott eintak! TILBOÐSVERÐ
1.190.000 kr. Raðnúmer 258288
KIA SPORTAGE EX
nýskr. 03/2017, ekinn 58 Þ.km, diesel, sjálfskiptur.
TILBOÐSVERÐ 3.790.000 kr.
Raðnúmer 258417
FORD EXPLORER LIMITED 4X4
09/2008, ekinn 188 Þ.km,V8 bensín, sjálfskiptur.
Glæsilegur jeppi! Verð 1.880.000 kr.
Raðnúmer 258405
Bílafjármögnun Landsbankans
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2019
Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til
heilsueflingar og forvarna.
Áhersla er lögð á eftirfarandi:
• Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.
• Verkefni sem tengjast geðrækt barna.
• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.
• Áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir.
• Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.
• Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu,
eða verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í
tengslum við heilsu.
Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:
• Lýðheilsustefnu og aðgerðum sem stuðla að heilsueflandi samfélagi.
• Stefnu í áfengis- og vímuvörnum til 2020.
• Stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 2020.
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
• Sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila.
• Eru með eigin fjármögnun eða aðra fjármögnun.
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr
markmið. Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn
og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.
Opnað verður fyrir umsóknir þann 20. september en frestur til að sækja um
rennur út þann 15. október 2018. Sótt er um á vefsvæði Lýðheilsusjóðs
http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/
Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.
Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 510 1900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is
Atvinnublað Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í s
Allar auglýsingar birtast í Mogganum, ámbl.is og finna
íma 569 1100
.is
Okkar ágæti fjár-
málaráðherra og for-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, Bjarni
Benediktsson, hefur
margoft haldið því
fram að greiðslur til
eldri borgara hafi
hækkað úr 200 þús.
krónum á mánuði í
300 þúsund krónur á
mánuði. Kaupmáttur
launa þeirra sem séu á lágmarks-
kjörum hafi því vaxið mjög.
Hér er ekki rétt farið með stað-
reyndir. Eingöngu þeir eldri borg-
arar sem búa einir hafa tryggingu
fyrir því að fá 300 þús. kr. greiðslu
á mánuði (um 250 þús. kr. útborg-
aðar). Þessi hópur er um 20% af
eldri borgurum landsins.
Hjónum og sambýlisfólki eru
tryggðar 240 þús. kr. á mánuði (um
200 þús. kr. útborgaðar).
Það er því mjög villandi og hrein-
lega rangt hjá fjármálaráðherra að
öllum eldri borgurum séu tryggðar
300 þús. kr. á mánuði.
Það er nauðsynlegt að leiðrétta
þessar endurteknu fullyrðingar
fjármálaráðherra. Vissulega var það
til bóta að þeir sem búa einir fengju
lagfæringu, en það gengur ekki að
einstaklingur í hjónabandi eða í
sambúð fái 60 þús. kr. lægri upp-
hæð á mánuði en þeir sem búa einir.
Hvers vegna fá eldri borgarar
ekki lagfæringu sinna kjara?
Um síðustu áramót voru
greiðslur frá Almannatryggingum
hækkaðar um 4,6% til eldri borgara
sem fá greiðslur frá TR. Launaþró-
unin var samt 7,1%.
Samkvæmt nýframlögðu fjárlaga-
frumvarpi ríkisstjórnar Vinstri-
grænna, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks er ekki hægt að
sjá að hagsmunir eldri borgara séu
ofarlega á blaði. Fyrir síðustu kosn-
ingar vantaði ekki fögur fyrirheit
um að bæta þyrfti kjör þeirra verst
settu á meðal eldri borgara.
Það er staðreynd að á síðustu
mánuðum hafa margir starfshópar
fengið myndarlegar lagfæringar á
sínum kjörum. Þar var ekki verið að
tala um neinar litlar tölur í flestum
tilfellum. Hækkanir námu tugum
prósenta til margra, þar á meðal til
alþingismanna og ráðherra.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
munu greiðslur frá Trygginga-
stofnun hækka um 3,4% til eldri
borgara um næstu ára-
mót. Það á svo að gilda
fyrir allt árið 2019,
hvað sem líður nið-
urstöðu kjarasamninga
á vinnumarkaðnum.
Engar breytingar á
almenna frítekjumark-
inu, sem er og verður
25 þús. á mánuði, og
áfram óbreytt tala á
þeirri upphæð sem má
vinna fyrir án skerð-
ingar, eða 100 þúsund
kr. á mánuði.
Ætla stéttarfélögin að
standa með okkur?
Fram undan er hjá flestum stétt-
arfélögum að vinna að því að ná
samningum fyrir sína félagsmenn.
Opinberir aðilar hafa gefið út að
ekki sé meira svigrúm til launa-
hækkana en 4%. Ef sú tala verður
notuð til að leiðrétta kjör þeirra
verst settu hlýtur svigrúmið að
aukast.
Núverandi eldri borgarar eru
fyrrverandi félagar í stéttarfélagi.
Ætlar forysta stéttarfélaganna að
horfa upp á það aðgerðalaus að
skammta eigi 3,4% hækkun til
þeirra sem fá greiðslur frá Trygg-
ingastofnun?
Velferðarráðuneytið gefur út að
framfærslukostnaður einstaklings
sé um 350 þúsund krónur á mánuði.
Það er því furðulegt að for-
ystumenn ríkisstjórnarinnar skuli
ekki gera sér grein fyrir að það get-
ur ekki gengið lengur hvernig stór
hluti eldri borgara er meðhöndl-
aður. Auðvitað hafa margir eldri
borgarar það ágætt, en það er of
stór hópur í þeirra röðum sem hef-
ur það verulega slæmt. Því miður
virðist ekkert vera í farvatninu til
að lagfæra þá stöðu af hálfu yf-
irvalda.
Því spyr ég: Ætla stéttarfélögin
ekkert að gera í því í viðræðum sín-
um við stjórnvöld að setja það á
oddinn að eldri borgarar landsins
fái lagfæringu á kjörum sínum?
Rangt að allir fái
300 þúsund krónur
Eftir Sigurð
Jónsson
Sigurður Jónsson
» Það er því mjög
villandi og hreinlega
rangt hjá fjármála-
ráðherra að öllum séu
tryggðar 300 þús. kr.
á mánuði.
Höfundur er varaformaður
Landssambands eldri borgara.
Atvinna