Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.09.2018, Qupperneq 36
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2018 ✝ Svava SjöfnKristjánsdóttir fæddist á Óslandi í Skagafirði 9. júní 1949. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 7. september 2018. Svava Sjöfn var dóttir hjónanna Kristjáns Jóns- sonar, bónda og oddvita á Óslandi, f. 27.12. 1905, d. 8.9. 1994, og Ingibjarg- ar Kristínar Jónsdóttur, hús- freyju á Óslandi, f. 1.4. 1907, d. 20.10. 1955. Hún ólst upp á Óslandi og gekk í barnaskóla í Hlíðarhús- inu. Systkini hennar eru Mar- grét Helga, f. 7.8. 1933, d. 9.3. 1916, Þóra, f. 11.9. 1936, og Jón, f. 11.6. 1942. Svava giftist hinn 13. sept- ember 1969 Pétri Jónssyni frá Innri-Skeljabrekku, f. 25.12. 1949. Börn þeirra eru þrjú tals- ins. 1) Ómar, f. 5.5. 1971, nám við Húsmæðraskólann á Varmalandi. Eftir það var Svava aðstoðarkennari við skól- ann í eitt ár. Haustið 1969 stofnuðu þau heimili á Akra- nesi. Þar vann Svava við versl- unarstörf. Árin 1972 og 1973 bjuggu þau í Árósum í Dan- mörku. Þar var hún húsmóðir og dagmóðir. Í desember 1973 fluttu þau að Hvanneyri og bjó hún þar til æviloka. Þar starf- aði Svava við ýmis störf hjá Bændaskólanum, lengst af við skrifstofustörf ásamt rekstri á byggingafyrirtæki þeirra hjóna. Svava gegndi ýmsum trún- aðar- og félagsstörfum. Þetta var í nefndum sveitarfélagsins og sveitarstjórn, Ungmenna- félaginu Íslending, Kvenfélag- inu 19. júní, Þjóðdanshópnum Sporinu og Oddfellow; Rebekk- ustúkan nr. 5 – Ásgerður. Svava og Pétur eignuðust jörðina Árdal og stunduðu þar hrossarækt og hestamennsku. Þau ferðuðust víða um land á hestum. Þá var hún virk í íþróttaiðkun og þar helst í blaki með liðinu Hvönnum. Útför Svövu Sjafnar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 15. september 2018. Athöfnin hefst klukkan 14. Jarðsett verður í Hvanneyrarkirkjugarði. kvæntur Írisi Björgu Sigmars- dóttur, f. 22.12. 1971. Þau eiga þrjú börn; Sigmar Aron, f. 23.6. 1994, í sam- búð með Lilju Dögg Gísladóttur, f. 19.5. 94, Pétur Snær f. 28.8. 2000, og Unnur Björg f. 5.3. 2005. 2) Krist- ján Ingi, f. 29.7. 1976, kvæntur Önnu Sigríði Hauksdóttur f. 7.1. 1977. Þau eiga fjögur börn; Svava Sjöfn, f. 25.2. 1999, Vignir Þór, f. 6.1. 2002, Elvar Ingi, f. 12.9. 2006, og Egill Árni f. 25.5. 2012. 3) Kristín, f. 5.9. 1980 gift Øyvind Kulseng, f. 12.5. 1973. Þau eiga þrjú börn; Hjördís Ylfa, f. 11.11. 2005, Guðrún Sjöfn, f. 22.11. 2007, og Kristian Hrafn, 28.10. 2010. Árið 1963 fór Svava í Héraðs- skólann í Reykholti, var þar í þrjá vetur og lauk þaðan gagn- fræðiprófi. Árið 1967 hóf hún Það er svo skrítið að þú sért farin frá okkur, elsku mamma mín. Mikið er ég þakklát því að við fjölskyldan tókum þá ákvörð- un fyrir aðeins einu ári að flytja hingað á Hvanneyri, eftir 12 ára búsetu í Noregi. Það var ómetan- legt að búa rétt þér við hlið. Fá þig í heimsókn til okkar og koma til þín. Börnin hlupu inn og út hjá þér eins og þau lysti. Alltaf varst þú tilbúin að taka á móti okkur. Setjast fram í eldhús og spjalla um allt milli himins og jarðar. Þú hlustaðir alltaf. Áhyggjur urðu að engu eftir samtal við þig. Þú hafð- ir þennan eiginleika að sjá stóru myndina, ekki gleyma sér í smá- munum. Ég varð sterkari eftir samtal við þig, elsku mamma. Þótt fjarlægðin væri mikil á meðan ég bjó í Noregi var sam- band okkar sterkt. Við töluðum saman einu sinni á dag ef ekki oft- ar. Svo komuð þið pabbi til okkar og við til ykkar á Ásveg 1 á Hvanneyri og við áttum góðan og innihaldsríkan tíma saman. Þegar við komum heim hóaðir þú alltaf allri stórfjölskyldunni saman, helst á fyrsta degi og hélst veislu. Þér var svo mikilvægt að við ræktuðum kynni okkar og vin- áttu. Ást þín á okkur öllum var skilyrðislaus, djúp og sönn. Þegar ég hugsa til baka í Mið- tún heima á Hvanneyri finn ég fyrir kærleiksríku, notalegu og fallegu heimili. Þú varst metnað- arfull í öllu og ekki minnst í því að reka heimilið. Þar hreiðraðir þú um okkur öll svo vel en alltaf var opið fyrir gesti og gangandi. Oft á tíðum sátu gestir í eldhúskrókn- um eða stofan full af fólki í veislu eða á fundum tengdum hinum ýmsu félagsmálum. Þú lést öllum líða vel í kringum þig, nærvera þín, samkennd og hjálpsemi var einstök. Þú gerðir aldrei upp á milli okkar systkinanna og hafðir mikla trú á okkur. Ég man að þú kenndir mér heiðarleika og aftur heiðarleika og að flýja ekki vandamál og áskoranir heldur að takast á við þau af skynsemi. Eftir að þú greindist með MS- sjúkdóminn breyttist mikið hjá þér. Þú sem varst svo félagslynd og dugleg þurftir skyndilega að hætta að vinna og hætta að gera öll þessi verk sem voru þér svo mikilvæg og skemmtileg. En þú varst skynsöm, gerðir þig fína á hverjum morgni, fórst í sjúkra- þjálfun og bjóst til plön. Skipu- lagðir menningarferðir með pabba eða vinkonum, bauðst fjöl- skyldunni og vinum heim og lagð- ir upp í utanlandsferðir. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér þó svo að ég viti að þú áttir ekki alltaf sjö dagana sæla, en þú kvartaðir aldrei. Þegar þetta hræðilega krabba- mein kom sagðir þú alltaf við mig að þetta yrði allt í lagi. Baðst mig um að vera sterk. Ef okkur fjöl- skyldunni leið vel, leið þér vel. Þú varst svo ótrúlega sterk, elsku mamma. Ég er svo stolt af því að hafa átt þig sem móður, þú ert fyrirmynd mín og vona ég svo innilega að ég geti kennt börnun- um mínum það sem þú kenndir mér. Lífið án þín, elsku mamma, verður ekki það sama. Ég veit að þú munt fylgja mér alltaf, halda verndarvæng yfir okkur fjöl- skyldunni og halda áfram að gefa okkur stefnu og styrk. En sökn- uðurinn fer aldrei, hann verður alltaf til staðar, lifir með mér þar til ég kveð sjálf. Þín dóttir, Kristín. Það er einkennileg tilfinning að skrifa minningar og kveðjuorð um Svövu systur mína. Hún glímdi við erfið veikindi árum saman með þeirri þrautseigju og æðruleysi sem einkenndi hana, og með hjálp síns góða eiginmanns og fjölskyldu. Nú er þessari bar- áttu lokið en söknuðurinn er sam- ur og jafn. Ég var alla tíð stoltur af systur minni. Hún var glæsileg kona en mestu varðaði þó að hún var góð manneskja sem bætti lífið og til- veruna í kringum sig. Svava fór til náms á unga aldri í Reykholti í Borgarfirði og fór síð- an að Varmalandi til náms og vinnu. Þar mynduðust vinabönd sem héldust alla tíð með miklum samskiptum því hún var fé- lagslynd manneskja. Á þessum árum var teningunum kastað. Hún kynntist Pétri Jónssyni frá Skeljabrekku og þau gengu í hjónaband á fallegum september- degi á æskuheimili okkar í Skaga- firði. Eftir það var starfsvett- vangurinn i Borgarfirðinum, því þau hjónin reistu sér fallegt heim- ili á Hvanneyri, og þar fæddust börnin þrjú, glæsilegt fólk sem nú býr allt á Hvanneyri ásamt hópi af barnabörnum sem voru afa sín- um og ömmu einstaklega mikils virði. Pétur og Svava unnu saman að uppbyggingu á myndarlegu byggingafyrirtæki ásamt sonum sínum. Auk þess vann Svava á skrifstofu skólans um árabil. Við systkinin frá Óslandi í Skagafirði bjuggum lengi á sitt hvoru landshorninu, en ávallt var sterk taug á milli okkar. Henni var viðhaldið með símtölum, ekki síst í seinni tíð og heimsóknum ef við varð komið. Að auki var um margra ára skeið haldið þeim sið að hittast í Skagafirðinum á haustdögum ásamt mökum okkar og uppeldisbróður, eiga þar langa helgi með yndisstundum. Árin hafa höggvið skarð í þennan hóp. Þau Svava og Pétur voru ein- stakleg vinmörg, enda voru þau félagslynd í besta lagi. Þrátt fyrir mikið annríki gáfu þau sér ætíð tíma fyrir vini sína. Þau gáfu sér einnig tíma til þess að sinna fé- lagsmálum almennt, og komu víða að þeim í sínu umhverfi og lögðu gott til. Það er erfið og sorgleg tilhugs- un fyrir okkur Margréti konu mína að Svava sé farin. Þó að það ætti ekki að koma á óvart eftir það sem á undan er gengið erum við þannig gerð að ríghalda í von- ina. Hins vegar er áfallið mest fyrir fjölskylduna, börn, tengda- börn og barnabörn. Hugur okkar er hjá þeim, og ekki síst hjá Pétri mági mínum sem hjálpaði systir minni í veikindum hennar með þeim hætti að gera allt sem hægt var til að létta henni lífið. Lífs- hlaup þeirra var ekki dans á rós- um síðari árin eftir að kraftur hennar í fótum fór að þverra með MS-sjúkdómnum. Áður voru þau í dansi og hestamennsku og fóru víða erlendis með danshópnum Sporinu. Þau gengu að þessum umskiptum með þeim hætti að reyna að halda þeim lífsgæðum sem mögulegt var. Elsku Pétur og fjölskyldan öll. Við Margrét þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem liðnar eru. „Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var,“ sagði skáldið. Hins vegar lifum við í voninni um nýjar stundir, en við getum vermt okkur við minninguna um hana Svövu sem er fjársjóður sem vermir sálina. Jón Kristjánsson. Elsku Svava, sterka, glæsilega og yndislega tengdamamma mín. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur, allt of snemma. Það er margt sem fer í gegnum hugann á þessum tíma en efst í huga mér er þakklæti. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þú varst einstök kona og það voru forréttindi að þekkja þig og vera tengdadóttir þín. Ég var frá fyrsta degi velkomin í fjölskyld- una og þannig leið mér alla tíð í návist þinni. Reyndar leið mér það vel að í fyrsta skipti sem ég kom í heimsókn gerði ég mér lítið fyrir og sofnaði í stofunni hjá þér. En það einkenndi einmitt fallega heimilið þitt, ró og yfirvegun, þar sem allir gátu verið þeir sjálfir. Heimili sem stóð öllum opið, alla tíð. Söknuðurinn er mikill en minningarnar góðar og þær munu lifa. Elsku Svava, takk fyrir öll þessi yndislegu ár, þín verður minnst með gleði í hjarta. Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir, Íris Björg Sigmarsdóttir. Elsku amma Svava. Það er undarleg tilhugsun að þú sért farin. Þú varst okkur mik- ilvæg, til þín gátum við alltaf leit- að, litið við í kaffi eða mjólkurglas og fengið eitthvað með því. Stund- um varst þú ekki heima og þá björguðum við okkur oft sjálf með þetta „með því“. Það var nefni- lega alltaf hægt að finna eitthvað gott í búrinu og kex-skúffunni hjá ömmu, þú sást sérstaklega til þess. Af þér lærðum við margt, eins og hvernig við ættum að hafa okkur að við beitingu hnífapara og sóps og við bakstur gómsætra kaka. Svo gerðir þú líka heimsins bestu kjötsúpu. Þú varst mikill húmoristi, fram á síðustu stundu, og hjá þér var alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera. Þú settir fólkið í kringum þig í fyrsta sæti og gerðir þitt besta til að gleðja aðra. Til þín sóttum við styrk og þú hvattir okkur til dáða í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þú passaðir alltaf upp á samheldni fjölskyldunnar og kenndir okkur um leið að hún er það dýrmætasta sem við eigum. Það er sárt að hugsa til þess að við munum ekki eiga fleiri stundir með þér, en við yljum okkur við fallegar minningar um þær fjöl- mörgu góðu samverustundir sem við höfum þegar átt. Við minn- umst þín með hlýju og þökkum fyrir alla skilyrðislausu umhyggj- una og kærleikann sem þú sýndir okkur – alla tíð. Hvíldu í friði, elsku amma. Með saknaðarkveðjum, Sigmar Aron, Lilja Dögg, Svava Sjöfn, Pétur Snær, Vignir Þór, Unnur Björg, Hjördís Ylfa, Elvar Ingi, Guðrún Sjöfn, Kristian Hrafn og Egill Árni. Elsku Svava. Mikið er það skrítið að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. Þú varst yngsta systkini hennar mömmu og bara níu árum eldri en ég. Þú varst aðeins sex ára gömul þegar þið systkinin misstuð mömmu ykkar. Sökum þess varst þú frek- ar eins og systir okkar en frænka því samgangurinn við heimili okk- ar var mikill og þú hafðir yndi af að passa upp á systrabörnin þín. Samband ykkar mömmu var mjög náið og ég veit að hvorug ykkar gat unnið úr móðurmissin- um, en þannig var það bara í þá daga. Mamma hugsaði alltaf um þig eins og eina af stelpunum sín- um. Frá barnæsku leit ég alltaf upp til þín, þú bjóst hjá okkur í Ártúni eitt sumar en þá vannst þú í kaupfélaginu á Hofsósi. Ég man hvað ég var montin af að eiga svona stóra, góða og flotta frænku. Eftir að þú fórst að búa með Pétri þínum fannst mér mjög eftirsóknarvert að fá að heim- sækja ykkur og ég fékk eitt sinn að fara til ykkar suður á Akranes með rútu í viku heimsókn. Það var mikil tilhlökkun því ég var að fara ein að heiman í fyrsta skiptið. Það var líka mjög skemmtilegt þegar ég fór í hús- mæðraskólann á Varmalandi að þú varst ráðin þangað þann vetur til að kenna hannyrðir og saum. Þetta var ómetanlegur tími og ég fékk að heimsækja ykkur nokkrum sinnum yfir veturinn. Það vill svo skemmtilega til að við eigum dætur sem eru fæddar Svava Sjöfn Kristjánsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ARDÍS ÓLÖF ARELÍUSDÓTTIR, Skagaströnd, lést á hjúkrunarheimilinu Sæborg miðvikudaginn 12. september. Gubjörg B. Viggósdóttir Magnús B. Jónsson Víkingur Viggósson Sesselja Hauksdóttir Vigdís H. Viggósdóttir Vilhelm Þ. Þórarinsson Fannar J. Viggósson Erna B. Hreinsdóttir Kolbrún B. Viggósdóttir Guðmundur Hilmarsson Valdimar Viggósson Sigurbjörg A. Sævarsdóttir Arnar Ó. Viggósson Guðrún E. Helgadóttir Ruth J. Arelíusdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Neðstaleiti 8, Reykjavík, lést á Landakoti föstudaginn 7. september. Útförin fer fram frá Búðstaðakirkju fimmtudaginn 20. september og hefst klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa á vefnum www.oddfellow.is (neðst á síðunni). Guðmundur Pálsson Ragnheiður Þóra Kolbeins Auður Pálsdóttir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Guðbjörg Pálsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, systir, tengdamamma, amma og langamma, INGIBJÖRG SUMARLIÐADÓTTIR frá Viðvík á Hellisandi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð miðvikudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 20. september klukkan 12. Helga Nína Svavarsdóttir Ingi Þ. Ólafsson Svava Björg Svavarsdóttir Guðmundur V. Guðsteinsson Svana Sumarliðadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖGNI SIGURÐSSON, Helgafelli, Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 22. september klukkan 11. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ágústa, Svana, Þorsteinn og Sigríður Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR FINNJÓNSSON múrararmeistari, Bjarkardal 2, Reykjanesbæ, lést þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. september klukkan 15. Maria Finnjónsson Bjarni Þorleifsson Edda Björt Edwinsdóttir Sveinn Þorleifsson Margrét Svandís Þórisdóttir og afabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.